Freyr - 01.09.1954, Page 34
286
FRE YR
Mjólkurverð til framleiðenda 1953.
Samkvæmt skýrslu frá Framleiðsluráði landbúnaðar-
ins var útborgað mjólkurverð til framleiðenda 1953 sem
hér segir:
h. lítri
Mjólkurstöðin í Reykjavík ................. kr. 2.74
Mjólkursamlag Borgfirðinga, Borgarnesi .... — 2-48
Mjólkursamlag Húnvetninga, Blönduósi .... — 2.25
Mjólkursamlag Skagfirðinga................... — 2.18
Mjólkursamlag KEA, Akureyri ................. — 2.30
Mjólkursamlag KÞ, Húsavík ................ — 2.13
Mjólkurbú Flóamanna, Selfossi ............ — 2.63
Lesendur FREYs
eru hérmeð beðnir að leiðrétta meinlega villu, sem
orðið hefir í síðasta hefti, en þar á að standa, ofarlega í
fremra dálki á bls. 239: Þeir hefðu gert um 20 kg kjöts
til jafnaðar, í stað „30 kg kjöts til jafnaðar“, eins og
þar hefir ranglega prentast.
Júgurbólga.
Víða um heim er júgurbólga algengur og afleitur
kvilli í kúm. Ráðstafanir til að útrýma henni eru kapp-
kostaðar víða um lönd, og nútíma lyf eru sum ágæt en
ekki einhlít til þessa.
Maður nokkur að nafni Slantez, prófessor í Durliam
í New-Hampshire í U.S.A., hefir einkaleyfi á aureomy-
cini, sem hann og fleiri telja betra en önnur virk lyf
til þess að útrýma júgurbólgu. Nýlega hefir lyf Slantez
verið sent að vestan til heilbrigðisstofnunar dönsku
veiki sé litil á þessum slóðum, sagði Guð-
mundur Gíslason að lokum.
J. J. D.
mjólkurfélaganna við Árhus í Danmörku og á stjórnandi
hennar, IJvoni dýralæknir, að prófa lyf þetta áður en
alþjóðaráðstefna dýralækna verður haldin í Osló á kom-
andi hausti.
Það hefir sýnt sig, að streptomycin og penicillin
lækna ekki júgurbólgu í öllum kúm og er það ætlun-
in að fá nú nánara yfirlit yfir livort umrætt lyf Slant-
ez tekur hinum fram. (Dansk Husdyravl).
Hve þungur er klárinn?
í Frakklandi er notuð formúla til þess að reikna
þunga hestanna, en þunginn er talinn hafa nokkra þýð-
ingu viðvíkjandi dráttarhæfni þeirra. Formúla þessi
segir: Brjóstmálið í öðru veldi, margfaldað með lengd
af bóghnútu á mjaðmarlið sinnum 82.5, gefur útkomu,
sem segir til um þungann í kg. Leggja ber þó ögn
við eða draga frá eftir því hvort hesturinn er mjög feit-
ur eða mjög holdgrannur. Þess skal getið, að bæði mál-
in eru talin í metrum. — Er hægt að reikna þunga
íslenzka hestsins eftir þessari formúlu?
Túnstœrðin.
Ekki er vitað nákvæmlega um stærð túnanna, því að
þau hafa ekki verið mæld síðan á árunum 1916—1919,
en með því að leggja nýræktirnar við síðan, er tún-
stærðin nú talin vera rúmlega 55 þús. hektarar.
Tölur yfir túnstærð í landinu eru annars sem hér
greinir:
Árið 1900 16.933 ha
1910 18.591
1920 22.923 —
1930 26.973
1940 35.973
1950 45.368
Síðastliðið ár nam nýræktin um 3.000 hekturum, svo
nú bætist ört við túnin, ef svo miðar áfram.
Ef húsmunir úr plasti
hafa fengið á sig dökka hringi af kaffi, te eða þ.u.l.,
verða þeir ekki hreinir við venjulegan uppþvott. Bezt
er þá að blanda 1 tsk. af natriumperbórati í 2 lítra af
volgu vatni og láta plastmunina liggja í þessari upp-
lausn í 2 klst. Síðan eru þeir þvegnir á venjulegan liátt
og hreinsast þá að fullu.
f-----------------------—----------------------------------------------------------------------—----------\
Útgefendur: Búnaðarfélag íslands og Stéttarsamband bænda. — Útgáfunefnd: Einar
Olafsson, Pálmi Einarsson, Steingr. Steinþórsson. — Ritstjóri: Gísli Kristjánsson. —
Ritstjórn, afgreiðsla og innh.: Lækjarg. 14 B, Reykjavík. Pósth. 1023. Sími 8-22-01.
Áskriftarverð FREYS er kr. 50.00 árgangurinn. — Prentsmiðjan Edda h.f.
k_________________________________________________________________________________________________________-J
Freyr-
BÚNAÐARBLAÐ