Símablaðið - 01.12.1973, Page 8
Hörður Bjarnason:
ELDGOS / EYJUM
Hörður Bjarnason var stöðvar-
stjóri Pósts og' Síma í Vestmannaeyj-
um, þegar náttúruhamfarirnar hófust
þar snemma á þessu ári, Hörður varð
góðfúslega við þeirri beiðni Síma-
blaðsins að skrifa grein um hið sögu-
lega tímabil, meðan á eldgosinu í Eyj-
um stóð. Fer greinin hér á eftir:
Eins og öllum er í fersku minni hófst
eldgos á Heimaey þann 23. janúar s.l. Þegar
þetta gerðist var ég ásamt konu minni
staddur í Reykjavík, en heima í Eyjum
var ein dætra okkar. Hún hringdi til okk-
ar klukkan rúmlega tvö um nóttina til að
láta okkur vita, hvernig komið væri.
Við hjónin ókum strax af stað á-
leiðis austur fyrir fjall og var hug-
myndin að aka það langt austur, að við gæt-
um séð til Eyja. Um klukkan fjögur um
nóttina heyrðum við í útvarpinu, að bátai
myndu flytja fólk frá Vestmannaeyjum til
Þorlákshafnar. Við snerum því við og ók-
um þangað og biðum þar eftir dóttur okkar.
Fyrstu bátarnir komu til Þorlákshafnar
milli klukkan sjö og átta og síðan hver á
eftir öðrum.
Ég átti þess kost að spyrja nokkra Eyja-
menn um ástandið strax um morguninn
og er mér minnisstætt, þegar Pétur Guð-
jónsson í Kirkjubæ sagði við mig: „Held-
urðu að það sé gaman að vakna upp við
þetta. Eldurinn var rétt um 200 metra frá
húsinu, þegar ég leit út“. Þetta svar fannst
mér gefa nokkuð skýra mynd af því, hvern-
ig ástandið raunverulega var. Hins vegar
er alveg einstakt, hve vel tókst til um bj örg-
un allra íbúa eyjanna til lands; þar hjálpaði
til, að eldgosið hófst að næturlagi, flestir
33
voru heima hjá sér, allir bátarnir í höfn
og veðrið eins gott og bezt gat verið.
Björgunin á yfir fimm þúsund manns á
jafn skömmum tíma og án þess að nokkur
teljandi meiðsli eða óhöpp yrðu á fólki er
sennilega algert einsdæmi í sögunni. En
gera má ráð fyrir, að fáir hafi í raun og
veru gert sér ljósa grein fyrir því, hve al-
varlegt ástand ríkti í Vestmannaeyjum
þessa örlagaríku nótt.
Strax í upphafi eldgossins reyndi mjög á
þjónustu símans og er það einróma álit
þeirra, sem til símans þurftu að leita, að
þeir hafi fengið greidda götu sína eins og
hægt var.
Miklar annir voru á loftskeytastöðinni og
á radíoverkstæðinu, en fljótlega barst okk-
ur liðstyrkur björgunarflokka, sem voru út-
búnir ýmiss konar fjarskiptatækjum.
Ástandið útheimti geysimikla vinnu af
starfsmönnum símans og var vinnutími oft
óslitinn allan sólarhringinn.
Fyrstu dagana var unnið að björgun bú-
slóða úr húsum næst gosstöðvunum.
Það var ömurleg sjón að sjá, hve mikil
breyting var orðin á bænum, fljótlega eftir
að gosið var hafið. Þarna var áður blómleg-
asta verstöð landsins og glaðvær byggð.
Nú voru götuljósin slökknuð og kolsvartur
vikur lagðist yfir bæinn. Þegar í fyrstu viku
gossins hurfu mörg hús undir vikur. Það
var eins og dauða 'hönd teygði sig yfir bæ-
inn. Svo kom að því, að hraunrennsli fór
að ógna byggðinni og innsiglingunni og hver
hörmungin dundi yfir af annarri.
Rafstrengurinn og önnur vatnsleiðslan
frá landi fóru í sundur samtímis. í fyrstu
var talið, að báðar vatnsleiðslurnar hefðu
rofnað, en við nánari athugun reyndist svo
ekki vera. Nóg rafmagn var hægt að fram-
leiða með vélum rafstöðvarinnar, svo að
Skemmdin á rafstrengnum var því ekki eins
bagaleg og ætlað var í fyrstu.
5 I MAB LAÐ IÐ