Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2006, Blaðsíða 17
DV Sport
ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 17
Sir Alex Ferguson telur að mikil samkeppni um framherja-
stöður síns liðs sé af hinu góða og bendir á lið sitt sem vann
þrefaldan sigur veturinn 1998-98 sem dæmi um það. Hol-
lendingurinn Ruud van Nistelrooy þykir einn hættulegasti
framherji ensku úrvalsdeildarinnar og er nú ásamt Theirry
Henry hjá Arsenal markahæstur í deildinni með 19 mörk.
Hann hefur hinsvegar þurft að byrja á bekknum í síðustu
þremur leikjum Manchester United á meðan þeir’ Wayne
Rooney og Louis Saha hafa byrjað saman í ffamlínunni.
Fyrir sjö árum vann Manchester
United sigur í ensku úrvaisdeildinni,
ensku bikarkeppninni og meistara-
deild Evrópu og þar háðu þeir Andy
Cole, Dwight Yorke, Teddy Shering-
ham og Ole Gunnar Solskjaer harða
samkeppni um framherjastöðumar
tvær. Sir Alex Ferguson átti þá alltaf
tvo framherja til góða á bekknum og
sem dæmi um það vom það Shering-
ham og Solskjaer sem komu inn af
bekknum í úrslitaleik meistaradeild-
arinnar og skomðu mörkin í uppbót-
artfma sem tryggði United 2-1 sigur á
Manchester United og Evróputitil-
inn.
Erum mjög heppnir
„Við erum mjög heppnir
með að hafa Wayne Rooney,
Ruud van Nistelrooy, Louis
Saha og hinn unga Giuseppe
Rossi í okkar liði og ég er loks-
ins að fá þá samkeppni um
framherjastöðumar sem ég hef
lengi beðið eftir," sagði Sir Alex
Ferguson, stjóri Manchester
United, þegar hann var spurð-
ur um stöðu van Nistelrooy hjá
félaginu. „Ef við förum til baka
til ársins 1999, þá áttum við
fjóra frábæra framheija og þeg-
ar ég valdi liðið þurfti ég alltaf
að skilja tvo eftir sem báðir
vom allt annað en ánægðir
með það. Þeir vom hinsvegar alltaf
reiðubúnir að koma inn á og sýna
það og sanna að þeir ættu heima í
byrjunarliðinu og það reyndist okkur
mjög vel. Samkeppni um stöður er
hveiju liði mjög mikilvæg,“ sagði
Ferguson.
Tveimur mörkum frá 150 fyrir
United
Van Nistelrooy hefur komið inn á
sem varamaður í síðustu tveimur
leikjum, spilaði í 19 mínútur gegn
Wigan og í 15 mínútur gegn
Newcastle um síðustu helgi. Sir Alex
Ferguson talar mikið þessa dagana
um keppnistímabilið 1998 til 1999 en
þá vom þeir Andy Cole og Dwight
Yorke aðalframherjaparið en Teddy
Sheringham og Ole Gunnar Solskjaer
biðu báðir þolinmóðir á bekknum.
Sheringham var þá á lokakafla ferils
síns og hugsaði meira um að vinna
titla en að ná einstaklingaárangri og
Solskjaer hafði löngu sannað sig sem
súper-varamann. Van Nistelrooy er
hins vegar í annarri stöðu en þessir
tveir og hann gæti fljótlega farið að
horfa tií Spánar og Ítalíu haldi Sir
Alex honum áffam á bekknum. Það
er allavega ljóst að nægur er áhuginn
á þessum frábæra framherja.
Wayne Rooney er orðinn
aðalmaðurinn
Það hefur samt verið áberandi
hversu Wayne Rooney er að spila vel
við hlið Louis Saha og það er eflaust
aðalástæðan fyrir því að Van Nistel-
rooy þarf að verma bekkinn. Rooney
hefur leikið frábærlega að undan-
fömu og er löngu orðinn aðalmaður-
inn í sóknarleik Manchester United.
Ferguson er ánægður með Frakkann
Louis Saha sem hefur haldið Van
FRAMHERJAR MAN. UTD
í SÍÐUSTU LEIKJUM:
4-0 sigur á Wigan (Rooney 2, Saha, Ron-
aldo)
Wayne Rooney - 90 minútur
Louis Saha - 90 minútur
Ruud van Nistelrooy - Kom ekki viö sögu
Giuseppe Rossi - Ekki íhop
2-1 sigur á Wigan (Ronaldo, sjáifsmark)
Wayne Rooney - 90 mlnútur
Louis Saha - 90 mínútur
Ruud van Nístelrooy - I/aramaður á 71. minútu
Giuseppe Rossi - Ekkl í hóp
2-0 sigur á Newcastle (Rooney 2)
Wayne Rooney - 90 minútur
Louis Saha - 90 minútur
Ruud van Nistelrooy - Varamaður á 75. minútu '
Giuseppe Rossi - Kom ekki við sögu
Nistelrooy á bekknum síðan í úr-
slitaleiknum um deildarbikarinn,
þegar Sir Alex setti Hollendinginn
á bekkinn. United vann 4-0 sigur
og þeir Rooney (2 mörk) og Saha
(1) vom báðir á skotskónum.
Það er kannski engin ástæða
fyrir Sir Alex að breyta liðinu.
