Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2006, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2006, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDACUR 16. MARS 2006 Lífsstíll DV Vatnsberinní2Q.;an.-;a.fefc) Ástin á vel við stjðrnu þína. Um þessar mundir er þörf þín að stjórna mjög sterk. Þú sættir þig við þig og getur skipst á hlutverkum annað veifið en hvort sem þér líkar það betur eða verr þá er allt sem nú er að gerast á þéssari stundu afleiðing af vali þínu úrfortíðinni. F\skm\r (19. febr.-20.mors) Stærsta gjöf sem þú getur veitt þeim sem þú elskar er að þú opnir og bjóðir þig fullkomlega og getur þá á móti hjálpað viðkomandi að opna þig einnig. MWm(21.rnrs-19.april) Hrúturinn ætti að finna gífur- legri sköpunarþörf sinni uppbyggilega útrásarleið með því að verða meðvitaðri um sitt innra sjálf svokallað. Leyfðu þér að dreyma um það sem þú kýst að upp- lifa eins og líkamlega snertingu og vel- gengni. (myndunarafl þitt erfrjótt um þessar mundir. Þú byggir þér upp miklar sviðsmyndir sem örva þig á góðan máta. Nautið (20. april-20. maí) Allt mun veitast þér og hjarta þínu ef þú ákveður að velja. Ekki láta aðra ákveða viðbrögð þín þvi þér hefur verið gefið valfrelsi. Tvíburarnirp?. mal-21.júnl) ’’ Ástin litar tilveru þína í björt- um og ekki síðurfögrum litum og þér líkar það vel ef marka má stjörnu tví- bura. (fyrsta skipti finnst þér að framtíð- in sé trygg og þú upplifir gleði og fögn- uð innra með þér. Krabb'm (22. iúni-22.júiD Taktu fyrir alla muni þinn tíma og ekki hika við að starfa í þágu annarra. Hógværð þín reynist þér vel þegar líða tekur að helginni. Innra auga þitt sér og skilur meira en þú gerir þér grein fyrir. LjÓfiÍð (23.júli-22. ágúst) Hér er komið inn á svokallað út- flæði og innflæði (á við orkustöðvar þín- ar). Nú er komið að þér að gefa í stað þess að halda aftur af þér. Dulinn ótti þinn og efi kann að hylja þitt sanna sjálf og þér er ráðlagt að hindra hvorki aðgengi að hjartastöðvum þínum né útflæði. Meyjan (23. ágúst-22. sept.) Það er oftar en ekki minnst á að þú ættir alls ekki að nota heiðarleika þinn gegn þér. Mundu að það er á þinni eigin ábyrgð að koma tilfinningum þín- um skilmerkilega til skila. Þú ættir að láta eðlislægt umburðarlyndi þitt ráða för en ekki óttann. áft; Vogin (21 scpl -21 okt.) Eirðarleysi eða jafnvel leiði ein- kennir vogina í dag en það breytist þegar líða tekur að helginni. Hér gefur eðlislægt eirðarleysi þér ómælda aðlögunarhæfni en þörf þín fyrir að stjórna er mikil hérna og á það við fólk jafnt sem hluti. Sporðdrekinn (24.okt.-21.n0yj Þér tekst um þessar mundir að takast á við tilfinningar þínar með rök- vísi þinni. Þú verður fyllilega meðvit- uð/meðvitaður um allar tilfinningar þín- ar ef þú aðeins áttar þig á að árekstrar eru oftar en ekki óumflýjanlegir þegar djúpar tilfinningar eru annars vegar. Gefðu eftir í meira mæli. Bogmaðurinn (22.n0v.-21.des.) Bogmaður setur sér háleit markmið þegar sambönd eru annars vegar. Hér kemur fram að þú leggur þig fram við að fylgja líðan þinni og langan- ir þínar verða uppfylltar. Steingeitinp2.te.-?9.yanj Gerðu eitthvað skemmtilegt sem þú hefur hingað til aðeins ímyndað þér en ekki leyft þér og leitaðu til fólks- ins sem eflir þig og ýtir undir jákvæða eiginleika þína. Eðli mannsins að láta óskir sínar rætast Páll Óskar Hjálmtýsson er 36 ára í dag, 16. mars. Þessi hæfileikaríki maður er líklegur til að leysa vanda- mál sín en ætti að leyfa sér að hafa opið hjartað fyrir tækifærum framtíðar. Blómin reyna ekki að vaxa heldur opna sjálfkrafa blöð sín. Það er eðli hans að láta óskir sín- ar rætast án þess að reyna á nokkurn vöðva líkamans. Nú ætti hann að skilgreina þarfir sínar og takmörk. íslenski dansflokkurinn sýnir um þessar mundir í Borgarleikhúsinu verkið Talaðu við mig sem er eftir tvo fremstu danshöfunda álfunnar, þau Didy Veldman og Rui Horta. Lífsstíll ræddi við tvo