Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.1954, Qupperneq 28

Freyr - 01.09.1954, Qupperneq 28
280 FREYR vöktu menn til samtaka, og þökk og heiður sé brautryðjendunum fyrir það. * * * Eftir fundinn, eöa í lok hans, var haldið kveðju- og minningarsamsæti, þar sem ýmsir eldri starfsmenn búnaðarsambands- ins voru mættir, svo og ýmsir gestir. For- maður sambandsins, Páll Hermannsson, hélt aðalræöuna, rakti í stórum dráttum sögu sambandsins og minntist sérstaklega ýmissa þeirra manna, er á liðnum tíma höfðu haft forystuna og borið hita og þunga starfsins. Fjöldi manna talaði og minntist ýmissa atburða úr 50 ára starfssögu sambandsins, um leið og þeir árnuðu sambandinu gæfu og gengis á komandi árum. Meðal þeirra var Benedikt Kristjánsson, bóndi á Þverá í Axarfirði, sem á fyrstu árum sambandsins var ráðunautur þess, vann að umferðaplæg- ingum, setti saman fyrstu sláttuvélarnar, sem komu á sambandssvæðið, og kenndi mönnum að nota þær. Minntist hann margs frá þeim tíma, og varð öllum ljóst, að margt hafði breytzt síðan, bæði í búskaparháttum og hugsunarhætti fólksins. Þrjár gjafir voru sambandinu færðar í tilefni af hálfrar aldar afmælinu. Fyrir hönd barna Jónasar Eiríkssonar, er skólastjóri var á Eiðum, afhenti Þórhallur Jónasson, hreppstjóri á Breiðavaði, sam- bandinu að gjöf gipsmynd af þeim hjón- um, Jónasi og konu hans, Guðlaugu. Þau hjón voru um langt skeið húsráðendur að Eiðum og forsvarsmenn og styrktarmenn sambandsins á marga vegu. Þau hjón voru ástsæl af öllum, og minning þeirra lifir og er í heiðri höfð í héraðinu. Væntanlega minna þessar myndir fundarmenn þá, er í framtíðinni sitja aðalfundi sambandsins, ætíð á starf Jónasar og verður þeim hvöt til að starfa í hans anda, láta ætíð málefni ráða og ætíð heill heildarinnar sitja í fyrir- rúmi fyrir öllu öðru. Vonandi er líka, að yngra fólkið í Múlasýslum megi greypa í hug sinn myndir þeirra mætu manna, er fallnir eru, en hafa á einn og annan veg verið til fyrirmyndar í félagsstarfinu, svo að spor þeirra megi verða þeim yngri til eftirbreytni. Glögg mynd í hugarfylgsni ein- staklingsins getur orðið betri spori til fram- kvæmda en gipsmynd, þó að hin fyrr- greinda sé ekki eins sýnileg öllum. Búnaðarfélag Fáskrúðsfjarðar gaf sam- bandinu silfurbjöllu til að nota á fundum. Klukkurnar hafa lengi kallað menn á sam- komur. Þær hafa kallað menn til guðs- þjónustu, og oft hefir þjóðin sótt þangað huggun og kjark. Þær hafa líka kallað menn saman til að kveðja ættingja og vini hinstu kveðju að því er menn kalla. Og á síðustu tímum hafa þær kallað menn sam- an til ýmis konar mannfunda. Litla klukk- an, er Búnaðarfélag Fáskrúðsfjarðar gaf, á að kalla alla þá, er mæta á fundum bún- aðarsambandsins, og hún á að heimta hljóð á fundum, þegar þörf gerist. Vonandi tekst henni ávallt að kalla menn saman og fá þá sameiginlega til að sameinast um fram- gang góöra mála og vinna saman að fram- gangi þeirra. Búnaðarfelag Reyðarfjarðar gaf búnaðar- sambandinu fundargerðarbók, bundna í forkunnarfagurt band. Fyrri fundargerðar- bækur búnaðarsambandsins eru sérstakar að því leyti, að segja má, að þær séu allar skrifaðar með skrautskrift. Hver skrifarinn öðrum betri hefir skrifað í þær fundargerð- ir. Það er von mín, að hið fagra og skraut- lega útlit þessarar nýju fundargerðarbókar megi ávallt verða til þess, að inn í bókina verði færðar vandaðar, velskrifaðar fund-

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.