Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2006, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2006, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 Fréttir DV Skrúfað f rá brunahana Á sunnudagskvöld gerði einhver sér til skemmtunar það að skrúfa frá nokkrum brunahönum á Akranesi. Segir Lögreglan á Akranesi að þetta ódæðisverk sé litið mjög alvarlegum augum þvf úr hverjum brunahana geta runnið allt að 5 þúsund lítr- ar á mínútu. Þegar náðist að skrúfa fyrir brunahanana höfðu runnið úr vatnskerf- inu um 500 tonn sem er helmingur þess magns sem er í vatnstanki sem slökkvi- liðið notar. Ekki er vitað hver var að verki. Aflahrap í febrúar Heildarafli íslenskra skipa var lítlll í febrúar síð- astliðnum miðað við sama mánuð í fyrra. Ástæðan er að stærstum hluta sú að loðnuveiði var minni í ný- liðnum febrúar, eða 160 þúsund tonn, en í fyrra en þá var veiðin í febrúar ágæt, eða 246 þúsund tonn. Þetta kemur ffam í bráðabirgða- tölum Fiskistofú. Það sem af er ári nemur heildarafli ís- lenskra skipa 256 þúsund tonnum en var 538 þúsund tonn í fyrra. Loðnuvertíðin í ár var mun styttri en áður og skýrir það stærstan hluta af samdrættinum. Á móti kem- ur að mun hærra hlutfali af aflanum í ár fór til manneld- is. Greining Glitnis segir frá. Á launum í háskólanám Atli Sturluson, yfirmað- ur rekstrardeildar félags- þjónustu í Kópavogi, hefur fengið leyfi á launum í þrjá mánuði til að stunda fram- haldsnám við Háskóla ís- lands. Bæjarráð samþykkti umsókn Atla um leyfi með því skilyrði að hann ynni áfram hjá Kópavogsbæ að framhaldsnáminu loknu. Hansína Ásta Björgvins- dóttir er formaður bæjar- ráðs Kópavogs. Geir H. Haarde utanríkisráöherra er maður sem tekur embætti sitt alvarlega. Þess vegna leggur hann þaö á sig að læra ítölsku i frístundum. Geir verður gestur í næsta þætti Jóns Ársæls Þórðarsonar um Sjálfstætt fólk á Stöð 2. Utanríkisráöherra laerir i fristundum „Hann er maðurínn sem allar ömmur þrá að eignast fyrír barnabarn og þá erum við komin að öðrum þætti í per- sónuleika utanrík- isráðherrans og verðandi forsætis- ráðherra og það er hlý og góð nærvera. H. Haarde Fær fyrstu ein- kunn hjá Jóni Ársæli eins og hann hefur reyndar fengið íöllum þeim skólum sem hann hefursótt;allt frá Hagaskóla til Harvard. Hér með Davíð Oddssyni. Sjónvarpsmaðurinn Jón Ársæll Þórðarson og Geir H. Haarde, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hafa eytt löngum stundum saman upp á síðkastið. Tilefnið er hinn marg- verðlaunaði sjónvarpsþáttur Sjálfstætt fólk sem Jón Ársæll hefur lyft til sigurs á svo til öilum Eddu-hátíðum fram til þessa. „Geir fær fyrstu einkunn hjá mér eins og hann hefur reyndar fengið, skilst mér, í öllum þeim skólum sem hann hefur sótt allt frá Hagaskóla og upp í Harvard. Hann er líka stálminn- ugur eins og fillinn en hefur þann kost að hann er ekki langrækinn eins og svo margir þeir menn eru sem engu geta gleymt. Minni hans er líka með þeim ágætuyi að smáu atriðin fljóta með hinum'itóru sem er ótvíræður kostur. Þanpig er hann líka lunkinn máiamaðurAjg talar fjölmörg tungu- mál eins og innfæddur. Maðurinn er að læra ítölsku í hjáverkum," segir Jón Ársæll inntur eftir kynnum sínum af formanni Sjálfstæðisflokksins. Eftirlæti ömmunnar En er Geirfeiminn? „Hann er skemmtileg blanda af feimnum sveitastrák og gallhörðum stjórnmálamanni og ræðumar bera þetta með sér. Þegar maður dottar óvart er hann allt í einu kominn með svo hnyttið tilsvar að allt annað er gleymt og grafið og menn veltast um af hlátri. Hann er maðurinn sem allar ömmur þrá að eignast fyrir bama- barn og þá emm við komin að öðrum þætti í persónuleika utanríkisráð- herrans og verðandi forsætisráðherra og það er hlý og góð nærvera. Ég vona að þetta hljómi ekki of væmið en mann langar stundum einfaidlega til að faðma manninn að sér og