Símablaðið - 01.01.1980, Page 2
Jón Þóroddur Jónsson.
Fyrsta íslenska
jarðstöðin
Draumurinn um íslenska jarðstöð er að
rætast. Framundan eru því straumhvörf í ís-
lenskum fjarskiptamálum, því í apríl n.k.
mun starfsemi jarðstöðvarinnar hefjast.
Aðaleinkenni jarðstöðva er loftnetið, sem
líkist mest stórum disk, en hefur form eins og
parabóla.
A forsíðumyndinni sjáum við hvar loftnet
fyrstu íslensku jarðstöðvarinnar teigir sig
upp úr snjóbreiðunni við Úlfarsfell í Mos-
fellssveit.
Mikil vinna liggur að baki uppbyggingu
þessarar stöðvar og undirbúnings og hefur sú
vinna að mestu leiti hvílt á herðum örfárra
starfsmanna Pósts og síma.
Undirbúningsvinnan var unnin af Jarð-
stöðvarnefndinni, sem sæti áttu í: Ólafur
Tómasson, yfirverkfr., sem var formaður
nefndarinnar, Gústav Arnar, yfirverkfr. og
Jón Kr. Valdimarsson, deildartæknifr.
Starfsmaður nefndarinnar var Jón Þóroddur
Jonsson, verkfr. Þessi nefnd starfaði um
tveggja ára bil.
I þeirri Jarðstöðvarnefnd, sem nú starfar,
eru: Gústav Arnar, sem er formaður nefnd-
arinnar, Jón Kr. Valdimarsson og Jón Þór-
oddur Jónsson. Yfirmaður Jarðstöðvarinnar
er Jón Þóroddur Jónsson og aðrir starfs-
menn eru: Guðni Ágústsson, símv.m., sem er
verkstjóri stöðvarinnar, Páll Skýlindal,
símv.m. og Markús Jósefsson, símv.
Þessir starfsmenn, ásamt Jóni Þóroddi
Jónssyni, fóru til Bandaríkjanna s.l. ár og
kynntu sér tækjabúnað jarðstöðva.
Símablaðið fékk þær upplýsingar hjá
Jóni, að uppsetningu tækjanna væri lokið.
Uppsetningin var innifalin í kaupverði tækj-
ana og var hún því framkvæmd af tækni-
mönnum frá Bandaríkjunum, þaðan sem
tækin voru keypt. Prófun stendur nú yfir og
er ráðgert að starfsemi stöðvarinnar hefjist í
apríl n.k., eins og áður segir.
Frá ritstjórn:
Ritstjórn Símablaðsins telur sérstaka
ástæðu til að þakka Þorvarði Jónssyni, yfir-
verkfræðingi, fyrir fróðlega og læsilega grein
hans hér i blaðinu.
í greininni birtast svör við fjölmörgum
spurningum, sem brunnið hafa á vörum
símamanna.
Ritstjórnin hefur góð orð frá Þorvarði um
að vera okkur hjálplegur um fræðandi efni í
framtiðinni. H.H.