Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.1954, Side 15

Freyr - 01.09.1954, Side 15
FRE YR 267 Eins og taflan ber með sér, eru „mögru ár- in“ stórum færri á fyrri helming 20. aldar en á næstu þremur öldunum á undan. Kem- ur það heim við þá kenningu landfræðinga, að loftslag hafi farið kólnandi hér á landi upp úr 1600, með mestum kulda frá 1740— 1840; en einnig er það í samræmi við at- huganir, er benda til þess, að loftslag hafi farið að hlýna hér á landi laust fyrir síðustu aldamót. Talið er, að loftslag muni nú standa í stað eða jafnvel fara ögn kólnandi hér á landi. Vafalaust má telja, að kalár séu að mestu samfara grasleysisárunum, eða að kal sé ein aðalorsök í grasleysi áranna, enda benda athuganir höfundar á heyfeng seinni ára eindregið til þess. Að öllu athuguðu er auðsætt, að kal er engin nýlunda hér á landi, eða eins og höf. kemst að orði .... (tún hafa kalið) „mis- jafnlega mikið á öllum öldum og munu allt- af gera það. Kalið orsakast af kaldri veðr- áttu og er eðlileg afleiðing ákveðinna veð- urskilyrða.“ Kal síðustu ára rannsakaö. Enda þótt vitað væri, að hörð veður valdi kali fyrst og fremst, var ekki með því feng- in skýring á því, hvers vegna sum tún kala meira en önnur, og að sama tún kelur mis- mikið og hvers vegna sumar sveitir urðu harðar úti af völdum kals en aðrar. Var hafizt handa um rannsóknir á þess- um atriðum til þess, ef unnt væri, að fá úr því skorið, hvern þátt aðrar orsakir en veðr- áttan eiga í myndun kals. Tilgangurinn með þeim rannsóknum var jafnframt að afla hagnýtrar þekkingar og úrræða, er kynnu að geta auðveldað mönnum barátt- una við kalið, hugsanlega þá með breytt- Með hjálpartœkjum þeim, sem vér höjum nú til nutkunar við purrkun landsins, ættu að vera bætt skilyrði til þess að minnka kalheettu. ÞrautþurrkaÖ land i liœjilegum halla er betur fallið til þess að standast öfl þau, sem valda dauða jurianna hvort sem kuldi eða loftleysi eiga höfuðsökina. Það er alkunna, að minni kalhætta er á hallandi túni en flötu og minni á vel rcestu en því sem er rakt eða blautt.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.