Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2006, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2006, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2006 Fréttir BV Geir H. Haar- de bjartsýnn Geir H. Haarde utanrík- isráðherra átti fund með Condoleezzu Rice, utanrik- isráðherra Bandaríkjanna og Nicholas Burns aðstoð- arutanríkisráðherra í gær. Á fundinum var varnarsam- starf íslands og Bandaríkj- anna rætt. Geir sagði eftir fundinn að hann væri bjartsýnn á að samningar myndu takast, þrátt fyrir að engin niðurstaða hafi feng- ist. Pólitískur vilji sé hjá báðum þjóðum til þess að ljúka umræðunni um varnasamning. am 'm Dorritfékk aðsvif Dorrit Moussaieff fékk aðsvif á Bessastöðum í gær við upphaf afhendingar ís- lensku bókmenntaverð- launanna. Dorrit og Ólafur Ragnar voru að taka á móti gestum þegar Dorrit hné niður. Ekki er vitað hvað olli aðsvifinu en lítið sem ekkert fór fyrir því á hátfð- inni sjálfri. Jafnvel tilnefnd- ir rithöfundar fréttu ekki að því fyrr en seinna um kvöldið. Þetta kom fram í kvöldfréttum Sjónvarpsins. Listamannalaun Oddgeir Einarsson, varafor- maður frjálshyggjufélagsins. „Ég erá móti listamannalaun- um sem greidd eru meö skatt- peningum. Mér finnst að lista- mannalaun eigi að vera greidd affúsum og frjálsum vilja af þeim sem njóta listarinnar. Með því að styrkja einn listamann ertu að takmarka möguleika annars. Þetta raskar samkeppni á meðal listamanna." Hann segir / Hún segir „Ég er fylgjandi þeim í alla staði. Ég vildi að þau væru meiri og fleiri gætu fengið þau. Þau verða alltafumdeild, alltafeinhverjir bitrír, svoleiöis er það bara. Við eigum að sjálfsögðu að gera allt sem f okkar valdi stendur að eignast frekari menningarverömæti." Hildur Lilliendahl Viggósdóttir skáld. Kona sem ofsótti Gunnar Þorsteinsson í Krossinum var í gær dæmd í fjögurra mánaöa skilorðsbundið fangelsi. Konan, sem heitir Helga Einarsdóttir, slasaði tvo lögreglumenn þegar þeir ætluðu að hafa afskipti af henni vegna ofsóknanna. Hún á við geðsjúkdóm að stríða en var samt ekki úrskurðuð ósakhæf. Helga Einarsdóttir var í gær dæmdi í Héraðsdómi Reykjavíkur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn vald- stjórninni. I desember 2004 ók hún bifreið sinni tvisvar sinnum viðstöðulaust á miklum hraða á lögreglubíl sem í sátu tveir lög- regluþjónar. Lögreglubíllinn sem Helga keyrði á skemmdist talsvert auk þess sem lögreglumennirnir í bílnum hlutu áverka við höggið, sem var svo mikið að líknarbelgir í bílnum skut- ust framan í þá. Lögreglan ætíaði að hafa afskipti af Helgu umrædd kvöld vegna kvörtunar frá Gunnari Þorsteinssyni í Krossinum. Að sögn Gunnars hafði Helga áreitt hann um nokkurt skeið vegna kröfu hennar um að Gunnar bæði fyrir syni sínum. Umrædd kvöld veitti hún Gunnari svo eftir- för í von um að ná tali af honum. Vegna fyrri hótana Helgu ákvað Gunnar að hringja á lögreglu. Fékk panikkast Þegar lögreglumenn komu vettvang, við Ársel í Breiðholti, reyndi Helga að flýja á bifreið sinni. Það tókst ekki betur til en svo að hún klessti tvisvar á lögreglubílinn sem varnaði henni flótta. í viðtali við DV eftir atburðinn sagði Helga: „Ég ætíaði að skrúfa niður rúðuna þeg- ar ég sá blikk- andi lögreglubíl fyrir aftan mig. Eg fékk panik- kast og ætíaði að stinga af. Sá þá lögreglu- manninn ganga að bflnum mín- um. Ég sneri þá bflnum við og keyrði beint