Freyr - 01.09.1954, Síða 23
FREYR
275
ég, í félagi við Halldór Jónsson í Vík, fjög-
urra vetra hrút norðan úr Þingeyjarsýslu.
Jón Þorbergsson keypti þann hrút fyrir okk-
ur árið 1920. Undan honum fengum við á-
gætlega væn lömb, en það fé reyndist lin-
gert og óhraust og urðu ærnar undan hon-
um endingarlausar og áttu mjög vesæl lömb,
svo sá stofn dó fljótlega út, og gætti engra
áhrifa frá honum til frambúðar.
Milli 1920 og -30 keyptu þeir bræður Jón
og Ólafur Halldórssyni í Suður-Vík,
nokkrar kindur (lömb), hrúta og gimbrar,
frá Núpstúni í Árnessýslu. Mun sá stofn
hafa verið frá Ólafsdal ættaður, upphaflega
af Kleifakyni. Síðar keypti Jón einnig 1
hrút frá Ósi í Strandasýslu, og Jón Þor-
steinsson, í Norður-Vík, annan af sömu
slóðum. Þessum stofni blönduðu Suður-
Víkur bræður við sitt fé, en munu þó hafa
hreinræktað hann nokkur ár.
Við fráfall Ólafs mun þetta hafa gengið
nokkuð úr skorðum sem eðlilegt var, þar
sem margháttuð störf heimilisanna, um-
svifamikill atvinnurekstur og opinber störf
hlóðust þá á herðar hans.
Það kom fljótt í ljós, að þessi fjárstofn
átti betur við staðhætti í Mýrdalnum en
þingeyzka féð. Það mætti strax hinni al-
kunnu góðu meðferð í Suður-Vík, enda
dafnaði féð vel, og voru fljótlega keyptir
hrútar víðsvegar að um sveitina, einnig
austan yfir Mýrdalssand og einnig undir
Eyjafjöll fór þetta fé. Gaf það allstaðar góða
raun; reyndist þrifagott og kynfast með
allgóðum holdsöfnunarhæfileikum, ullar-
þétt og þelmikið. Allt var þetta fé kollótt.
Á mörgum bæjum var Suður-Víkur stofn-
inn búinn að setja svip sinn á hjörðina,
þegar niðurskurðurinn fór fram 1952.
Smávægilegar tilraunir voru gerðar með
innflutning hrúta af þingeyzku kyni á þessu
tímabili, aðrar en hér greinir, en náðu ekki
neinni útbreiðslu og höfðu því ekki neina
þýðingu til frambúðar.
Af því, sem að framan greinir, kemur í
ljós að innflutningur kynbótafjár af þing-
eyzku kyni hefir ekki lánazt eða haft bæt-
andi áhrif á fjárrækt Mýrdæla til frambúð-
ar, en hins vegar hefir vestanféð valdið
straumhvórfum til umbóta.
Árið 1928 var sett á stofn sauðfjárkyn-
bótabú á Höfðabrekku, undir stjórn Þor-
steins Einarssonar, er þar bjó. Vafalaust
hafa þær kynbótatilraunir, sem að framan
greinir, átt sinn þátt í því, að þessi kyn-
bótabússtofnun komst á. Fé til búsins var
valið að sumu leyti af fjárstofni Þorsteins,
en nokkuð aðkeypt. Eftir aðeins 12 ár flutti
Þorsteinn burt úr héraðinu. Tók þá við
jörðinni og kynbótabúinu Guðmundur Pét-
ursson. Var hann á Höfðabrekku aðeins 2
ár, en þá var búið flutt að Þykkvabæ á Siðu
til Þórarins Helgasonar, en hann flutti
burtu eftir 6 ár. Lá þá búið niðri í 2 ár vegna
þessara tíðu eigenda- og umráðamanna-
skipta á kynbótabúinu. Var ekki þess að
vænta, að sú festa, sem nauðsynlegt er að
myndist í starfi slíkrar stofnunar, gæti
myndazt og orðið að almennum notum.
Þess skal þó getið, að allir þessir menn, er
búinu stjórnuðu, eru viðurkenndir dugnað-
ar- og greindarmenn, fullir áhuga og um-
bótaþrá landbúnaðarins.
Árið 1951 var kynbótabúið flutt að Segl-
búðum á Síðu. Hefir það nú hlotið þann
samastað, sem vonandi er að því endist til
frambúðar. Mun nú fjárstofninn vera að
mestu eða öllu leyti af Vestfjarða- eða
Kleifakyni.
Mýrdælingum var allmikil eftirsjá að
þegar búið var flutt austur á Síðu, en um
slíkt ber þó ekki að sakast, því hefði það
starfað í Mýrdalnum, mundu afdrif þess
hafa orðið slík, sem annars sauðfjár Mýr-
dæla 1952, niðurskurðurinn.
Þessar kynbótatilraunir Mýrdæla, þótt
ósamstæðar hafi verið, hafa þó, ásamt
bættri meðferð og hirðingu, orðið til þess
að bæta svo fjárstofn sveitarinnar, að frá
því að búa við lakasta fé sýslunnar um og
eftir aldamótin síðustu, var meðalvigt á
dilkum Mýrdæla orðin einna hæst í sýsl-
unni hin síðustu ár, þrátt fyrir það að y3—
y2 ánna var tvílembdar. Eru þetta miklar
framfarir, þegar tillit er tekið til þess, að
aðrar sveitir sýslunnar hafa einnig bætt
fjárstofn sinn og meðferð hans, og hafa auk
þess miklu rýmri og betri afréttarlönd.
Nú er búið að skera niður þenna góða
fjárstofn, en fá í staðinn ósamstæða og