Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2006, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 16. MARS 2006
Popp DV
Það styttist í tónleika Laibach á íslandi. í kvöld verður sýnd
heimildamynd um þetta magnaða band á Grand Rokki.
Bannaðasta hljómsveit í heimi
Tlte Delta Rliythm ISoyí Dry Bones
Allt sem rnáöur þarf aö viw um beinagrind
ur I einu mögnuðu lagí.
Ókincl - Ó, ég
Gott lag al nýju plötunni þeirra.
Lordi Hartl Rock Hallelujah
Finnska lagiö i Eurovislon er lyrsta hryllings•
rokkið i keppninni brenglað!
Áhöfnin - Ég lifi fyrir hip-hop
Hip-hop nienntng/n er komin til Ket.
(S/'á' inyspace.com/aholnin).
horvaldur Halldórsson &
Hljómsveit Ingimars Eydal -
Violetta
Roppuð sjórnanncisýra frá
strigabassanum írabæra.
Tónleikarnir sem talað verður
um eru framundan. Hinn þungi
taktfasti hljómur Slóvenana í Lai-
bach mun skekja Nasa næsta mið-
vikudag, 22. mars, og tónlistará-
hugafólk ætti að fara að setja sig í
stellingar. Miðasala gengur vel og
það væru hörmuleg mistök að missa
af þessu.
Laibach er engin venjuleg rokk-
hljómsveit, heldur fjöllistahópur og
listrænt afl sem m.a. starfar undir
regnhlífasamtökunumNSK.
Aðstandendur tónleikanna er mikið
í mun að uppfræða landann um
þessa magnþrungnu hljómsveit og
því verður haldið sérstakt kynning-
arkvöld um Laibach á Grand Rokki í
kvöld. Sýnd verður glæný heimilda-
mynd, Divided States of America -
Hin sundruðu ríki Ameríku - sem
fylgdi Laibach á ferð um 15 borgir í
Bandaríkjunum fýrir tveimur árum.
Stór hluti myndarinnar fer raunar í
að sundurgreina bandarískt samfé-
lag, hugsunarhátt, hernaðarhyggju,
atburðina 11. september o.fl. Lai-
bach þekkja tilhneigingar stjórn-
valda til ofríkis af eigin raun því
sveitin var stofnuð þegar Júgóslavía
var sameinað kommúnistaríki. Þeim
stjórnvöldum var vitaskuld ekki
skemmt þegar þessir gaurar í bún-
ingum sem minntu á nasista fóru að
derra sig og því á Laibach heimsmet
í að láta banna sig. Á Grand Rokki í
kvöld verða líka sýnd nokkur vel val-
in myndbönd með sveitinni. Það er
ókeypis inn og herlegheitin byrja kl.
21. Einnig má benda á upplýsinga-
síðu sem sett hefur verið upp um
Laibach: traffík.is/Iaibach.
Fyrir52árum:
Jimmy Nail (Crocodile Shoes)}
fæðist.
Fyrir47 árum:
Flavor Flav í Public Enemy fæð-
ist.
Fyrir 55 árum:
Björgvin Halldórsson fæðist.
Fyrir44árum:
Elínborg Halldórsdóttir (Ellý f
Q4U) fæðist.
Fyrir29árum:
A&M útgáfan rekur Sex Pistols
eftir vikulangt samstarf og þarf
að borga bandinu 40 þúsund
pund í skaðabætur.
Ein þyngsta hljómsveit landsins er Sólstafir sem hefur verið saman í rúmlega 10
ár án þess að fara mjög hátt. Ný plata gæti breytt því.
Itm IbIö og Ham ðmttl
urðum við besta bandið á laudinu
Nýja Prince platan heitir 3121 og þykir í „klassískum“ stíl
Heldur stubbur dampi?
