Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.01.1980, Side 6

Símablaðið - 01.01.1980, Side 6
viðbótar því sem áður var, niðurlagningu á stöðum og menntunarkröfur og önnur skil- yrði til starfa (3. gr. 1. mgr.). F.Í.S. lagði mikla áherslu á bæði þessi atriði, en eins og kunnugt er hefur talsvert verið um það að undanförnu að stöður hafa verið lagðar niður vegna aukinna sjálfvirkni og styttingar á þjónustutíma símstöðva. Nú verður skylt að fjalla um slík efni í starfs- mannaráði áður en ákvarðanir um það eru teknar. Þá taldi félagið mjög mikilvægt að fá tækifæri til að hafa áhrif á kröfur þær sem gerðar eru til umsækjenda um stöður, en þetta ákvæði tryggir það m.a. að allar breyt- ingar í þessum efnum ber að ræða í ráðinu. III. Kveðið er á um það að póst- og síma- málastjóri skuli boða starfsmannaráð á alla fundi sem hann heldur með framkvæmda- stjórum aðaldeilda og umdæmisstjórum, eða svo kölluðum ársfjórðungsfundum, sbr. lög um stjórn og starfrækslu póst- og símamála en skv. þeim ber honum aðeins að boða ráðið á einn slíkan fund á ári (3. gr. 2. mgr.). Starfsemi og hlutverk starfsmannaráðs hefur verið nokkuð til umræðu að undan- förnu ekki hvað síst vegna könnunar Há- skóla íslands á viðhorfum til slíkra ráða í nokkrum stofnunum, en fjöldi starfsmanna hefir fengið spurningalista þar að lútandi, en áður höfðu ráðsfulltrúar svarað spurningum háskólans. F.Í.S. hefur ávallt lagt mikla áherslu á þýðingu Starfsmannaráðs, en tæp 27 ár, eru nú síðan Starfsmannaráð Landssímans tók til starfa, en það var þá algjör nýjung hér á landi. Hér fer á eftir í heild hin nýja reglugerð um Starfsmannaráð Póst- og símamálastofn- unarinnar og hvet ég alla félagsmenn til að kynna sér efni hennar vel. Á.G. Fulltrúar í Starfsmannaráði Pósts og síma. F.v.: Kristján Helgason, Umdæm- isstjóri, Sigurður Þorkelsson, framkvæmdastjóri Tæknideildar, Þorgeir K. Þorgeirsson, framkv.stjóri Umsýsludeildar, Bragi Kristjánsson, framkv.stjóri Viðskiptadeildar, Bjarni Ólafsson, fulltrúi F.Í.S., Páll V. Daníelsson, fram- kv.stjóri Fjármáladeildar, Björn Björnsson, formaður P.F.I., Gylfi Gunnars- son, fulitrúi póstmanna og Ágúst Geirsson, formaður F.Í.S. (Mynd: Jón Svavarsson). 4 SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.