Manchester hefur unnið alla þrjá
leikina síðan Van Nistelrooy fór á
bekkinn og liðið er nú komið með
fimm stiga forskot á Liverpool í
baráttunni um 2. sætið. Það er
samt ömggt að allra augu verða á
leikskýrslunni sem Ferguson skil-
ar inn fýrir næsta leik sem verður
gegn West Brom á laugardaginn
kemur. ooj@dv.is
uiid van Nistelrooy hefur verið á varamannabekknnm i
hiistu þremur leikjum Manchoster Uniied. Þeir hafa all
Ir unnist og Sir Alex Ferguson er greinilega ekkert að
reyta sigurliði þótt það þyði að markahæsti leikmaður
ensku úrvalsdeildarinnar sitji á hekknum.
Tveir titlar til
KR-inga
Gestgjafar KR-inga stóðu
sig vel bæði innan sem utan
vallar á bikarúrslitum yngri
flokka körfuboltans
sem fram fóm í
DHL-höllinni
um helgina.
Auk þess
að skapa
glæsilega
umgjörð
utanum
leikina unnu
KR-ingar tvo bik-
armeistaratitla en alls eign-
uðust sjö félög bikarmeist-
ara. KR vann 10. flokk karla
og drengjaflokk en önnur fé-
lög sem eignuðust meistara
vom Grindavík (10. flokkur
kvenna), Fjölnir (9. flokkur
karla}, FSU (Unglingaflokkur
karla), Njarðvík (9. flokkur
kvenna), Valur (11. flokkur
karla) og Haukar (Unglinga-
flokk kvenna).
Flottur leikur
hjá Hlyni og
Sigurði
Hlynur Bæringsson og
Sigurður Þorvaldsson áttu
báðir góðan leik þegar lið
þeirra Leeuwarden Woon!
Aris vann 13 stiga sigur á
Nijmegen Matrixx Magixx,
10-88. Hlynur var með 13
stig og 11 fráköst og Sigurður
skoraði 12 súg og gaf 4
stoðsendingar. Nijmegen er í
4. sæti deildarinnar á meðan
Leeuwarden situr enn í
botnsætinu en þetta var að-
eins þriðji sigurleikur liðsins
á tímabilinu.
N
í vetur
Ný taeki - Betna verð!
Ssr' 17.900.-
n«NDt«TONi- m n nnn kr
ifulmx. lc.aUU.-
,.allti.y.dr..krflpp.irin
HREYSTI
Síðasti leikur 16 liða úrslita meistaradeildarinnar er í kvöld
Inter varaðir við að vanmeta Ajax aftur
í kvöld ræðst hvað verður áttunda
og síðasta liðið til þess að tryggja sér
sæti f 16 liða úrslitum rneistaradeild-
ar Evrópu í knattspymu en ítalska
liðið Internazionale tekur þá á móti
hollenska liðinu Ajax. Liðin gerðu
2-2 jafntefli í fyrri leiknum þar sem
Ajax komst tveimur mörkum yfir eft-
ir aðeins 20 mínútna leik.
Það var mikið búist við að Inter-
nazionale í vetur en liðið hefur ekki
náð að fylgja Juventus eftir í barátt-
unni um ítalska meistaratitilinn og
er nú f 3. sæti, tólf stigum á eftir Juve.
Það skiptir liðið hins vegar miklu
máli að Brasilíumaðurinn Adriano
virðist vera að ná sér á strik á ný en
þegar hann skoraði sigurmarkið
gegn Sampdoria um helgina hafði
hann ekki skorað í 10 leikjum í röð.
Forseti Inter, Giacinto Facchetti,
varaði sína menn við að vanmeta
ekki Ajax-liðið í annað sinn. „Við
lærðum tvennt á fyrri leiknum. Ef við
mætum í leik með það í huga að vera
að fara að spila léttan leik þá lendir
þú 2-0 undir. Ef við mætum hins
vegar eins og við komum til með í
seinni hálfleiknum í Amsterdam þá
eigum við mjög góða möguleika á að
komast áfram í átta liða úrslitin,"
sagði Facchetti í viðtali við ítalska út-
varpsstöð en hann er einnig frægasti
leikmaður Intemazionale og ítalska
landsliðsins frá upphafi. Facchetti
varð meðal annars Evrópumeistari
með Inter 1964 og 1965.
„Umfram allt megum við ekki
álíta að 0-0 jafntefli séu bestu úrslit-
in,“ sagði Facchetti ennfremur og
bætti við. „Ajax er með ungt lið,
skemmtilega og leikna leikmenn
sem hafa komið í gegnum unglinga-
starf félagsins og hafa spilað lengi
saman."
Leikmenn Ajax þurfa að endur-
skrifa sögu síns félags ætli þeir sér
áfram því Ajax hefur aldrei unnið leik
á Norður-Ítalíu en takist það í kvöld
þá mæta þeir liði Villarreal í átta liða
úrslitunum.
HUELLUR
„ í eimini grænum
G. Tómasson ehf • Súóatvofil 6
• simi: 577 6400 • www.hvellur.cotn
• hvellur@hvellur.com
BÍLSKÚRS OC IÐNAÐARHURÐIR
* Hurðir til á lager * Smt'ðað eftir máli
• Eldvarnarhurðír * Öryggishurðír