Símablaðið - 01.12.1973, Qupperneq 23
þínir, lagt á okkur helmingi lengri kvöld-
gang, heldur en eiga það á hættu að skipta
um verkstjóra. Drengskapur þinn í öllum
þínum skiptum við okkur og skilningur
þinn á ungum mönnum meira eða minna
breyskum og óstýrilátum var sá hjálmun-
völur, sem hönd þín ávallt bar í allri verk-
stjórn þinni.
Þú hefur aldrei gert státt að sjálfum
þér, Einar Jónsson, og þú hefir aldrei ósk-
að þér þess, að aðrir gerðu stáss að þér.
Þess vegna veit ég, að þú verður mér ekk-
ert þakklátur fyrir að birta á prenti þetta
afmælisbréf. En ég geri það samt. Ég geri
það mín vegna — vegna okkar allra,
sumrunga þinna.
Ef til vill felst bezt lýsing á sjálfum
þér í því; hve þér var ógeðfellt að horfa
á okkur pilta vinna, sjálfur auðum hönd-
um. Hversu marga menn, sem þú hafðir
með þér \ föruneyti, brást aldrei, ef aðeins
var eins manns verk að vinna, að þú kys-
ir þér að gera það sjálfur og láta okkur
vera áhorfendur. Flestallir verkstjórar
forðast þetta sem heitan eld. Það hefur
reynzt jafnan öruggast flestum verkstjór-
um virðuleikans vegna að forðast að taka
t.il hendi.
Ekkert er og vafasamara yfirmanni en
að umgangast undirmenn sína sem jafn-
ingja, til þess að geta það, verður hann að
hafa manni að má og yfirburði.
Enn er þó einn sá hlutur í fari þínu,
Einar Jónsson, sem ég hef jafnan dáðst að
og kunnað að meta æ því betur, sem ald-
ur hefur yfir mig færzt. Það er sá háttur
þinn, að sjá þér takmark í hverjum degi.
Þú hefur aldrei um ævina vaknað til þess
að morgni að skipta deginum í vinnutíma
og hvíldartíma, eins og okkur flestum
hættir til. Þú hefur ávallt vaknað til þess
að nota daginn allan og nýta til staría.
Þú hefur þetta öfundsverða óþol í blóð-
inu, sem er einkenni allra afkastamanna,
kannt ekki og vilt ekki unna þér hvíldar,
á meðan eitthvað er ógert, þess sem gera
á. Það hefur jafnan verið leiðarhnoða þín
í lífinu að heilsa morgundeginum án þess
að standa í verkskuld við gærdaginn. Og
þegar slíkur hugsunarháttur vakir yfir
hverjum degi ævinnar, verða afköstin mik-
il um það er lýkur.
Einar minn! Um leið og ég að lokum
þakka þér allt gott og gamalt, bið ég' þig
að skila kveðjum mínum til þinnar góðu
konu og vinkonu okkar allra gamalla
símamanna. Hver sem á heimili þitt kem-
ur, fer þaðan ekki án þess að hafa gert
sér grein fyrir því, að þú hefur átt góð-
an förunaut í lífinu.
Einar Jónsson er fæddur í Núpakoti und-
ir Austur-Eyjafjöllum hinn 28. apríl 1892
Voru foreldrar hans Jón síðar bóndi að
Steinum Einarsson og kona hans Jóhanna
Magnúsdóttir bónda á Arngeirsstöðum í
Fljótshlíð, Þorvaldssonar. Sigríður móður-
systir hans átti Árna Pálsson, barnakenn-
ara í Njarðvíkum. Börn þeirra voru Ár-
sæll bókbindari og merkur bókaútgefandi
og hans þjóðkunnu systkini.
Einar ólst upp hjá föðursystur sinni,
Sigurveigu Einarsdóttur, og manni henn-
ar, Guðmundi Jónssyni, bróður Sveins í
Völundi. Þau hjón bjuggu á Þóroddsstöð-
um í Grímsnesi, en fluttust hingað tii
Reykjavíkur árið 1907. Stundaði Guð-
mundur fyrst „keyrslu“, sem svo var köll-
uð, en byggði sér síðan hús í grennd við
Öskjuhlíð og hóf þar búskap. Stendur
húsið enn og heldur nafni sínu, Þórodds-
staðir Auk fermingarundirbúnings naut
Einar aðeins nokkurrar tilsagnar í skrift
og reikningi, að sinnar tíðar hætti. Eftir
að hann fluttist til Reykjavíkur, gerðist
hann ,,keyrslumaður“ hjá fóstra sínum,
unz hann réðst til sjós. Reri hann í Þor-
lákshöfn og Vestmannaeyjum veturinn
1915—’17, en var á skútum á sumrum.
Haustið 1917 réðst Einar í þjónustu Lands-
símans, var hann fyrst hér í bænum í
vinnuflokki Samúels Kristbjörnssonar, en
1919 réðst hann til Kristjáns Björnæs og
varð ,,beztmaður“ hjá honum sumarið
1921. Árið 1925 var Einari sjálfum falin á
hendur verkstjórn símamannaflokks og
hafði hana á hendi til ársins 1956, er hann
varð að láta af störfum um skeið sökum
veikinda. Er Einar hafði endurheimt heilsu
sína, hóf hann aftur störf hjá símanum,
Framh. á bls. 61
53
S I MAB LAÐ IÐ