Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.1954, Qupperneq 14

Freyr - 01.09.1954, Qupperneq 14
266 FREYR mjög öra kólnun niður fyrir frostmark. Við snöggar hitabreytingar af því tagi er hætt við, að frumusafinn frjósi og frum- an skaddist til dauðs. c) Ennfremur getur gróðurinn beðið tjón af skjótri þiðnun við of öra bráðnun ís- kristalla utan fruma. Af því tagi eru frost- eða kalskemmdir á trjám og kart- öílugrösum hér á landi og einnig á tún- grösum. Klakakal verður við mismikla þenslu jarðlaganna. Myndast þá holklaki og ræt- ur togna og slitna. Einkum er mýra- og leir- jarðvegi hætt við klakakali vegna mikils vatnsmagns, en sandjörð síður. Svellkal telur Sturla Friðriksson vera sennilega verstu tegund kalskemmda hér- lendis. Það verður með þeim hætti, að yfir- borðsvatn frýs að gróðrinum og veldur spjöllum á vefjum hans. Einkum skeður þetta við skafla, sem eru í dældum og laut- um. Bráðnar úr þeim á daginn, en á næt- urnar frýs svo aftur til. Sama máli gegnir þar sem vatn stendur í lægðum og bollum yfir veturinn og frýs við og við. Ber mikið á þessu kali á flatlendum túnum og ný- ræktum, þar sem yfirborðsvatn getur ekki komizt burt. Rotkal virðist höfundi algengara á Norð- ur- en Suðurlandi. Það myndast er snjóar liggja lengi yfir illa þroskuðum gróðri, sem er vanbúinn við vetri. Telja jurtafræðing- ar kalskemmdir þessar stafa annaðhvort af myglu, en hún dafnar vel í raka og undir snjó, ellegar af því, að gróðurinn kafni í sínum eigin kolsýringi, er eigi kemst burt vegna snjófargsins. Saga kalára á íslandi. Eins og áður var getið, gáfu hinar óvenju miklu kalskemmdir síðari ára mörgum á- stæðu til þess að ætla, að eitthvað væri at- hugavert við tegundaval í grasfræblöndur, eða að nýjum ræktunaraðferðum á þessum tíma væri í einhverju ábótavant, að öðru jöfnu. Til þess að fá úr því skorið, hvort hér sé um ný tíðindi að ræða í sögu landsins, hefir höfundur bæklingsins skyggnzt um í ann- álum og fornum bókum og aflað sér furðu ýtarlegra heimilda um kal fyrri ára. Dreg- ur höf. fáanlegar heimildir um grasvöxt á ýmsum tímum saman í eftirfarandi töflu: 12. öld Slæm grasár 3 Meðal grasár Góð grasár Ar alls 3 13. — 2 — 1 3 14. — 6 — 2 8 15. — 2 — 1 3 16. — 3 — 7 10 17. — 29 14 20 63 18. — 37 31 32 100 19. — 25 40 35 100 20. — 8 20 22 50 Það er alkunnugt, að kálhcetta er meiri á flatlendi en i halla. Þar sem valn stendur uppi er sérstalc- lega ha:tt við kali — eða köfnun jiurrlendisjurta — og er framrcesla helzta ráðið til úrbóta par sem svo hagar til.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.