inn í lögreglubflinn sem skaust til hliðar. Eftir að ég hafði keyrt á lögreglubflinn bakkaði ég og Þarf að borga 120 þúsund í skaðabætur Dæmdur fyrir að hrinda konu „Ég er saklaus," staðhæfði Valgeir Jens Guðmundsson í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Hann var dæmdur fyrir að hrinda konu í jörðina með þeim afleiðingum að hún var metin sem 10% öryrki. Valgeir sat í bfl við Templarasund ásamt öðmm manni að vakta útilistaverk við Austurvöll í ágúst 2003 þegar Anna Þorsteins- dóttir bað þá um að skutla sér upp í Mos- fellsbæ. Valgeir segist hafa sagt henni að svo gæti ekki orðið. Því hafi komið til orða- skipta. Hann sagði Önnu hafa augljós- lega verið drukkna og lýst því fyrir hon- Valgeir Jens Guð- um hvemig mundsson Þarfað karlmenn á horga skaðabætur. skemmtistað Austurvöllur Hér gerðist það sumarið 2003. gerðust nærgöngulir við hana. Hann hafi þá spurt hvort hún liti ekki á það sem hrós. Anna hafi tekið þeim orðum illa og því hafi þeir ákveðið að fara og gæta að listaverkunum. Þegar þeir vom famir opnaði Anna skottið á bfl þeirra og henti fötum úr því á jörðina. Hún sagðist hafa talið að þeir væm með eitthvað ólöglegt í huga. Valgeir kom þá hlaupandi að henni og hrinti henni með flötum lófa þannig að hún datt aftur fyrir sig og slasaðist með íyrrgreindum afleiðing- um. Valgeir Jens var dæmdur til þess að borga Önnu 120 þúsund krónur í skaðabætur. valur@dv.is „Ég fékk panikkast og ætlaði að stinga af.‘ einstaklingum," bætti Gunnar við. andri@dv. ætlaði að koma mér í burtu. Ég náði ekki að snúa stýrinu og þess vegna keyrði ég aftur á bflinn." Sleppt úr haldi á miðvikudag Deilt um sakhæfi Við réttarhöldin í málinu var nokkuð deilt um sakhæfi Helgu en hún á við geðsjúkdóm að stríða. Símon Sigvaldason dómari komst að þeirri niðurstöðu að Helga væri þrátt fyrir allt sakhæf og bæri að bera ábyrgð á gjörðum sínum. Hann skilorðbatt þó dóminn og gerði henni þess í stað að mæta reglulega í tíma til geðlæknis. Sigríður Elsa Kjartansdóttir flutti málið fyrir Rfldssaksóknara en Sveinn Andri Sveinsson var skipaður verjandi Helgu Einarsdóttur. Hún vildi ekki tjá sig um málið þegar DV hafði við hana samband gær. Gunnar Þorsteinsson í Krossinum sagði í viðtali við DV skömmu eftir at- burðinn að lítið væri hægt að tjá sig un svona mál. „Eina sen maður getur gert ei að biðja fyrir svona ■ Þremenning- arnir, sem teknir vom með kókaín innanklæða flugsstöð Leifs Ei- ríkssonar helgi, vom látnir lausir úr gæslu- varðhaldi á mið vikudag. Drengirnir em fæddir 1987 og 1988 og heita Kristófer Már Gunnarsson, Viktor Ámason og Hákon Traustason. Þeir vom allir með jafn mikið magn af kókaíni innanklæða en samtals mældist það tæp fimm hundmð grömm. Það er nokkuð minna en áður hafði verið greint frá en það út- skýrist af því að efiiin vom upp- haflega vigtuð í pakkningum. Rannsókn málsins er enn ekki lokið en hún beinist aðal- lega að því að finna hugsanlega samverkamenn drengjanna. Ólíklegt er talið, vegna ungs aldurs þeirra, að þeir hafi get- að staðið einir að innflum- ingnum. Sá gmnur lögreglu styrktist við yfirheyrslur yfir drengjunum en þar hafa þeir bor- ið að styrk- leiki kóka- ínsins sem fannst á þeim hafi verið mikill. andri@dv.is Kristófer Már Gunnarsson Einn þremenninganna sem tekinn var með kókaín í Leifsstöð fyrirhelgi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.