Freyr - 01.09.1954, Síða 30
Raforkumálastjóri hefur gefið út rit, sem nefnist: „Leið-
beiningar um mœlingar á vatnsrennsli í smá-ám og lœkj-
um“. Ritið á brýnt erindi til þeirra bænda, sem búa í
dreifbýli og ekki er útlit fyrir að verði aðnjótandi raf-
magns frá héraðsveitum, en hafa í þess stað möguleika
á að notfæra sér til raforkuvinnslu læki eða smáár ná-
lægt híbýlum sínum.
Höfundur ritsins er Sigurjón Rist, vatnamælingamaður,
og kemst hann þannig að orði:
„Orka vatnsfalla grundvallast á tveim meginþáttum,
fallhæð og vatnsmagni. Aður en beizlun orkunnar til nýt-
ingar er hafin, verður að þekkja þessar stærðir.
Fallhæðina, sem talin er í metrum, er hægt að mæla
í eitt skipti fyrir öll, en öðru máli gegnir um vatns-
magnið, sem fer eftir rennslinu, en það er sífelldum
breytingum undirorpið. Til þess að öðlast þekkingu á
rennslinu, sem er ei síður nauðsynlegt, verður að gera
samfelldar rennsliat-
huganir um nokkurt
skeið, ár eða árabil,
og halda skýrslur um
þær. Hér skal greint
frá aðferðum, sem
eru auðveldar í fram-
kvæmdum við mæl-
ingu Iækja og annarra
srnárra vatnsfalla. —
Með rennslinu er átt
við þann lítraf jölda
vatns, sem á sekúndu
hverri rennur um
þverskurð farvegar-
ins.“
Því næst er mæl-
ingaaðferðunum lýst.
Fyrst er greint frá
rennslismælingu með
keri, sem er handhægt
við smálæki. En aðal-
efni ritsins fjallar um
yfirfallsstíflur, sem
Þverskurður timburstíflu í lausum jarðvegi. — Reynslan hefur sýnt, að megin L.Uðleikarnir
við byggingu timburstíflna er að þétta þœr í botninn. I lausum jarðvegi er handhœgast að
þétta hana í botninn með pokum eða segli, sem neglt er á neðsta borðið og lagt er svo um
1 metra inn í lónið og tyrft síðan.