Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1980, Blaðsíða 7

Símablaðið - 01.01.1980, Blaðsíða 7
Reglugerð um Starfsmannaráð Póst- og símamálastofnunarinnar 1. gr. Hjá Póst- og símamálastofnun skal vera starfsmannaráð skipað á eftirfarandi hátt: a) Framkvæmdastjórar aðaldeilda Póst- og símamálastofnunarinnar (fjármáladeild, tæknideild, umsýsludeild og viðskipta- deild) og umdæmisstjóri í Umdæmi I. b) Formaður Félags íslenskra símamanna, formaður Póstmannafélags íslands og einn fulltrúi tilnefndur af Félagi íslenskra símamanna. Auk þess á varamaður for- manns Póstmannafélags íslands, sem fé- lagið tilnefnir, sæti á fundum ráðsins með málfrelsi og tillögurétti. c) Fulltrúi Félags háskólamenntaðra póst- og símamanna, þegar fjallað er um stöð- ur, þar sem krafist er háskólamenntunar, svo og á fundum í starfsmannaráði, sem póst- og símamálastjóri boðar til skv. 2. mgr. 3. gr. 2. gr. Starfsmannaráð kýs sér formann og vara- formann til eins árs í senn úr hópi fulltrúa stjórnenda Póst- og símamálastofnunar og ritara og vararitara úr hópi fulltrúa félag- anna. Starfsmannaráð skal halda fund minnst einu sinni í mánuði. Starfsmannaráð getur ákveðið fasta fund- ardaga og haldið aukafundi eftir því sem þörf krefur, svo og ef a.m.k. þrír atkvæðis- bærir ráðsmenn krefjast. Formaður boðar fundi með dagskrá og stjórnar þeim. Fundir eru ályktunarbærir, ef 5 atkvæðisbærir ráðs- menn eru mættir, enda hafi allir verið boðaðir. Að jafnaði skal ekki afgreiða mál, er heyra undir einhvern fulltrúa stofnunar- innar í ráðinu, að honum fjarstöddum, né heldur mál er varða starfsfólk að fjarstödd- um fulltrúum viðkomandi félags, sbr. b. lið 1. gr. Halda skal gjörðabók, þar sem fundarefni og afgreiðsla mála er skráð. Ef ráðið er ekki sammála hafa einstakir ráðsmenn rétt á að fá bókuð sutt efnisleg sérálit. Afgreiðsla mála og sérálit skulu jafnan fylgja til þess aðila, sem fær málið til endan- legrar afgreiðslu. Allir fundarmenn skulu undirrita fundargerð. 3. gr. Starfsmannaráð fjallar um þau mál, er varða launakjör og starfsaðstöðu starfsfólks, skipun og setningu í stöður, niðurlagningu á stöðum, frávikningu, menntunarkröfur og önnur skilyrði til starfa, svo og önnur mál er varða hagsmuni einstakra starfsmanna, starfshópa og stofnunarinnar, hvort sem þau berast frá póst- og símamálastjóra eða einstakir ráðsmenn bera þau fram. Skal að jafnaði kynna málin með dagskrá. Póst- og símamálastjóri skal boða starfs- mannaráð á fundi þá, sem hann heldur með framkvæmdastjórum aðaldeilda og umdæm- isstjórum sbr. 8. gr. laga um stjórn og starf- rækslu póst- og símamála nr. 36/1977. Skal þar leggja fram, skýra og ræðarekstr- ar- og framkvæmdaáætlanir stofnunarinnar, svo og ársreikninga og fjárhagsstöðu, og annað er varðar meginstefnumál og verkefni stofnunarinnar. Leitast skal við að auka áhuga starfsfólks- ins á því að gefa ráðinu ábendingar um það, sem betur mætti fara og gera tillögur til úr- bóta og senda þær starfsmannaráði. Póst- og símamálastjóri veiti starfsmönnum viður- kenningu fyrir slíkar tillögur, eftir ábendingu starfsmannaráðs. SÍMABLAÐIÐ 5

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.