Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.01.1980, Side 11

Símablaðið - 01.01.1980, Side 11
athygli sína vakandi í Contor 85. Þar hafa menn haft athygli vakandi á skrifstofu með nýjustu rafeindatækni sem getur tengt sín tæki við síma og tölvunet símans. Um leið verðum við að nema staðar og athuga hvaða áhrif tölvuvæðingin hefur á vinnu og starfsskylirði starfsfólksins. Við megum ekki láta heillast af tæknilegum möguleikum tölvunnar til að geyma og með- höndla upplýsingar. Við verðum að vega og meta afleiðingarnar fyrir t.d. framtíð skrif- stofuvinnunnar sem er afleiðing tölvuvæð- ingar. Nýlega hefur vaknað áhugi á sálræn- um og þjóðfélagslegum vinnuskilyrðum sem á rót sína að rekja til aukinnar tölvuvæðing- ar á skrifstofum og áhrifum hennar á skipu- lagningu vinnunnar. Þessi hraða þróun minnkar ekki áhugann og þörfina á að varpa ljósi á og leysa starfsskilyrðin heldur eykur hann miklu fremur. Orkuvandinn skiptir sköpum um tölvuvæðingu Ameríski tölvusérfræðingurinn James Martin heldur því fram að heimsmarkaðs- verð á olíu ráði hraða tölvuvæðingarinnar. Hann álítur að mikill hluti olíunotkunar fari til ferðalaga fólks frá einum stað til annars eingöngu til upplýsingaöflunar. Mikinn hluta þessara upplýsinga (enn meiri síðar) er hægt að gera aðgengilegan með tölvuneti. Þannig er hægt að fækka fræðslu eða upp- lýsingaferðum. Notkun teletex og telefaximil er enn ein aðferð við að dreifa upplýsingum. Þar sér maður önnur áhrif tölvuvæðingarinnar — samkeppnisaðila við póstinn. Bréf sem ritað er á skrivautomat er sent gegnum telenatet beint til annars skrivautomat án milligöngu póstsins. Ekki er um það að ræða að stöðva þróun- ina. Eigi að vera hægt að taka upp tækni- þróun verður hún samhliða að innihalda betri starfsskilyrði. Að öðrum kosti er um að ræða tæknilegar breytingar. Efalaust hefur tölvuvæðingin leyst manninn af hólmi hvað viðvíkur óhreinlegum, hættulegum og ein- hæfum störfum og verður það að teljast jákvætt. Starfsfólkið verður að geta haft áhrif á tölvukerfið með því að vera með í ráðum við skipulagningu og kaup á útbúnaði nýrra tækja og tölva. Hin beinu samskipti manna minnka við að notuð er talva. Getum við í framtíðinni lifað í híbýlum okkar, pantað vörur gegnum tölvu og borgað gegn- um bankareikninginn með tölvu? Við blöð- um gengum dagblaðið á sjónvarpsskermi og við getum náð í frænku á Siglufirði á skerm- inn viljum við tala við hana. Hvenær sem er. Aukin þekking og möguleiki á stjórnun er það sem ræður — vinur eða fjandmaður. Þýtt úr St. televerket INFO nr. 6 '19 Þ.Ó. SÍMABLAÐIÐ 9

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.