Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1973, Page 26

Símablaðið - 01.12.1973, Page 26
sendar til sjálfvirku telexstöðvarinnar með fjarritanum sjálfum þ. e. a. s. á sama hátt og töiur eru sendar í skeytum milli notenda. Sum lönd eru með valskífu eins og lýst er í greininni en þróunin er sú að flest þeirra eru að reyna að leggja hana niður. Kostir þess að velja á þann hátt, sem við gerum eru: 1. Fljótara val. Sending hvers tölustafs er ca. 7 sinnum fljótari en með tal- símaskífu. 2. Tölustafirnir í valinu prentast á blað- ið í fjarritanum og er því hægt að fylgjast með því að rétt hafi verið valið. 2. TÆKNILEGIR ANNMARKAR. Telexnotendur á íslandi utan Reykjavík- ur eru nú 3 í Keflavík, 1 í Hafnarfirði, 1 á Húsavík og 3 á Akureyri og þar bíður sá fjórði eftir uppsetningu. 3. HVAÐ KOSTAR TELEX? Misritun er á ársfjórðungsgjaldi fyrir bæjarlínur kr. 2.200,- en á að vera kr. 2.000,- Einnig eru misritanir á telexgjöldum til erlendra stöðva. Samband við Austurríki greiðist með kr. 43.- pr. mínútu en ekki kr. 46.-, og til Bandaríkjanna kr. 252,- pr. mín- útu en ekki kr. 267.- og til Danmerkur kr. 37.- pr. mínútu en ekki kr. 39,- Til Evrópulanda er hægt að senda ca. 1 mínútu fyrir sama verð og 2—3 orð í sím- skeyti en á einni mínútu er hægt að senda 67 orð. Flestir telexnotendur leigja innbyggðan au'kabúnað fyrir gatastrimil úr pappír, þ. e. a. s. innbyggðan endurgata, sem gatar strim- ilinn, og innbyggðan vélsendi. Stofngjaldið fyrir strimiltækin er kr. 10.500.- og ársfjórð- ungsleigan er kr. 4.200.-. Þessi viðbótartæki gera telexnotandanum kleift að prenta skeytið bæði á blað fjarritans og sem göt, á pappírsstrimilinn, áður en sambandið er valið og síðan senda skeytið með vélsendin- um, sem pappírsstrimlinum hefur verið stungið í. Méð þessum hætti er hægt að vanda skeytin betur og einnig sparast send- ingartími, því vélsendirinn sendir skeyti 58 með mesta mögulega hraða, sem er 400 stafir á mínútu eða 67 orð á minútu. Þess skal getið að á stofngjöld og ársfjórð- ungsgjöld bætist 13% söluskattur, og á sambandsleigur 3% söluskattur, sem er 13 % af hluta Íslands í leigunni. Að lokum sný ég mér að þeirri spurningu, sem beint er að forráðamönnum Pósts og síma. Ég get ekki gefið neina yfirlýsingu í þessu máli fyrir póst- og símamálastjórnina, Telexnotenduf1 1962-1973 Fjöldí og verður því þetta svar mitt einungis sú persónulega skoðun, sem ég hef á þessu máli. Ritsímalínur frá Reykjavík til hinna ýmsu þéttbýliskjarna á íslandi eru mjög dýrar. Þar þarf að setja dýran endabúnað á tallínu til þess að gera henni kleift að yf- irfæra ritsímamerkin. Ef kleift á að vera fyrir Póst og síma að framkvæma þá fjár- Framh. á bls. 62 5ÍMAB LAÐIÐ

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.