Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1973, Síða 15

Símablaðið - 01.12.1973, Síða 15
Stöðin séð frá sjó. ið yfir jökulinn, endalausa ísbreiðu, hvert sem litið var. í Brattahlíð, hinum fornu heimkjmnum Eiríks rauða, er gamall amerískur herflug- völlur, Blue West One, sem Danir sjá um nú. Staðurinn er gróðursæll á að líta, kjarri- vaxnar hlíðar og græn tún. Tvö hótel eru a staönum, enda er talsverður ferðamanna- straumur þangað á sumrin, en þá annast Flugfélag íslands flug þangað á vegum SAS. Allar byggingar þarna, tveggja hæða blokk- ir, eru leifar herstöðvarinnar. Loftskeyta- stöðin og flugumsjónin eru þó til húsa í gam- alli hrörlegri byggingu, svo og íseftirlitið, eða Iscentralen. Þeirri þjónustu var komið upp eftir hið sviplega sjóslys, er danska grænlandsfarið Hans Hedtoft fórst með allri áhöfn, eftir að hafa rekist á ísjaka við Hvarf. Eftir skamma viðdvöl í Brattahlíð, var ferðinni haldið áfram með þyrlu frá Grþn- landsfly. Næsti viðkomustaður var Juliane- háb, sem er vinalegur staður með um 3000 íbúa. Eru þar margir skólar m. a. loftskeyta- skóli. Grænlenskur barnaskari tók á móti þyrlunni. Voru þau heldur tötraleg greyin, en brosandi út að eyrum og báðu okkur að gefa sér sígarettur. Síðan var komið við í Nanortalik, næstu byggð við Prinsinn. Þar eru um 2000 íbúar. Margar opinberar stofnanir eru á staðnum, skólar, sjúkrahús, svo og aðsetur héraðs- stjórnarinnar, amtsins. Hótel staðarins heit- ir því virðulega nafni Kap Farvel. Staðir þessir hafa upphaflega byggst upp sem verslunarstaðir hinnar Konunglegu Græn- lensku verslunar. Aðalatvinnuvegur er fisk- veiðar og þá aðallega laxveiðar. Grþnlandsfly annast áætlunarflug á vest- urströndinni með þyrlum. Reyndist það hag- kvæmara heldur en að byggja flugvelli. Er af þessu niikil samgöngubót, því ís hindrar siglingar með ströndinni mánuðum saman. Þyrluferðirnar eru afar vinsælar af ferða- mönnum, enda mikið auglýstar í ferðabækl- ingum. Þyrlurnar eru einnig mikið notaðar við ýmsar verklegar framkvæmdir. Gamhr siðir og venjur Grænlendinga eru furðu lífsseigir. Þeir eru glaðsinna fólk, sem láta ekki annir nútímalífsins ná allt of S I MAB LAÐ IÐ 45

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.