Símablaðið

Ukioqatigiit
Saqqummersitaq pingaarneq:

Símablaðið - 01.01.1980, Qupperneq 26

Símablaðið - 01.01.1980, Qupperneq 26
Við símastörf í Danmörku Oktavía Guðmundsdóttir. í haust sem leið, hafði Símablaðið fregnir af því, að einn sumarafleysari Ritsímans í Reykjavík, Oktavía Guðmundsdóttir, hefði unnið í tæpt ár við Rigstelefonen í Árósum. Þótti trúlegt að mörgum þætti fróðlegt að heyra hvernig starfið þar gengi fyrir sig, tók- um við því Oktavíu tali. — Hvernig stóð á því, að þú fórst að starfa í Danmörku, Oktavía? — Við hjónin, ásamt tveim sonum okkar, erum búsett í Árósum, meðan maðurinn minn stundar þar nám. Ég þurfti að fá mér vinnu og þar sem ég hafði starfað í fjögur ár við Ritsímann í Reykjavík, datt mér í hug hvort möguleikar væru á starfi við Ritsím- ann í Árósum. Svo var ekki, en mér var boðið að taka þátt í fimm vikna námskeiði við Talsímann þar. í fyrstu fannst mér það algjör firra, að ætla mér að vinna við talsíma vegna málsins, en það gekk ótrúlega vel að komast inn í þetta og að námskeiðinu loknu hóf ég starf við Rigstelefonen : Árósum. — Hvaða menntunar er krafist af um- sækjendum? — Það er krafist góðrar almennrar mennt- unar auk þýsku- og ensku kunnáttu. — í hverju er starfið fólgið? — Rigstelefonen er ekki langlínustöð eins og hér, heldur eru teknar niður beiðnir um samtöl, ef t.d. númer hafa verið lengi á tali og fólk er orðið óþolinmótt. Er þá beiðninni komið áleiðis til Rigstelefonen í Kaupmanna- höfn, sem afgreiðir samtalið. Aðalstarfið er 24 SÍMABLAÐIÐ við Bílaradíóið (Biltelefon) og Upplýsingar, en þær eru gefnar allan sólarhringinn. Einnig eru afgreidd svo nefnd fundarsamtöl, þar sem 5—6 aðilar geta talað saman í einu. Hvernig er vinnunni háttað? — Hver stúlka hefir sitt borð, þar sem tveir viðskiptavinir geta komið upp í einu. Ekki mega líða nema þrjár sekúndur áður en svarað er, og verður því oft að biðja annan aðilann að bíða, meðan lokið er við að afgreiða hinn. Stöðugt eftirlit er með því hvernig hver og einn sinnir sínu starfi. Það er mjög mikið að gera og mikið álag, en vakt- inni er skipt milli starfsgreina, t.d. er unnið í tvær klst. í Upplýsingum og svo þrjár klst. við Bílaradíóið. Er mikil hvíld í því. — Hvernig er vinnuaðstaðan? Það eru auðvitað tölvuskermar í Upplýsingum? — Nei, síður en svo. Það er mjög gamal- dags aðstaða þarna, því það eru notaðar venjulegar símaskrár og getur stundum verið seinlegt að fletta upp í þeim, þar sem gefnar eru upplýsingar fyrir allt Sjáland, Suður-Jót- land og Fjón. — Eftir þessu að dæma er þá ófullkomn- ari aðstaða á Rigstelefonen í Árósum, en í 03 hjá okkur, en þangað eru væntanlegir tölvu- skermar á næstunni. — Já, það er alveg rétt. En í sama húsi og Rigstelefonen er, hefir Jydsk Telefon aðsetur og hann er með upplýsingaþjónustu fyrir allt Jótland. Þar eru tölvuskermar og ágæt

x

Símablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.