Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2006, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2006, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2006 Fréttir X3V Vilja ekki fiskifýlu Bæjarráð Sandgerðis er ósátt við að Heilbrigðiseftirlit Suðumesja hafi veitt fyrir- tækinu Samey starfsleyfi til tjögurra ára tÚ heit- loftsþurrkunar fiskafurða þar í bænum. „Það hefði verið eðlilegt að óska eftir umsögn bæjar- stjómar Sandgerðisbæjar á umræddum hugmyndum," segir bæjarráðið í harðorðri bókun og minnir á að verk- unin verði í næsta nágrenni við miðbæjarsvæðið. Því sé þungur hugur í bæjarfulltrú- um. Þá er lögð mikil áhersla á að strangt eftirlit verði með því að heitloftsþurrkun fiskafurða verði í lokuðu kerfi með lykteyðingarkerfi. Matsmenn í mál Gunnars Ríkislögreglustjóra er heimiit að kalla til tvo dóm- kvadda matsmenn til að meta störf Gunnars Amar Kristjánssonar sem endur- skoðanda fyrir Tryggingar- sjóð lækna. Láms Halldórsson, fram- kvæmdastjóri sjóðs- ins, hefur þegar ver- ið dæmdur fyrir að draga sér um 80 milljónir króna af eigum sjóðsins. Hæstiréttur vísaði hins vegar málinu gegn Gunnari frá dómi vegna galla í málsmeðferð. Síðan haihaði héraðsdómur ósk ríkislögreglustjóra um dóm- kvadda matsmenn en Hæstiréttur dæmdi í gær að þeir gætu tekið til starfa. Málið gegn Gunnari heldur því áfram. en maður getur lika farið í allar áttir með það/'segir Þorsteinn Stein- grimsson, eigandi Frakka- stigsreitsins.„Ég er slakur á því sem gerist. Ég flýti mér hægt enda þýðir ekkert annað þeg- ar maður býr við silalegasta kerfí sem maður hefur nokk- Hvað liggur á? urn timann fyrir- fundið, sér í lagi Reykjavíkur- borg. Maður er bara búinn að setja sig í þann gir að láta sér ekki liggja á þó manni liggi á.“ Ungar stúlkur sem vilja megrast sækjast í auknum mæli eftir stólpípuskolun. Að minnsta kosti tvær stofur bjóða upp á slíka meðferð. Prófessor í læknisfræði segir það geta valdið óbætanlegum skaða á ristli að stunda slíka hreinsun. Megrun með því að skola út ristilinn með stólpípu verður sífellt algengari meðal ungra stúlkna sem jafnvel föndra við það sjálfar heima að skola sig út. Stólpípuhreinsun er nú hægt að fá á að minnsta kosti tveimur sérstökum stofum en þeir sem aðhyllast óhefð- bundnar lækningar sækjast í auknum mæli eftir úthreinsun með stólpípu. Kolbrún Bjömsdóttir grasalæknir seg- ist hafa orðið þess vör að ungar stúlk- ur sem stöðugt eru í baráttu við auka- kílóin telji stólpípu allra meina bót. Úthreinsunin veldur ákveðinni vellíðan og auðveldlega er hægt að ánetjast stólpípuhreinsun. Prófessor í læknisfræði segir það geta valdið óbætanlegum skaða á sh'mhúð ristils- ins að fara endurtekið og með stuttu miflibili í stólpípu eins og margar ung- ar stúlkur virðist gera. Ungar stúlkur spenntar fyrir stólpípuhreinsun „Það er vandmeðfarið að gefa stól- pípu og auðvelt að ofnota þessa með- ferð,“ segir Kolbrún Bjömsdóttir grasalæknir, en hjá henni er ekki hægt að fá stólpíphreinsun. Kolbrún segist í starfi sínu hafa orðið vör við aukna eftirspum eftir stólpípuhreinsun sem hún sér ekkert athugavert við, sé aðferðin ekki ofnot- uð. „Ég hef orðið vör við aukinn áhuga ungra stúlkna á þessari meðferð. Það fylgir því nokkur velhðan að fá stól- pípu, sérstaklega á eftir. Því er þessi hreinsun varasöm fyrir þá sem veikir em fyrir hvers kyns öfgum en ég veit til þess að sumar þeirra ofnota stól- pípumeðferð og mynda hreinlega nokkurs konar fíkn í þetta," bendir Kolbrún á. Hún segist eigi að síður vera meðmælt með- ferðinni, sé hún notuð rétt og þá í tengslum við föstu sinni eða tvisvar á ári. Það hafi allir gottafþví. Stúlkur með anorexíu eða búlemíu fíknar í úthreinsun „Ég veit þess nokkur dæmi að. stúlkur sem em á mörkum þess að vera með anorexíu eða búlemíu eigi til að ofnota stólpípumeðferð og fara afit að einu sinni í viku sem getur skaðað em að berjast við aukakílóin sem sæki í þetta. „Sú árátta hefur lengi þekkst að þeir sem em fastir í að megra sig hreinsi sig út með microlax eða toilax. Þetta er svipuð árátta," bendir hún á. Stólpípuhreinsun á stofu DV er kunnugt um að minnsta kosti tvær konur sem vinna nær ein- göngu við að gefa stólpípu. Hvert skipti kostar um það bil fimm þúsund krónur en misjafnt er hvort allur ristiUinn er skolaður út eða aðeins