Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.1954, Side 6

Freyr - 01.09.1954, Side 6
258 FREYR HELGI HARALDSSON: Mikils þótti þeim við þurfa „Mikils þótti þeim við þurfa.“ Svo sagði Skarphéðinn forðum. Svipað varð mér að orði, er ég sá 10.—11. blað Freys og allt það lesmál, sem orðið er út af hinni meinlausu gagnrýni minni á þá Þingeyingana. Vinur minn Páll Zóphóníasson leggur þar jafnvel til gott orð, að vanda. Þó að margt sé að starfa, þá ætla ég að svara þessu lítillega og eftir réttri röð. Jón á Yztafelli ríður á vaðið og á nú fyr- ir sjálfan sig að svara. Hann lætur sér sæma að prýða bændablaðið Frey með 12 dálka skammagrein, sem ég held að hljóti að fá þann dóm hjá flestum, að hún sé algerlega ósamboðin gætnum og greindum bónda, eins og Jón vissulega er, þegar hann gætir sín. Það er oftast svo, að þeir, sem hafa rök- in, nota ekki meiðyrðin, þeir þurfa þeirra ekki með. Þegar rökin þrjóta hættir mörg- um til þess að grípa til meiðyrðanna í þeirra stað, en ég hélt að Jón í Felli væri vaxirni upp úr því að gera sig að minni manni með því að nota þau vopn. Eftir þessa skammadembu helgar hann mér stuttan eftirmála. Ef Jón hefði nú viljað halda þeirri reisn, sem á honum er í aðalgreininni, hefði verið betra fyrir hann að sleppa eftirmálanum. Það er þá fyrst, að Jón segist hafa haft gaman af grein minni, en gagn minna. Það tel ég vel farið, að Jón hafði gaman af greininni og ég hefi nokkra ástæðu til þess að ætla, að fleiri bændur en hann hafi það sama að segja. Það eru þegar nokkrir tugir bænda, sem hafa sent mér bréf og skeyti til þess að þakka fyrir hana. Jón segir, að nokkuð skorti á rökfimi í grein minni. Ekki hafa rökin hjá mér nú verið sérlega girnileg til ítogs, því að Jón gerir ekki tilraun til þess að hrekja neitt af þeim. Þess í staö er hann að rjála við auka- atriði og stundum sínar eigin hugsmíðar. Kemur Jón villunum í grein minni upp í 8 og tölusetur þær, og ætla ég því að fara eins að og ganga á röðina. Verst er, að það kostar næstum ævinlega lengra mál að hrekja staðleysur en að kasta þeim fram. 1. „Rangt er það með farið, að ég sé skáld,“ segir Jón. Þarna hefir hann lög að mæla; þessu kastaði ég fram órökstuddu, og það var líka það eina í grein minni, sem ég lét engin rök fylgja. En hafa ekki fleiri flaskað á þessu en ég, og það menn, sem ættu að vera dómbærir um slíka hluti? Hver er þessi Jón Sigurðsson, bóndi, sem fékk skáldalaun við síðustu úthlutun? Ég tók það fyrir Jón á Yztafelli og því varð mér á þessi skissa. Ég hafði þá ekki heldur lesið bókina „Bóndinn á Stóru-Völlum“. En nú skal ég með ánægju samþykkja, að Jón er ekki skáld og þar erum við alveg sam- mála. 2. „Helgi segir, að ég ætli að verða Sókra- tes. Þetta er jafn fráleitt og segja, að allir, sem boðað hafa kristni, ætli að verða Jes- ús Kristur hinn smurði.“ Þetta er klaufaleg samlíking hjá þér, rit- færi maður. Ég hefi nú í minni fávizku haldið, að það væri kristindómur að líkj- ast sem mest meistaranum mikla, og allt annað væru aðeins umbúðir. Svo er hitt. Hvað er Jón að vilja með jafn óskylt efni og Sókrates inn í umræður um sauðfjárrækt á íslandi, ef það er ekki vegna þess, að hann ætlar að taka að sér hans hlutverk meðal íslenzkra bænda? Nú er það aðeins algeng málvenja, þar sem ég þekki til, að taka svo til orða, að maður ætli að verða sú persóna, sem hann ætlar að leika, jafn títt og segja að hann ætli að leika á- kveðna persónu. Þetta er ég viss um að all- ir hafa skilið í grein minni, á þennan hátt, enda hefi ég aldrei reynt, að það þyrfti að tala við íslenzka bændur eins og verið væri að tala yfir tossabekk í barnaskóla. Vart eru nú kjörvopn orðin í vopnabúri bóndans í Felli, þegar hann þarf að nota

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.