Heimildamynd
um Pixies
Aðalstuðið næstu
helgl verður ber-
sýnilega á SXSW-
hátíðinni f Austin f
Texas. Fimm ís-
lensk bönd berjast
þar um athyglina við
hin 1300 böndin á hátfð-
inni. Þetta er líka kvikmyndahátíð
og meðal mynda sem frumsýndar
verða er heimildamynd um hljóm-
sveltina The Pixies sem heitir
loudQuietloud. Myndin fjallar um
kombakktúr sveitarinnar sem hófst
árið 2004. Leikstjórinn, Steven
Cantor, segir að það hafi komið á
óvart hversu jarðbundið bandið er.
„Þau voru bara að díla við týpfska
miðaldra hluti, en á sama tfma voru
aðdáendurnir að brjálast yfir þeim.
Kim Deal var að reyna að halda sér
þurri en Frank Black var að reyna
að láta túrinn passa við samband
sitt við konuna sína og börnin."
Koma Dire Straits saman
aftur?
Dire Straits hafa ekki spllað saman
síðan árið 1991, en nú á bandið f
viðræðum við aðalskipuleggjara
Glastonbury-festi-
valsins, Michael Ea-
vis. Það verður
engin Glaston-
bury-hátíð f ár
en nú er verið að
skipuleggja stórt
og gott festival
fyrir sumarið 2007.
Michael var nýlega f
viðtali á útvarpsstööinni XFM í
London og Ijóstraði þvf upp að
þessar viðræður við Mark Knopfler
og félaga ættu sér nú stað. Michael
var spurður hvort von væri til að
Rolling Stones myndu spila á festi-
valinu en hann sagði það nær úti-
lokað: „Stónsararnlr hafa aldrei
spilað á Glastonbury af þvf þeir eru
einn stór peningur. Við höfum ekkf
efni á að borga meira en nokkur
hundruð þúsund pund fyrir stærstu
stjörnurnar og þeir hreyfa sig ekki
fyrir minna en hálfa milljón."
Þungarokksliljómsveitm Sólstafir
sækir sinn hlustendahóp mikið til
utan landsteinanna. Sveitin hefur gef-
ið út plötur í Þýskalandi, Rússlandi og
Tékklandi. Nýjasta og metnaðar-
fyllsta verk sveitarinnar heitir
Masterpiece of Bitterness og kom út í
byrjun árs hjá finnska merkinu
Spinefarm Records, sem er stærsta
roklcmerki Finnlands og gefur m.a. út
ævintýrametalsveitina Nightwish
sem hefur verið að slá í gegn upp á
síðkastið. Platan er líka komin út í
Þýskalandi hjá Soulfood-merkinu.
Aldir upp í dauðarokkinu
„Um leið og Ham hætti urðum við
besta bandið á landinu og erum bún-
ir að vera það síðan," segir Aðalbjöm
Tryggvason án þess að hika. Hann er
söngvari og gítarleikari og
eini upprunalegi meðlimur
Sólstafa. „Við spiluðum
ekki opinberlega í 3-4 ár af
því það var ekkert þunga-
rokk á landinu, en í dag
emm við nokkuð sáttir við
stöðuna. Þungarokkið er
vinsælla en oft áður og við
eigum okkar hóp. Gerum
oft góð gigg héma.“
Aðalbjöm er ekkert
gefinn fyrir það að skil-
greina þungarokk Sólstafa út í hörgul.
„Við erum aldir upp í dauðarokkinu
og fólk kallar oklcur stundum
dauðarokk. Blessaðurvertu, maðurer
búinn að heyra það allt; að við spilum
black metal eða progg metal, jú neim
itt. Mér finnst elckert auðvelt að skil-
greina okkur, en ég get þó nefnt að við
erum undir áhrifum ffá bresku rokki
frá 9. áratugnum, böndum eins og
Sisters of Mercy og The Mission. Það
koma fáir auga á þetta."