hluti hans. Báðar þær konur sem „Ég veit þess dæmi að stúlkur sem haidnar eru anorexíu eigi til að ofnota stólpípu- meðferð og fara alit að einu sinni í viku sem getur skaðað ristilinn." Kolbrún Björnsdóttir grasa- læknir Finnur fyrír auknum áhuga meðal ungra stúlkna á að fara i stólpipuskoiun. ristilinn. Þær em líka að föndra við þetta sjálfar heima og gefa hver annarri pípu en það hefur verið hægt að kaupa einnota stólpípur í apó- tekum,“ segir Kolbrún og bendir á að það séu einkum stúlkur sem bjóða upp á stólpípu á stofum sínum hafa lært það erlendis en aðferðin er aldagömui og hefur verið mikið not- uð innan þess sem einu nafni kallast óhefðbundnar lækningar. Getur skaðað slímhúðina Stefán B. Sigurðsson, prófessor við læknadeild Háskóla íslands, kann- ast við að hafa heyrt um aukna ásókn í stólpípuhreinsun. „Það getur beinlínis verið skaðlegt að hreinsa sig út á þennan hátt ef það er ranglega gert. Hættan liggur í því að það skaði slímhúðina í ristlinum sem er mjög viðkvæm. Slím í meltingar- fæmm er til staðar til að taka upp næringu og önnur efrú og ef verið er að spúla því út með vatni getur það valdið óbætanlegum skaða,“ bendir hann á. Trúa að allt sem er vont geri gagn Stefán segir það afar sjaldgæft að stólpípa sé notuð núorðið í læknis- fræðilegum tiigangi en það þekkist þó og sé þá gert af læknismenntuðu fólki sem loinni til verka. Það hafi löngum verið trú manna að eftir því sem með- alið sé verra á bragðið, því árangurs- ríkara sé það. „Svona bólur koma upp aftur og aftur og ég sé ekki að tiigangurinn sé annar en að hafa peninga af fólki. Það eina sem gæti réttlætt þetta er að ef fólk er að hefja átak í átt til heilsusam- legra lífemis, þá haldi það áfram og hugsi um hvað það lætur ofan í sig. En ég legg áherslu á að þeir sem kunni til verka gefi stólpípu og alls ekki eins og mér skilst að það sé gert, mörgum sinnum með stuttu millibili,“ segir Stefán. | Stefan B. Sigurðsson prófessor í lækn fræði „Slím imeltingarfærum er tilstaðar að taka upp næringu og önnur efni og efvt er að spúla þvi út með vatni getur það vald obætanlegum skaða." Glæsilegt úrval af handsmíðuðum íslenskum skartgripum (ÍÁr£) SKÓLAVÖRÐUSTlG 10 sími 561 1300 Skoðanakönnun um hljómsveit fyrir sj ómannadaginn Jónsi skákar Stuð- mönnum á Patró sól, Buff, Milljónamæringamir og Vinir vors og blóma. Sjómannadagurinn er að venju haldinn hátíðlegur fyrsm helgina í júní og er ekki víst að Jónsi og í svört- um fötum verði á lausu þá. En tími er til stefhu og þá má alltaf færa sig niður listann. Patreksfirðingar vilja fá Jónsa og hljómsveit hans, í svörtum fötum, til að leika á balli á sjómannadaginn. Er þetta niðurstaða skoðanakönnunar sem héraðsfréttavefurinn Tíðis gerði. Alls tóku 972 þátt í könnuninni og hlaut Jónsi og hljóm- sveit hans 308 at- kvæði. í öðm sæti vom Stuðmenn með 278 atkvæði og svo komu þær í röð hljóm- sveit- irnar Á móti draumur Patreks- firðinga á sjó- mannadaginn. Viðbrögð við erfiðleikum í Qármálakerfinu Fjármálasamráðið í fastan farveg Ákveðið hefur verið að formbinda samráð þriggja ráðuneyta, Fjármála- eftirlitsins og Seðlabankans varðandi ijármálastöðugleika og viðbúnað við hugsanlegum áföllum í ijármálakerf- inu, en undanfarin tvö ár hefur átt sér stað óformlegt samráð þessara aðila. Samráð sambærilegra aðila á sér stað í mörgum nágrannaríkja okkar. Að sögn vefrits fjármálaráðuneyt- isins mun samráðið fara fram í sér- stökum samráðshópi sem gert er ráð fyrir að hittist eigi sjaldnar en tvisvar á ári og verður vettvangur upplýsinga- og skoðanaskipta. Mun samráðshóp- urinn m.a. fjalla um stöðu og horfur á fjármálamörkuðum, meiriháttar breytingar á lögum, reglum og starfs- háttum er varða fjármálamarkaðinn og álitamál í alþjóðlegu samstarfi, Kauphöllin Grundvallaratriði erað eigend- ur og stjórnendur fjármálafyrirtækja og markaðsaðilar leysi vanda sinn sjálfir. sérstaklega innan EES. í samkomu- lagi sem gert hefur verið um umrætt samráð er tekið fram að ef til þess komi að fjármálakerfinu sé talin hætta búin vegna áfalls í fjármálafyr- irtæki eða á markaði séu viðbrögð við slíkum vanda háð aðstæðum hverju sinni. Grundvallaratriði sé samt að eigendur og stjórnendur fjármálafyr- irtækja og markaðsaðilar leysi vanda sinn sjálfir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.