Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2006, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2006, Page 25
Menning DV FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 25 Annað kvöld verður frumsýning á Stóra sviði Borgarleikhússins á splunku- nýjum söngleik um hina ómótstæðilegu Carmen þar sem óperunni eftir Bizet er snúið 1 söngleik um ástir, afbrýði og hrikaleg örlög sem ekki verða umflúin Það er Leikfélag Reykjavíkur sem kallar til samstarfs íslenska dansfiokkinn í þessari stórsýningu en frumsýninguna ber upp á hefðbundinn frumsýningar- dag leikfélagsins en það var ||pfnað 11. janúar 1897 og hefur síðan verið til siðs að frumsýna í kringum||pnn dag. I Ásgerður Júnfusdóttir VIFer ">eð titilhlutverkið og Hjler her íhópi dansara Is- BiS j lenska dansflokksins. Ungur maður af góðum ættum hittir sígaunann Carmen, sem heillar hann upp úr skónum þannig að hann missir sjónar á skyldum sínum, starfi og ijölskyldu. Hann hleypur á brott með henni eftir að hafa brotið ailar brýr að baki sér. Hann gengur inn í glæpagengi vina Carmen og gerist eftirlýstur bandíti. En hann nær aldrei tökum á Car- men. Hún lætur ekki að stjóm. Þau rífast og hann lemur hana: hún flýr á náðir vinar síns, nautabanans Lucas- ar, sem er miðlungs atvinnumaður í nautaati. José eltir ástina sína, þótt hann megi vita að þá muni hann nást, eftirlýstur glæpamaðurinn. Hann endar á að bana henni og gefa sig síðan fram við lögreglu til að vera tekinn af lífi. Gömul saga Sagan af dræsunni Carmen var upphaflega smásaga eftir Prosper Merimée árið 1845. Þrjátíu árum seinna samdi Georges Bizet ópemna Carmen, sem var frumsýnd í Opéra- Comique í París þann 3. mars 1875. Fyrsta uppsetningin var ekki sérstak- ur sigur og Bizet dó dapur maður nokkrum mánuðum síðar. En Carmen náði sér fljótt á strik. 37 sýningar vom sýndar í París þenn- an fyrsta vetur, óperan var sýnd á Englandi og í Bandaríkjunum 1878 og var orðin ákaflega vinsælt stykki fyrir fyrri heimsstyrjöld og er ein vin- sælasta ópera í heimi. Carmen hefur reynst h'fseig og áhorfendum ómótstæðileg frá upp- hafi: hún er söguhetja fjölmargra bíómynda, balletta og leikverka: þó óperan eftir Bizet sé auðvitað ffæg- ust þeirra allra. Söngleikir hafa verið samdir eftir sögunni - frægastur er Carmen Jones eftir Billy Rose og Oscar Hammerstein II, sem einnig var kvikmyndaður - og óperan eftir Bizet er ein vinsælasta ópera sög- unnar enn þann dag í dag. Nýleið í sviðsetningu Guðjóns Pedersen leikhússtjóra Leikfélagsins útsehrr Agnar Már Magnússon tónlistarstjóri tónlist Bizets fyrir sex manna band, sem hann stjórnar sjálfur á sýning- um og Stephen Sfiropshire semur dansa, en í sýningunni taka þátt átta dansarar íslenska dansflokksins og tíu leikarar Leikfélags Reykjavfkur. Ásgerður Júníusdóttir mezzósópran leikur Carmen, Sveinn Geirsson hinn ástfangna Don José og Erlendur Ei- ríksson Escamillo. Með önnur hlut- verk fara Bergur Þór Ingólfsson, Birna Hafstein, Guðmundur Ólafs- son, Kristjana Skúladóttir, Marta Nordal, Pétur Einarsson og Theodór Júh'usson. Leikmynd og búninga hannar Helga I. Stefánsdóttir. Ljósabrigðin em undir stjóm Lámsar Bjömsson- ar. Hljóðstjóm sér Ólafur Öm Thoroddsen um, leikgervi gerir Sig- ríður Rósa Bjarnadóttir. Tveggja tíma stuð Handrit vann Guðrún Vilmund- ardóttir og styðst við leikgerð Halévy og Meilhac fyrir Bizet. Söngtextar em eftir ýmsa: Davíð Þór Jónsson, Frank Hall, Kristján Hreinsson, Sigríði Hagah'n Björnsdóttur, Sjón og Þor- stein Valdimarsson. Sögunni