af dönsurunum, þær Aðalheiði og Hjördísi sem eru sammála um að tilfinningar tengjast dansinum. Danshöfundarnir á íslandi „Það fer eftir því hvað danshöfundar eru að sækjast eftir hverju sinni," svarar hún þegar Lífsstíll forvitnast um samstarf dansara og höfunda fyr- ir sýningar. „Rui Horta vann með okkur í prufu í nokkra daga. Þá sá hann hverja hann vildi nota og hverjir voru áhugaverðir að hans mati. Við þurftum að sýna okkur og sanna . Allir gerðu sitt besta og það var síðan í hans höndum að velja. Það þýðir ekkert að taka því persónulega þótt maður verði ekki valinn. Allir í flokknum eru hæfir en það er smekkur danshöfundanna hvað þeir vilja nota. En höfundar eru eins ólíkir og þeir eru margir. Horta er frábær danshöfundur. Það var mjög ánægjulegt og áhugavert að vinna með honum. Jákvæður maður sem gaf okkur mikið. Reyndur danshöfundur sem veit hvað hann vill. Didy Veldman var hins- vegar allt öðruvísi danshöfundur. Hún samdi fyrra verkið. Allt annar kraftur. Hún notaði eiginlega alla dansarana í sitt verk en mismikið. Þau voru bæði hér í mánuð og sömdu verkin með okkur. Hann nýtti það sem kemur frá dönsurunum og hún gaf okkur efnið sitt og við lögðum okkur fram við að ná hennar stíl.“ „Algjörlega 100%," segir Aðalheiður aðspurð í upphafi samtalsins hvort tilfinningar hennir tengist dansinum, og hún bætir við: „Maður þarf að vera sannur og einlægur. Þannig verður það satt sem maður ger- ir.“ Aðalheiður byrjaði níu ára gömul að dansa. „Ég var alltaf í ballet, stundaði ballett í mörg ár. Fékk furðufugl sem kennara. Hann var frá Am- eríku og hét Allan Howard. Hann kveikti eldinn í mér." Talið berst að því hvað dansarar þurfa að uppfylla og hvernig er að dansa í sýningunni Tal- aðu við mig sem sýnd er um þessar mundir í Borgarleikhúsinu. „Ég held að allir í þessum flokki hafi langan og góðan bakgrunn í þjálfun. Allir búa að einhverri danstækni," segir hún og byrjar að útlista hvernig henni líð- ur í sýningunni: „Það er rosalega gaman að gera þessa sýningu. Þetta eru tvö verk. Mjög ólík. Annað er í léttari kantinum og krefst annars af manni en hitt. Verkið eftir Rui Horta er alvarlegra. Þar þarf maður að vera óskaplega kraftmikill og fókuseraður en hitt er léttara og meira gaman." BMSBHBMMi - m smmmmmsm Karlar vita að vert er að hugsa um húðina 'HiB' Eva Arna Ragnarsdóttir Sem betur fer eru kartmenn farnirað viðurkenna fyrirsjálf- um sér og öðrum að þeir eru farnir að hugsa um húðina og gefa jafnvel kvenfótki ekkert eftir í þvi. Karlmenn þurfa ekk- ert siður en við kvenfólkið að JBP' hugsa vel um húðina. Þeir þurfa lika að muna eftir að fara i húðhreinsun eða andlitsbað regluiega ásamt þvl að hreinsa húðina dagiega og bera á sig gott krem. Það erýmislegt sem karl- menn geta notað til að hreinsa húðina daglega, eins og hreinsisápu sem má nota til að hreinsa andlitið og nota sem raksápu. Húð karlmanna: • Er grófari og þykkari en húðin á kvenfólki. • Endurnýjar sig fyrr en hjá kvenfólki, (meiri húðflögnun). • Gott er að hita húðina upp fyrir rakstur, t.d. fara í gufu. • Það fer betur með húðina að nota sköfu en rafmagnsrakvél. • Munið að skipta um blöð á sköf- unni og hreinsa vel, því annars er auðvelt fyrir bakteríur að myndast. • Karlmenn með feita húð mega nota rakspíra eftir rakstur sem er líka sótthreins- andi. Það þurrkar húðina örlítið. ® Karlmenn með venjulega húð ættu að nota gott krem eftir rakstur. • Karlmenn með viðkvæma húð ættu að nota gel eftir rakstur. Það erýmislegt sem karimenn geta notað til að hreinsa húðina dagiega, eins og hreinsisápu sem mánota til að hreinsa andlit og nota sem raksáþu. Hreinsigel má oft á tíð- um lika nota sem raksápu. Einnig ber að nefna hreinsi- froðu. Þetta er allt mjög fljótlegt í notkun og á þvi ekki að taka mikinn tima á morgnana að hreinsa sig og ganga með itmandi og hreina húð út í góðan dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.