Símablaðið - 01.12.1973, Side 22
Sömuleiðis vantar ennþá alveg þann þátt,
er lýtur að endurmenntun starfsfólks stofn-
unarinnar í flestum starfsgreinum. Reynd-
ar hefur lítillegar verið farið inn á þennan
vettvang í sambandi við tilkomu nýrrar
tækni“.
Um stöðu Póst- og simaskóíLans sagði
Kristján skólastjóri í samtalinu við Síma-
blaðið:
„Ég er þeirrar skoðunar, að skólinn hafi
enn ekki hlotið verðskuldaða viðurkenn-
ingu sem kennslustofnun. Laun skólastjóra
eru til dæmis mun lægri en skólastjóra ann-
arra sambærilegra skóla, svo sem Vélskól-
ans, Stýrimannaskólans og Hjúkrunarskól-
ans. Próf frá þessum skólum veita nemend-
um sínum að námi loknu full, opin réttindi.
út á við, en að þessu leyti gildir alger sér-
staða um þá, sem ljúka prófi frá Póst- og
símaskólanum.
AfmæÍLskvehja til
Einar minn! Þú varðst áttræður 23.
apríl á liðnu ári. Ég ihafði hugsað mér að
senda þér afmæliskveðju, en atvikin hög-
uðu því svo,að hún kemur ekki fyrr en
í dag. Ég veit af gamalli reynslu, að þér
er illa við óstundvísi.
í tíu sumur var ég í símavinnu í flokki
þínum. Þegar ég nú lít um öxl til síma-
vinnusumra minna, finnst mér aftur
strjúka vanga minn sólskin þeirra og gróð-
urangann. Tjaldalífið heillar mig enn í
dag, kátir félagar, heilir og óskiptir, frelsi
þess og hversdagsleiki. Vitaskuld var síma-
vinnan söm um það við aðra vinnu að
taka ekki tillit til þess, hvernig verkamað-
urinn er fyrirkallaður, en fjölbreytni henn-
ar og farfuglahættir gera hana ljúfa ung-
um mönnum. Ég man, að við kurruðum
stundum, Einar, sumrungar þínir, þegar
okkur fannst þú gefa okkur um skör
skamman tíma í gang á kvöldin, þegar
vinnustöðvar voru orðnar jafnvel tveggja
stunda gönguleið heim í tjöld. En þetta
gleymdist jafnskjótt. í raun og veru kunn-
um við vel að meta, að þú barst jafnan
52
í reglugerð um Póst- og símaskólann frá
1968, en þá var skólinn formlega stofnaður,
er gert ráð fyrir, að hann heyri eingöngu
undir samgönguráðuneytið, en ekki mennta-
málaráðuneytið. Skólinn sendir þó mennta-
málaráðuneytinu ýmis gögn og upplýsing-
ar, þannig að það getur fylgzt með starf-
semi hans. Hins vegar er það persónuleg
skoðun mín, að eðlilegast væri, að mennta-
málaráðuneytið hefði heildarstjórn og yfir-
sýn yfir alla menntun í landinu og þar með
þá menntun, sem Póst- og símaskólinn veit-
ir.
Til gamans má geta þess, að á það hefur
verið bent, að tiltölulega mjög litlu náms-
efni þyrfti að bæta við í stærðfræði og eðl-
isfræði, sem kennt er til símvirkjaprófs,
svo að það samsvari að fullu því námsefni
í þessum greinum, sem kennt er í undirbún-
ingsdeild Tækniskóla íslands“. — HEH.
Einars Jónssonar
Einar Jónsson.
hag og heill símans fyrir brjósti, enda mun
þér án efa hafa þótt sumarkvöldin meir
en nógu löng til ærsla okkur og leika.
Ég þykist vita það með vissu, að við
hefðum undantekningarlaust allir, piltar
SÍMAB LAÐIÐ