Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2006, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2006, Blaðsíða 11
DV Fréttir FIMMTUDAGUR 16. MARS 2006 7 7 Nota ekki beltin Lögreglan á Akranesi stöðvaði í síðustu viku 23 ökumenn sem voru ekki með öryggisbeltin spennt. Segir lögreglan að einn þeirra sem voru stöðvaðir hafi síðar lent í umferðar- slysi og var þá með beltið spennt. Hann þakkar lög- reglunni fyrir íhlutun hennar þar sem beltin björguðu honum frá alvar- legum meiðslum. Ökumennirnir þurfa hver um sig að borga 5 þúsund krónur í sekt. Bruni í Garði Eldur kom upp í 1,100 fm húsnæði Ársól, Listasmiðjunni Keramik- hús, í Garði í fyrrinótt sem áður hýsti fisk- vinnsluna Garðskaga hf.. Húsið gjöreyðilagðist. Talið er líklegt að kvikn- að hafi í út ffá keramik- ofnum sem í húsinu eru . í tengslum við starfsem- ina. Að sögn Jóns Guð- laugssonar, varaslökkvi- liðsstjóra hjá Brunavörn- um Suðurnesja tókst að slökkva eldinn á áttunda tímanum um morgun- inn. Mikii vinna tók svo við fram eftir degi við að slökkva í glæðum. Innbrot í söluturn Lögreglan í Reykjavík fékk í gærmorgun tilkynn- ingu um innbrot í söluturn- inn Bái Turninn við Háa- leitisbraut. Virðast inn- brotsþjófarnir hafa brotið upp bílalúgu og farið þar inn í söluturninn. Segir lög- reglan að innbrotsþjófarnir hafi verið snöggir í snún- ingum og einungis haft með sér eitthvað af pening- um og komið sér síðan í burtu. Ekki er vitað hverjir voru að verki en sjónarvott- ar bentu á bíl sem var fyrir utan söluturninn þegar innbrotið var framið og gætu þær upplýsingar leitt lögreglunna á slóð þjófanna. Verðbólgan bólgnar enn Verðbólguþrýstingur er mikill í hagkerfinu og mælist verðbólgan nú 4,5% og er því langt yfir markmiði Seðlabankans, um 2,5% verðbólgu. Sú hraða gengislækkun krónunnar sem orðið hefur á síðustu vikum eykur á verðbólguþrýst- ing á næstu mánuðum, gangi hún ekki til baka. Verðbólgan mun þá tímabundið ijarlægast markmið bankans enn frekar. Greining Glitnis segir frá. „Nú getum við öll loksins slakað á,“ segir Guðrún Þórsdóttir, sambýliskona Jóhann- esar Jónssonar í Bónus, um sýknudóminn yfir Jóhannesi, Jóni Ásgeiri, syni hans, Kristínu, dóttur hans og öðrum Baugsmönnum. Ákæruvaldið fór ekki að lögum og trassaði að skila dómnum yfirliti yfir kostnað vegna rannsóknar á Baugsmálinu. „Skelegt eð hægi sé eO leggja petta á saklaost ik" „Ég eryfir mig ánægð ogglöð núna/' Guðrún Þórsdótt- ir „Jóhannesjón Ásgeir og Kristín hafa staðið þétt saman, Jóhannes í Bónus Sýknaður. Sexmenningarnir í Baugsmálinu voru sýknaðir af öllum átta ákæruliðum sem var dæmt í í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Óljóst er með áfrýjun og hvort ákært verður að nýju fýrir þá 32 liði sem áður var vísað frá dómi. Héraðsdómur dæmdi verjendum samtals 40,8 miUjónir króna í máls- vamarlaun úr ríkissjóði. Þess utan til- tók dómurinn tæplega 17 milljóna króna annan sakarkostnað vegna sér- fræðiálita sem sakbomingar öfluðu sér. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sagði í gær að í raun væri kostnaðurinn við málsvörn sakbominganna miklu hærri og nefndi allt að 100 hundrað milljónir í því sambandi. Ákæruvald hunsar lögin Athygli vekur að í kaflanum um sakarkostnað bendir héraðsdómur sérstaklega á að ákæruvaldið hafi ekld farið að lögum og lagt fyrir dóminn kostnað vegna málatilbún- aðarins. Engar skýringar fengust á þessu framferði ákæmrvaldsins eftir dóminn í gær því hvorki Sigurður Tómas Magnússon, sérstakur sak- sóknari, né Jón H.B. Snorrason, yfir- maður efnahagsbrotadeildar rfkis- lögreglu- stjóra, svömðu í síma. í sjón- varps- viðtali sagðist Sigurður eiga eftir að taka af- stöðu til þess hvort