Símablaðið - 01.12.1973, Page 39
SÍMASKRÁIN
TilkynnLb strax allar breyiingar eða
leiðréttingar sem þér viljih koma inn
l símaskrána hveriu sinni.
MíNNI HÆTTA Hingað til hefur símnotendum verið gefinn ákveðinn frest-
ur til að senda inn tilkynningar um breytingar og leiðrétt-
ingar i símaskrá næsta árs. Þessu hefur fylgt nokkur liætta
á villum, enda ekki unnt að vinna úr tilkynningunum fyrr
en skömmu áður en ný símaskrá fer í prentun.
Það kemur sér betur fyrir alla aðila, að þér sendið tilkynn-
ingu um breytingu eða leiðréttingu strax. Með þeim hætti
getur handritið að nýrri símaskrá orðið til jafnóðum, eða
frá dcgi til dags. Auk þcss fá „Upplýsingar“ 03 þá vitncskju
um allar breytingar og leiðréttingar jafnóðum og þær verða,
í ljós hefur komið, að margir símnotendur veita ekki at-
hygli auglýsingum um síðustu forvöð til að koma á fram-
færi breytingum eða leiðréttingum í næstu símaskrá. Berist
tilkynning ol' seint, komast viðkomandi breytingar eða leið-
réttingar ekki inn í símaskrána fyrr en að ári liðnu. Slíkt er
að sjálfsögðu til mikilla óþæginda fyrir alla aðila.
í stað j)ess að tilkynna um breytingar cða leiðréttingar á
síðustu stundu, áður en ný símaskrá fer í prentun, ber sím-
notendum framvegis að tilkynna STRAX allar breytingar
eða leiðréttingar, sem þeir vilja koma inn í næstu símaskrá.
SÍÐIÐ ÞVÍ EKKI NÆSTA DAGS ...
Tilkynnið strax Símaskránni í Landssímahúsinu við Austurvöll, Reykja-
vík, skriflega um allar breytingar cða leiðréttingar, sem þér viljið koma
inn í næstu símaskrá, nema breytt heimilisfang, en breytingu á heimilis-
fangi annast skrifstofan sjálf. Verði breytingar á högum yðar, munið þá
eftir SlMASKRÁNNI.
SIMASKRÁIN
Á VSLLUM
BETRI
UPPLÝSINGA-
ÞJÓNUSTA
AUKIÐ
ÖRYGGI
S I MAB LAÐ IÐ
69