er fylgt í grófum drátt- um: Carmen heillar Don José, sem hunsar skyldur sínar, en krefst af Carmen undirgefni sem hún hvorki vill né kann að sýna. Verkið er sett fram sem söngleikur, en ekki ópera; leiknar senur og söngnúmer bera söguna áfram. Sýningin tekur um tvo tíma í flutningi og verður á verkefnaskrá leikhússins meðan eftirspurn leyflr. Öskubuska á námskeiði Vinafélag íslensku óperunnar og Endurmenntun standa fyrir námskeiði í tengslum við sýning- ar íslensku ópemnnar á ösku- busku eftir Rossini. Öskubuska var frumsýnd í Róm 25. janúar 1817, en þetta er í fyrsta skipti sem hún er sett upp hér á landi. Á námskeiðinu er farið í upp- byggingu verksins, samspil tón- listar og texta skoðað og gætt að hvernig form tónlistar stjórnar dramatískri framvindu verksins. Fjallað verður ítarlega um Ross- ini og Öskbusku og einstakir hlutar ópemnnar teknir til nánari skoðunar, með hjálp tón- og mynddæma. Námskeiðið verður haldið þrjú þriðjudagskvöld á tímabil- inu 7. febrúar til 21. febrúar í hús- næði Endurmenntunar. Fjórða kvöld námskeiðisins, sunnudag- inn 26. febrúar verður farið á sýn- ingu í Ópemnni þar sem færi gefst á stuttu spjalli við nokkra af aðstandendum uppsetningar- innar en það er glæsilegur hópur listamanna sem tekur þátt í sýn- ingunni. Leikstjóri er Paul Suter og sviðs- og búningahönnuður er Season Chiu. Hljómsveitarstjóri er Kurt Kopecky. Hlutverk Ösku- busku syngur Sesselja Kristjáns- dóttir og hlutverk prinsins Ram- iro syngur Garðar Thor Cortes. Sesselja Kristjáns- dóttir Sem Öskubuska. BillyJoel dansar Árið 2003 setti bandaríski danshöfundurinn Twyla Tharp saman sýningu í Los Angeles sem hún kallaði Movin’ Out og var öll hugsuð kringum sönglög Billy Joel. Sýningin var fmmsýnd í New York þar sem hún naut frá- bærrar aðsóknar. Hún fór einnig á leikför á sama tíma og hún gekk í New York og var hvarvetna vel tekið. Tharp og Billy Joel vom verðlaunuð í bak og fyrir: Tony-verðlaun 2003, Astaire-verðlaunin, Drama League Award fyrir samfelldan árangur í starfi fékk hún, auk gagnrýnenda- verðlaunanna og Outer Critics Circle-verðlaunanna fyrir frammúrskarandi dansasmíði. Nú er fýrirhugað að flytja þessa sýningu yfir til London þar sem hún verður á fjölum stóra leikhússins Apollo Vict- oria frá 28. mars. Aðdáendur Joels og þeir sem hafa gaman af fjörlegum nútímadansi og verða á leiðinni í London í mars-apríl ættu að athuga hvort miðar em fáanlegir á þessa stórsýningu Tharps. Vefurinn þeirra er: . thisistheatre.com/londonthea tre/apollovictoriatheatre.html. Það er talsvert af sætum í Vict- oria Apollo: nánar tiltekið 2.208 sæti. Bolshoiáferð Annar enn frægari dans- flokkur er líka á ferðalagi um Bretland í mars og apríl. Bols- hoi hefur mátt víkja úr sínu gamla setri í Moskvu, en stóra leikhúsið þar er í viðgerð. Því hafa þeir í Bolshoi lagst í ferðalög og fara um Bretland með nokkra af sínum stóm ballettum: Giselle, Svanavatn- ið og Spartakus. Sýningaferða- lagið sneiðir hjá London sem gæti bent til þess að þeir hyggi á dvöl þar eftir næsta ár. Bols- hoi er sem kunnugt er einn frægasti ballettflokkur í heimi og hefur enginn flokkur haldið jafn stíft við hinn sígilda list- dans og hann. Þær sýningar sem þeir em með á ferðinni núna og verða sýndar í Nott- ingham, Birmingham, Salford og Southhampton em perl- urnar í verkefnaskrá flokkisns og hafa flust mann fram af manni í hinni sérstöku kennsluhefð þeirra í rússneska skólanum. 0 - r n 1 m.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.