Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1954, Síða 25

Freyr - 01.09.1954, Síða 25
FRFYR 277 nemur sem svarar tæpum 30 kg af meðal- töðu handa á. Ærnar í B-flokki þyngdust að meðtali um 3.32 kg frá 12.12.—11.1. eða 2.01 kg meira en ærnar í A-flokki á sama tímabili. Ærnar í C-flokki voru teknar á innistöðu og eldi 22. desember eða aðeins 4 dögum fyrir fengitímabyrjun. Fram að þeim tíma var þeim beitt og fóðrun þeirra hagað á sama hátt og fóðrun A-flokks ánna. Eftir að eldið hófst, var C-flokks ánum daglega gefið 1.6 kg af töðu, nema fyrstu tvo dag- ana aðeins minna, og auk þess fóðurblanda. Byrjað var með 80 gr af fóðurblöndunni handa á, en dagskammturinn svo aukinn um 10 gr annan hvern dag, unz hann var kominn í 150 gr þann 5. janúar. Ætlunin var að gefa þessum ám jafnmikið af töðu á dag og B-flokks ánum, en þær fengust ekki til að éta meira en 1.6 kg á dag að með- altali hver ær. Af þessum ám urðu 38.5% tvílembdar, en hinar einlembdar. Að vísu lét ein þeirra fóstri, án þess að vitneskja fengist um, hvort hún hefði gengið með 1 eða 2 fóstrum. Þessi ær er talin með ein- lembunum. Fóðureyðsla á hverja á í C- flokki frá 16.12.—11.1. varð 21.8 fóðurein- ing eða 10.7 fóðureiningum meiri en í A- flokks ærnar eða sem svarar 21.4 kg af meðaltöðu. C-flokks ærnar þyngdust frá 12.12.—11.1. um 2.41 kg eða 1.10 kg meira en A-flokks ærnar. En vegna þess að eldi C- flokks ánna byrjaði 6 dögum síðar en eldi B-flokks ánna og þær fyrrnefndu átu að- eins minna hey á dag, eftir að eldið hófst, en þær síðarnefndu, eyddist 4.1 fóðurein- ingu minna í C- flokks ærnar að meðaltali, enda þyngdust þær 0.91 kg minna að með- altali frá 12.12.—11.1. en B-flokks ærnar. Niðurstöður þessara tilrauna sýna, að hægt er að auka mjög frjósemi ánna með miklu og vaxandi eldi á innistöðu fyrir og um fengitímann. Ennfremur sýna þær, að næstum því helmingi betri árangur næst með því að byrja eldið 10 dögum fyrir fengi- tímabyrjun heldur en með því að byrja það aðeins 4 dögum áður en byrjað er að hleypa til. Aukinn fóðurkostnaður ánna við að stríð- ala þær á innistöðu í 3—4 vikna tíma er all- verulegur samanborið við að beita þeim og fóðra þær ríflega viðhaldsfóðri með beit- inni. Sá kostnaðarauki myndi verða all- misjafn frá einu búi til annars eftir því, hvernig hagar til með fóðuröflun. Þar sem mikil tún eru og véltækni notuð við hey- öflun, er taðan ekki mjög dýr í framleiðslu, en öðru máli er að gegna á býlum, þar sem tún eru enn mjög lítil og véltækni lítt not- uð við heyskap. Þar er hver fóðureiningin dýr. Hjá þorra bænda verður að meta fóð- ureininguna í töðu a.m.k. á 2 krónur og í fóðurbæti um kr. 2.50. Fengitímaeldið á B- flokks ánum hefur því kostað kr. 30—35 pr. á umfram það, sem fóðrið á ánum í saman- burðarflokknum kostaði (A-flokknum). Hefði verið jarðbönn eða ekki hægt að nota beit vegna illveðra, hefði munurinn á fóð- urkostnaði á þessum flokkum verið miklu minni, varla meiri en 6—7 fóðureiningar. Það er álitið, að ær verði síður tvílembd- ar eftir því sem þær beiða oftar að vetr- inum, áður en þær fá. Gæti það að nokkru leyti skýrt, hvers vegna ær í kaupstöðum, sem venjulega eru látnar fá um mánaða- mótin nóvember-desember, eru oft næstum því allar tvílembdar. Athugun, gerð á Hesti síðastliðinn vetur, styður þessa kenningu. Tuttugu og tvær ær á þriðja vetri voru látn- ar fá dagana 18.12—23.12., og höfðu þær því meðalfangdag 12 dögum fyrr en hinar ærnar, sem fengu á venjulegum fengitíma frá 26.12.—11.1. Þessar fyrirmálsær voru fóðraðar eins og A-flokks ærnar, sjá töflu 1, þ. e. þeim var beitt og gefið ríflega við- haldsfóður. Helmingurinn af fyrirmálsánum áttu tvö lömb, en aðeins 20% af A-flokks ánum, eins og að framan getur, sjá töflu 1. Sambandið milli fangdags og eldis er sýnt í töflu 2. Ánum í A-, B- og C-flokki, hverj- um fyrir sig, er skipt í tvo hópa eftir því, hvort þær fengu og höfnuðust fyrir eða eft- ir miðjan fengitíma, og sýnt, hve mörg prósent af hvorum hópnum í hverjum flokki áttu 2 lömb.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.