knúsa eins og gamlan bangsa sem er í uppá- haldi þó að tölurnar séu af honum slitnar og gera þurfi við einstaka saumsprettu." Eðlislægur húmor En erhann fyndinn? „Ég hef fylgst með Geir á ferðalög- um þar sem hann hefur haldið fjölda funda og alltaf komið út sem sigur- vegari. Hann er meinfyndinn og húmorinn er honum eðiislægur. Hann er eldsnöggur að koma auga á það sem fyndið er og skella því inn á hárréttu augnabliki. Hann væri því þrælgóður sem atvinnugrínari ekki síður en þjóðarleiðtogi." Myndir þú kjósa hann? „Ég mundi treysta Geir fyrir ömmu minni væri hún á lífi blessun- Jón Ársæll Leitar viða fanga við gerð þáttar síns. Nú féll hann flatur fyrir formanni Sjálfstæðisflokksins. in og kjósa hann hiklaust á þing ef hann væri ekki þegar þangað kominn og ekki væri svona langt til kosninga." Góður gæi Hvað kom mest á óvart í. fari hans? „Ég hélt að Geir væri ekki svona skemmtilegur eins og raun ber vitni. Hann lítur ef til vill ekki beint út fyr- ir það en hann leynir á sér. Ég spurði hvernig hann vildi láta minnast sín þegar hann hefði kvatt sviðið og hann svaraði að bragði: Heiðarlegur náungi eða eins og krakkarnir segja „goody“ gæi,“ seg- ir Jón Ársæll Þórðarson sem fór víða með utanríkisráðherra til að afla fanga í Sjálfstætt fólk en þátt- urinn um Geir H. Haarde verður sýndur á Stöð 2 næsta sunnudags- kvöld. Þetta er ekkert dollaragrín Svarthöfði er einn af þessum mönnum sem aldrei eiga bót fyrir rassinn á sér. Því hefur hann bless- unarlega ekki getað fjárfest í hluta- bréfum eða gengiskrossum eins og hálf þjóðin nú um stundir. Þetta er ekkert dollaragrín eins og markað- urinn hefur verið síðustu daga. Svarthöfði á hins vegar tvo starfsfé- laga sem bæði blóta og blessa sjálfan sig fyrir að vera með og ekki. Annar blótar því að hafa ekki selt húsið sitt í haust og sett andvirðið í dollara. Hann væri efnaður í dag. Hinn Svarthöfði blessar ráðgjöf sem hann fékk fyrir noklcru um að skipta á íslensku bréf- unum sínum fyrir hlut í erlendum hlutabréfasjóði. Hann slapp fyrir horn. Að vísu kom hann inn í er- lenda sjóðinn á einhverjum toppi sem dalaði daginn eftir en sú dýfa var strikuð út og gott betur með gengislækkun krónunnar. Nú berast fréttir af því að dönsku Hvernig hefur þú það? „Ég hefþað nokkuö gott," segir Einar Ólafsson, skáld og ritstjóri vefritsins fridur.is.„Tími minn fermikið íað skipuleggja mótmælaaðgerðir gegn Iraksstríðinu 7 8. mars næstkomandi sem hefjast klukkan 7 5 á Ingólfs- torgi. Nú er ég reyndar nýkominn affyrirlestri Michaels Rubin í háskólanum. Ég veit varla hvernig mér líður eftir þennan fyrirlestur, því þetta er maður sem átti stóran þátt í að matreiða lygina sem notuð var til að réttlæta innrásina í Irak. Sem betur fer voru gagnrýnar spurningar bornar upp á fundinum. “ blöðin séu ástæða þess að allt virtist vera að fara tú fjandans á markaðinum í gærmorgun. Nei- kvæðar fréttir af íslenslu fjár- málalífi eru lenska þar á bæ og svo má oft berja í brestina að húsið hrynji. Svarthöfði telur augljóst hvar upphafið að hrunadansinum liggur. Það er hjá sjálfum Don Ö, eða Flemm- ing Östergaard, aðaleiganda þjóðarleikvangs Dana, Parken, og þar með FCK-fótboltaliðsins. I síðustu viku bárust óljósar fregnir af því að sjálfur Don Ö hefði ein- hendis komið í veg fyrir að einhverj- ir óprúttnir íslenskir fjárfestar keyptu sjálfan þjóðarleikvanginn. Dönsku blöðin birtu hetjulegar myndir af Don ö undir fyrirsögnum eins og „hingað og ekki lengra“ og „Don Ö stoppar íslendingana". Það er ekkert grín að lenda upp á kant við sjálfan Don Ö, kónginn í Köben, þegar kemur að fjármálum. Minni menn en íslenskir fjárfestar hafa þurft að lúta í gras og hverfa yfir fjár- málamóðuna miklu bara með því að anda í átt til hans. Enginn „fökkar" með Flemming östergaard. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.