Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.01.1980, Side 18

Símablaðið - 01.01.1980, Side 18
sími er byggður úr 4 1. gráðu fjölsímum. 3. gráðu PCM-TDM fjölsími er byggður úr 4 2. gráðu fjölsímum og þannig koll af kolli upp í 5. gráðu PCM - TDM fjölsíma. í dag eru PCM sambönd af 1. gráðu ódýr- ari en bæði jarðsímar og FDM (Frequency Division Multiplex) fjölsímar frá 10 til 60 km vega lengd, en ef digital sambönd og sím- stöðvar eru teknar saman verður digital netið ódýrara óháð vegalengdum og þar að auki hefur digitala netið marga kosti fram yfir alla eldri tækni með PMS stöðvum. Erlendar spár benda til þess að í þróaðri Evrópulönd- um muni ca. helmingur allra símakerfa vera orðinn digital um næstu aldamót. Það er gert ráð fyrir því að þessu verði náð með því að allar stækkanir verði digital og allar útskipt- ingar á stöðvum vegna aldurs og slits verði digital. Ennþá eru skiptar skoðanir á því hve langt digital netið eigi að ná. Sumar áætlanir gera ráð fyrir því að A/D — breytingin (Analog/ Digital) verði framkvæmd í konsentratorun- um, en aðrar áætlanir gera ráð fyrir að A/D — breytingin verði framkvæmd í talfærinu hjá notandanum. Það sem sagt hefur verið hér um þróunarhorfur sjálfvirkra símstöðva gildir nær óbreytt um sjálfvirkar telexstöðv- ar og datastöðvar. Til dæmis um það hve langt þessi þróun hefur þegar náð er að fyrstu digital simstöðv- arnar á Norðurlöndum voru pantaðar fyrir skömmu og er reiknað með því að þær verði teknar í notkun árið 1981 og að í Evrópu er þegar byrjað að nota 4. gráðu PCM kerfi með um 2000 talrásum og í Ameríku eru þegar í gangi svipuð PCM kerfi með um 4000 talrásum. 1.2. Innanbæjarnetin Með innanbæjarneti er átt við jarðsíma- samböndin frá notendasímstöðvunum til notendanna. Þróun í þessum netum undan- farin ár hefur verið að geraeirþræðinamjórri og netin þar af leiðandi ódýrari. Fyrir nokkrum árum voru nærri öll innanbæjarnet byggð upp af jarðstrengjum, sem höfðu eir- þræði með 0.6 mm þvermál, en nú er farið að nota eirþræði með 0.5 og 0.4 mm þvermáli. Þetta leiðir af sér að á svæði þéttr- ar byggðar eins og á Reykjavíkursvæðinu 16 SÍMABLAÐIÐ þarf að hafa tiltölulega margar sjálfvirkar símstöðvar, þar sem hver símstöð þjónar takmörkuðu og ekki of stóru svæði. Á þann hátt verður innanbæjarkerfið einnig ódýrt vegna þess að meðalfjarlægð frá notenda til símstöðvar verður minni. Digital kerfi, sem samanstendur af DGS og mörgum konsen- tratorum mun viðhalda þessari þróun. 1.3 Langlínusambönd Stutt langlínusambönd eru púpiniseraðir jarðstrengir, fjölsímar á loftlínum, fjölsímar á jarðstrengjum og PCM-TDM á jarð- strengjum, en þetta síðastnefnda er notað bæði sem langlínusamband og innanbæjar- samband. í sambandi við löng langlínusambönd hefur verið gert stórt átak á síðustu árum og mun stækkun þess kerfis halda áfram mörg næstu ár. Með þessu er átt við örbylgju- kerfið, sem fullútbyggt rúmar 960 talrásir. Slíkt kerfi liggur nú frá Reykjavík til Akureyrar og þaðan áfram í gegnum Húsa- vík og Raufarhöfn til Egilsstaða. Einnig leggur þetta kerfi frá Reykjavík til Hvols- vallar og Vestmannaeyja. Áætlun er um kerfi frá Reykjavík um Stykkishólm, Ólafs- vík til Vestfjarða og annað kerfi milli Egils- staða um Höfn til Hvolsvallar sem myndi loka hringnum kringum landið. Dreifilínur fyrir útvarp og sjónvarp hafa verið teknar með í örbylgjukerfinu, enda notar ein sjón- varpsrás samskonar tíðniband og 960 talrás- ir. Þetta örbylgjukerfi byggist á FDM (Frekvens Division Multiplex) samböndum, sem nýtist aðeins við sendingu analog upp- lýsinga. Þegar digital net vex upp hérlendis má búast við næstu kerfisbreytingu langlínu- sambandanna. 1.4 Dreifikerfi útvarps og sjónvarps Eins og áður er nefnt er nú verið að endur- nýja dreifikerfi útvarps og sjónvarps með ör- bylgjukerfinu. Næsta þróun í þeim málum verður væntanlega tilkoma norræna gervi- hnattakerfisins, Nordsat, ef það verður sam- þykkt af Norðurlöndunum að byggja það kerfi og af íslandi að taka þátt í því. Gangi allt samkvæmt áætlun og ekki standi á nein- um samþykktum myndi kerfið verða tekið í

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.