Símablaðið

Ukioqatigiit
Saqqummersitaq pingaarneq:

Símablaðið - 01.01.1980, Qupperneq 14

Símablaðið - 01.01.1980, Qupperneq 14
Minningargreinar Sæmundur Símonarson. Sæmundur Símonarson símritari, andaðist á Landspítalanum 11. janúar s.l. Hann átti að baki sér nær hálfrar aldar starf innan Símastofnunarinnar. Þar verður hans lengi minnst sem góðs starfsmanns. Hann var þar eftirminnileg fyrirmynd um skyldurækni og fágaða framkomu við starfsfélaga og við- skiptavini. í félagslífi símamanna verður hans ekki minnst sem neins miðlungsmanns. Þar var hann virkur og farsæll trúnaðarmaður um áratugaskeið, og var kjörinn til nær allra helstu trúnaðarstarfa samtakanna. Ekki var það af því að hann sæktist eftir þessu, heldur öðlaðist hann tiltrú þrátt fyrir hlédrægni hans. Honum var treyst til þess að fylgja málum eftir. Með honum vildu allir starfa, sem kynntust skapferli hans og heiðarleik. í slíkum félagssamtökum sem F.Í.S. eru oftast einhverjir, sem telja vænlegast til árangurs, 12 SÍMABLAÐIÐ að vera með hnefana á lofti. Það var honum víðsfjarri. Með hæglátum og hógværum rök- um beindi hann oft sókninni inn á árangurs- ríkar leiðir. Með því vann hann sér líka þá tiltrú yfirrnanna stofnunarinnar, sem við samferða- og samstarfsmenn hans gleymdum ekki. Sæmundur var heiðursmaður, sem ekki mátti vamm sitt vita. Hann var Ijúfur í við- móti, og traustvekjandi, einn þeirra sam- ferðamanna á lífsleiðinni, sem maður saknar við ferðalok. Á sextíu ára afmæli F.Í.S. árið 1965 var Sæmundur kjörinn heiðursfélagi F.Í.S. Við félagar í Eftirlaunadeild F.Í.S. sendum Svanhildi ekkju hans og sonum, innilegar samúðarkveðjur, og biðjum Guð að blessa minningu hans. A.G.Þ. Sæmundur Símonarson var fæddur á Sel- fossi 22. mars 1903. Eftir að hafa lokið námi við Samvinnuskólann stundaði hann símrit- unarnám við Ritsímann í Reykjavík 1928. Hann starfaði síðan á Akureyri og Seyðis- firði, en við Ritsímann í Reykjavík hóf hann störf 1941, og vann þar sem símritari síðan, þar til hann lét af því starfi fyrir aldurssakir 1973. Hann var jafnna fulltrúi F.Í.S. á flest- um þignum B.S.R.B., og fulltrúi þess í Starfsmannaráði Landssímans um margra ára skeið. Formaður F.Í.S. var hann um 3ja ára skeið, og átti sæti í stjórn félagsins í fjölda mörg ár. Auk þessa var hann kallaður til fjölda vandasamra trúnaðarstarfa fyrir síma- mannastéttina. Hann átti sæti í stjórn Eftir- launadeildar F.Í.S. frá stofnun hennar, og var fyrsti formaður hennar. Sæmundur var heiðursfélagi F.Í.S.

x

Símablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.