Freyr - 01.09.1954, Qupperneq 17
FREYR
269
Góö ræsing jarðvegsins er mikilvæg kal-
vörn. Brottveita yfirborðsvatns er nauðsyn-
leg. Einkum skyldu menn vara sig á ruðn-
ingunum, þar sem miklir skurðir hafa verið
grafnir, því að þar er hætt við, að yfir-
borðsvatnið komist ekki brott, heldur safn-
ist fyrir á sléttunni, frjósi síðan og valdi
miklu kali. Þarf þá að jafna úr skurðruðn-
ingunum og helzt að færa þá inn á miðja
sléttuna, þannig að hún verði lítillega kúpt
í stað íhvolf. Einnig mætti gera grunnar
rásir í grassvörðinn og veita þannig stöðn-
uðu yfirborðsvatni brott, þar sem hægt er
að koma því við.
Einhliða notkun köfnunarefnisáburðar
er talin óráðleg á túnum, sem hætt er við
kali, en hins vegar ætti að auka notkun
kalí- og fosfórsýruáburðar á þeim túnum,
því álitið er, að þessar áburðartegundir
auki stórlega frostþol gróðurs.
Hvað húsdýraáburði viðvíkur, er ráðlagt
að nota fremur hrossa- og sauðatað held-
ur en kúamykju á tún, sem er kalhætt, og
einnig að bera á eingöngu að hausti, eða
fyrri hluta vetrar.
Þá er mælt með því að hlífa gróðrinum
við seinum slætti og mikilli haustbeit til
þess að honum gefist einhver tími til þess
að búa sig undir veturinn, t. d. með því
að safna forðanæringu.
Að undanförnu hafa bændur ekki átt völ
á nema einni grasfræblöndu, hvernig sem
aðstæður hafa verið á hverjum stað. Hefir
þetta verið bagalegt, vegna þess, að jarð-
vegur og önnur skilyrði eru mjög mismun-
andi eftir landshlutum og staðháttum, og
bændur og þjóðarbúið í heild hefir skaðazt
stórlega af þessum sökum.
Á þessu er þörf bráðra breytinga. Er lögð
áherzla á það í ritinu, að útvega þurfi fíeiri
fræblöndur, er henti hverjum stað, sem
bændur geti síðan valið um sjálfir eða með
aðstoð ráðunauts.
Bent er á að sá skuli grasfræi eins
snemma að vorinu til og unnt er, vegna
klaka.
Græðsla kalbletta.
Völtun. Mælt er með því að valta hol-
klakablettina með léttum valta snemma að
vorinu, áður en farið er að grænka og klaki
er farinn úr jörðu. Við það verður jarðveg-
urinn þéttari og gróðurinn nær rótfestu á
ný. Haustvöltun kemur einnig til greina.
Hafi nú völtunin gefið góða raun, en þó eru
enn smá kalblettir hér og þar, skal bera á
þær eins og túnið í kring (eigi þó húsdýra-
áburð), þó að sjálfsagt megi ekki gera ráð
fyrir, að hann svari mikilli eftirtekju.
Sláttur. Ef einhver gróður er upp úr kal-
skellunum, ber að slá hann snemma og oft,
því að við það eykst jarðstöngulmyndun eft-
irlifandi grastegunda og illgresið nær síður
að fella fræ.
Endurvinnsla landsins. Ef kalið er víð-
tækt og algert, dugar ekkert annað en að
endurvinna landið og sá í það að nýju.
* *
Gróðurrannsóknirnar.
Síðari hluti ritsins fjallar um gróður-
rannsóknir á túnum, til þess að komast að
raun um, hvaða sáögresistegundir eru var-
anlegastar í túnum, einkum þeim, er kalið
hafa. Af fjölda línurita má lesa endingu
þeirra tegunda, er hafa verið notaðar í gras-
fræblöndur hérlendis, hvort þær hafa hald-
ið velli eða dáið út.
Að lokum er skýrsla um útbreiðslu gras-
tegunda í mismunandi jarðvegi, skýrð með
línuritum. Gefur hún nokkra vísbendingu
um það, hvaða grastegundir henta bezt
hverjum jarðvegi.
Þess er áður getið hér að framan, hvaða
tegundir eru þolnastar og hverjar eru lin-
gerðastar, og verður það eigi endurtekið.
í ritinu eru gerðar tillögur um þrenns-
konar grasfræblöndur, er henta mismun-
andi skilyrðum, en þær eru: Harðlendis-
blanda, valllendisblanda og mýrlendis-
blanda. Þess má geta hér, að vorið 1953 og
s.l. vor hafa verið á boðstólum tvennskonar
grasfræblöndur, önnur fyrir harðviðrasam-
ari sveitir, en hin fyrir staði með hagstæð-
ari skilyrði.
Níðurlagsorð.
Þessi skýrsla Sturlu Friðrikssonar er allr-
ar athygli verð. Hún nær að vísu yfir að-
eins eitt kaltímabil og öruggari niðurstöður