Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1954, Síða 12

Freyr - 01.09.1954, Síða 12
264 FRE YR hefir skapazt af því, að sums staðar nefn- ast veturgamlar ær gimbrar. í Skaftafells- sýslu var það óþekkt. Þar greindist þetta svo: Gimbur hét ærefni frá fæðingu til út- mánaða (góu, einmánaðar). Gemsi hét það (sjaldnar gemlingur) frá vordögum til hausts. Gilti þetta heiti um hvort kyn fyrir sig og sameiginlega, en að- greint nánar ef þurfa þótti sérstaklega: gemsagimbur — gemsahrútur. Tvævetla var ærin nefnd, eftir að hafa lifað tvo vetur og lamb hennar þá kallað tvævetlulamb. Ef gimbur átti lamb ársgömul, nefndist það gimbrarlamb, og ætti gimbrarlambs- gimbur (ársgömul) lamb, hét það gimbrar- lambslamb (gimbrarlambsgimbur — gimbr- arlambshrútur). Óþekkt voru með öllu nöfnin: lambgimbur og lambgimbrarlamb og virtust enda óþörf. Mér þykir að lokum ástæða til að rengja nokkuð þá orðabókarskýringu, að gemsi sé gælunafn á gemlingi. Aldrei þekkti ég það svo með farið í Skaftafellssýslu. Mér virð- ist jafnvel, sem gemsi sé rökréttara heiti en gemlingur, sem ætla verður að dregið sé af gamall. Gemsi aftur á móti er dregið af gems, sem merkir fjör, kátína, gleðilæti eða þess háttar. Ber það vel heim við háttu kindarinnar á því aldursskeiði, er hún fær heitið gemsi. Á hausti, þá grös eru sölnuð, verður lambið daufgert, en eftir nokkurra vikna húsvist og eldi færist í það fjör og það bregður á leik með hoppi og lætur í Ijós lífsgleðina með ýmsum tilburðum. Þess vegna er það ekki að ástæðulausu, að aldrei er talað um gemsalamb, því að gimbur, sem gengur með lambi, leikur sér ekki á útmán- uðum og sízt með ekki ríkulegra eldi en venjulegt var í gamla daga. Margar orðabókarskýringar stangast við skilning hins óupplýsta manns, sem farið hefir á mis við bókvitið, en kann þó að ger- þekkja til verknaðarins, er ætla má, að heitin séu dregin af. En lítið kveður að því, að leikmenn séu kvaddir til athugunar á þessu sviði, með fullri virðingu sagt fyrir hinum lærðu málfræðingum, sem skylt er að hafi síðasta orðið um ágreining í þessu efni. Þórarinn Helgason. III. í tölubl. Freys nr. 7—9 berð þú fram spurningu til lesendanna um það, hvernig nöfnin gimbur o. s. frv. séu notuð, eða menn hafi vanizt merkingu þeirra. Langar mig nú til að svara þessu fyrir mitt leyti. „Gimbur“ og „gimbrarlamb“ hefi ég van- ist að notuö séu jöfnum höndum frá fæð- ingu og til þess, er gimbrin fær gemlings- nafn. — „Lambgimbur“, sú gimbur, sem fæðir af sér lamb, þegar hún er eins árs gömul, og „lambgimbrarlamb“ kallast lamb slíkrar gimbrar, og getur það fylgt slíku lambi fram á fullorðinsaldur, — hún, þ. e. ærin, var lambgimbrarlamb, og á sama hátt sé það hrútur, er kemst til aldurs. „Geml- ingur“ er sameiginlegt nafn fyrir allar teg- undirnar, gimbrar, hrúta og geldinga, og fá það nafn á fyrsta árinu, þegar góa gengur í garð, fram til þorraloka heita þau lömb, en frá því með góu og fram á rúningu gemlingar. Haustið eftir, þegar þau eru 1 y2 árs, hefi ég vanizt að þau væru nefndar veturgamlar, gimbrar, hrútar, sauðir. — Á Vestfjörðum hefi ég sums staðar heyrt not- aö „gelmingur“, en hvort það er afbökun eða fyrnska, get ég ekki sagt um. Líka hefi ég heyrt, að þar væri notað orðið „tros“ um geldfé yfirleitt, eða sameiginlega, en engan hefi ég samt þekkt, sem notaði þetta orð um kindur, en ég hefi vanizt, að merking „tros“ væri soðfiskur, þó hvorki þorskur né ýsa, heldur steinbítur, keila o. s. frv., en nú er ég líklega kominn helzt til langt frá efn- inu. Konráð Sigurðsson.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.