ákært verði fyrir þá 32 liði upphaflegu ákæmnnar sem enn eru óútkljáðir. Dýrt spaug með Baug Miðað við að að rannsóknar- kostnaðurinn í málverkafölsunar- málinu nam um 130 milljónum má giska á að rannsóknarkostnaðurin í Baugsmálinu sé ekki undir 200 millj- ónum enda mun umfangsmeira mál þar á ferð. Þannig getur heildar- kostnaðurinn í málinu með þóknun sérfræðinga og lög- manna sakborn- inga verið kominn upp í 300 milljónir króna. náðist tal afsérstökum sak- sóknara tilaðspyrja um kostr aðvegna Baugsmálsins. Jón Gerald Sullenberger I hefndarhug og ótrúverðugur, segir héraðsdómur. ferð á leið heim til að faðma manninn sinn kröftuglega. Jónína skellir á „Halló, halló,“ var það eina sem Jónína Benediktsdóttir sagði í símann áður en hún skellti á eftir að blaða- maður DV hafði kynnt sig. Því náðist ekki að inna Jónínu eftir áliti hennar á niðurstöðu héraðsdóms í málinu á hendur Baugsmönnum. Tugmilljónir duga ekki lög- mönnum Baugsmenn voru sýknaðir af sam- tals átta ákæruliðum af 40 sem málið snerist upphaflega um hjá ríkislög- reglustjóra. Snerist málið að þessu sinni meðal annars um að rangt hafi verið staðið að skráningu lápataka Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hjá Baugi og tollsvik við innflutning á bílum. Sagði dómurinn aðalvitni ákæru- valdsins, Jón Gerald Sullenberger, vera ótrúverðugan. „Ég var þess alltaf fullviss að dóm- urinn yrði á þennan veg en það er óneitanlega mikill léttir að með dómnum er loks sýnt fram á sakleysi fjölskyldunnar," segir Guðrún Þórs- dóttir, sambýliskona Jóhannesar Jónssonar, serri hefur verið bjartsýn allan tímann á að dómskerfið myndi „virkarétt". Sterk bein Guðrún segir tímann frá því að ákæran var lögð fram hafa tekið mjög á alla. Þrátt fyrir að hún hafi trúað á sakleysi fjölskyldunnar og þau öll ver- ið viss um sakleysi sitt, sé það gleði- legt að það skuli nú sannað fyrir öll- um að þau hafi ekki framið nein af- brot. „Það er skelfilegt að það skuli vera hægt að leggja allt þetta á saklaust fólk og álagið hefur verið mikið þenn- an langa tíma. En þau Jóhannes, Jón Ásgeir og Kristín hafa staðið þétt sam- an, enda öll ótrúlega sterk og miklir persónuleikar. Nú getum við öll loksins slakað : almennilega á og ég er yfir mig H ánægð og glöð núna,“ segir Guðrún sem var á ^ hrað- Jónína Benediktsdóttir Skellti á DV eftir sýknudóm yfir Baugsmönnum i geer. Jón Ásgeir Jóhannesson Sýknaður. Tollgæslan í viðbragðsstöðu Strangir á matvæla- innflutningi frá Asíu Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli bíður eftir fyrirmælum ffá yfirdýra- lækni og sóttvamalækni ef ákveðið verður að fara á næsta stig í vamará- ætlun Landlæknisembættisins varð- andi fuglaflensu. Segir Tollgæslan að mikið sé um að fólk flytji inn matvæli sem ekki má flytja til landsins, svo sem hrámat, og sérstakar varúðarráð- stafanir em gerðar vegna farþega sem koma frá Asíu til að fylgjast með að ekki fari inn í landið óæskileg mat- væli. Segja tollayfirvöld í Leifsstöð að á síðasta ári hafi um átta tonnum af matvælum, sem fólk reyndi að smygla inn til landsins, verið eytt Tollgæslan í Leifsstöð segir að ein- staklingar sem koma ffá Kína, Tælandi og Filippseyjum séu aðallega Ferðamenn í Leifsstöð ífyrra eyddi tollgæslan átta tonnum af matvæium sem ferðamenn höfðu með sér til Islands. stöðvaðir með matvæli en einnig em einstaklingar sem koma ffá Banda- ríkjunum og Evrópu stoppaðir með hrámeti. Eingöngu er leyfilegt að koma með þrjú kíló af mat til landsins og er sælgæti þar með talið og matur- inn verður að vera soðinn, þurrmatur í pakkningum eða í dósum. H ( > K I > I K 1 K I' V( > l. K I N (• I \ N

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.