Símablaðið - 01.01.1980, Side 12
<*
Irsk þrautsegja
Myndin er tekin í O’ConnelI-stræti, sem er aðalgatan í
Dublin á írlandi. Fremst á myndinni er aðalbygging
Pósts- og síma á írlandi. Það var í þessari byggingu
sem lýst var yfir stofnun írska lýðveldisins árið 1916,
en þar voru þá höfuðstöðvar írsku frelsishreyfingar-
innar.
Á síðastliðnu vori barst F.Í.S. ábending
frá PTTI (Alþjóðasambandi póst- og síma-
manna) um að eitt af aðildarfélögum sam-
bandsins ætti í erfiðri vinnudeilu. Var það
írska félagið Post Office Workers’ Union
sem telur um 7000 meðlimi, sem starfa bæði
við póst og síma. Væru allir félagsmenn þess
búnir að standa í verkfalli í rúma 2 mánuði
til þess að fylgja eftir réttmætum launakröf-
um, en þeir hefðu dregist aftur úr öðrum
starfshópum á undanförnum árum. Þetta
langa verkfall hafði nú haft þau áhrif á sjóði
félagsins að þeir gætu ekki lengur veitt fé-
lagsmönnum neina aðstoð.
Hvatti PTTI þau aðildarfélög sem bol-
magn hefðu til að senda POWU fjárhags-
stuðning.
Stjórn F.Í.S. samþykkti einróma að senda
félaginu smá fjárupphæð, sem vott um
stuðning okkar og virðingu fyrir baráttu
þeirra.
Eftir að verkfalli þeirra lauk barst stjórn
F.Í.S. svohljóðandi bréf í lauslegri þýðingu:
Kæru félagar.
Fyrir hönd POWU vil ég færa ykkur ein-
lœgar þakkir fyrir rausnarlegan stuðning við
tilraun okkar til að bœta kjör félagsmanna
okkar.
Það var okkur mikil hvatning að verða var
við umhyggju ykkar á þennan hátt og sér-
staklega að vita að barátta okkar nyti stuðn-
ingsykkar.
Verkfaliið stóð frá 18. 2. 1979 til 26. 7.
1979 og árangur þess var launahækkun frá
12—21% til allra okkar félagsmanna. Að
auki var tryggt jafnrétti í launum milli kven-
símavarða og karl-símavarða, sem vinna á
nóttum, án þess að konurnar yrðu skyldaðar
til nœturvakta. Með þessum árangri lýkur 10
ára baráttu við Póst- og símastofnunina, sem
felur í sér 32% hækkun til kven-talsíma-
varða. Til viðbótar hefur síðan verið samið
um 2 sterlingspund auka á viku.
Félagið stóð frammi fyrir eindreginni
ákvörðun stjórnvalda að semja ekki um
neinar launahœkkanir fyrr en vinna væri
hafin á ný, en hin algjöra samstaða félags-
manna í 18 langar vikur neyddi ríkisstjórnina
til að gefast upp og gera viðunandi sam-
komulag áður en félagsmenn hyrfu aftur til
starfa.
Verkfallið var það lengsta í sögu landsins
síðan 1913 þegar verkamenn í Dublin fyrst
risu upp og héldufram rétt sínum til að vera í
stéttarfélagi.
10 SÍMABLAÐIÐ