Öskubuskusaga
Nýja platan er engin smásmíði,
heilar 70 mínútur að lengd en samt
bara sjö-laga. Byrjar á mttugu mín-
útna málmbræðslu, annað lag er 15
mínútur, þrjú em tæplega tíu mínút-
ur og bara tvö em í „venjulegri“ lengd,
5 og 3 mínútur. Bandið er gríðarþétt
og kraftmildð, lagasmíðarnar á köfl-
um slefandi góðar. En þetta er þung-
meti. „Já, þetta er ekkert sem þú melt-
ir á 5 mínútum," samsinnir Aðal-
bjöm. „Sjálfum finnst mér
alltaf skemmtilegra að
hlusta á erfiðar plötur, plöt-
ur sem tekur tíma að kom-
ast inn í. Við vorum heil-
lengi að gera þessa plötu.
Sömdum hana á löngum
tíma. Það segir sig sjálft að
það tekur tíma að semja 20
mínútna lag. Maður semur
elcki 20 mínútna lag og hend-
ir því svo bara."
Bandið byrjaði að taka plötuna
upp án þess að vera komið með
samning. Aðalbjöm segir að tilkoma
samningsins við Spinefarm sé hálf-
x.
Sólstafir Master-
piece of bitterness.
Ný Prince-plata telst til tíðinda í
poppinu, enda er hann einn af
þeim stóm og hefur selt
um 60 milljón plötur á
ferlinum. Ný plata kem-
ur út í næstu viku og
heitir 3121. Listamaður-
inn hefur ekki fengist til
að tjá sig um þennan dul-
arfulla titil, en aðdáendur
skjóta á þetta sé húsnúm-
erið á villu Prince í Los
Angeles. Þetta er fyrsta platan sem
Prince gefur út hjá nýjum útgefend-
um, Universal, og mun vera í
klassíkum Prince-stil.
Sigurganga tónlistar-
mannsins hefur verið
skrykkjótt síðan fyrsta
platan kom út árið
1978. Hann var að-
algæinn í bransanum
á níunda áratugnum,
en svo fór að halla
undan fæti enda urðu
sérviska karlsins og
nafnabreytingar umtal-
aðri en sjálf tónlistin á tímabili. Nú
er Prince aftur á uppleið eftir nokk-
ur mögur ár. Síðasta platan,
Musicology sem kom út fyrir tveim
ámm, fékk góðar móttökur og
Prince fylgdi henni eftir með tón-
leikaferð sem skilaði meiru í kass-
ann en aðrar ferðir það árið. Nú er
að sjá hvort stubbur haldi dampi á
nýju plötunni, en hún inniheldur
lög eins og „Te Amo Corazon (I
Love You Sweetheart), Beautiful,
Loved & Blessed (flutt af Prince og
Tamar, R&B söngvara á uppleið) og
fyrsta smáskífulagið, Black Sweat.
gerð öskubuslcusaga. „Ég hitti enskan
gaur í brúðkaupi í Svíþjóð fyrir
nokkmm árum og hann var í hljóm-
sveit sem var að reyna að fá samning
hjá Spinefarm. Hann sagði mér endi-
lega að prófa og ég sendi á þá demó
sem þeir fíluðu. Svo þegar við spiluð-
um í Loppen í Kristjamu árið 2004
mætti forstjórinn og við gerðum rosa-
lega gott gigg, rústuðum trommusett-
inu og hvað eina og fengum samning
á staðnum."
Geimverur í Finnlandi
Klæðnaður Sólstafa vekur athygli.
Sólgleraugu, kúrekahattar, síðir
kúrekafrakkar og sporar á stígvélun-
um. „Því skyldi maður ekki alveg eins
klæða sig upp íýrir tónleika eins og
fyrir fermingarveislu?" spyr Aðal-
bjöm. „Við spiluðum á árlegri Spine-
farm hátíð í Finnlandi í fýrra og vor-
um eins og geimverur innan um öll
þessi finnsku bönd. Þau em öll voða-
lega svipuð með svipaða tónlist og
margt af þessu ægilegt Eurovision-
þungarokk. Við fengum samt fínar
móttökur."
Framundan hjá Sólstöfum er að
koma plötunni út á íslandi sem verð-
ur bráðlega í gegnum 12 tóna. Bandið
æfir nú stíft fyrir útgáfútónleikana
sem verða um næstu mánaðarmót.
Þá á að spila á festvölum í Finnlandi í
sumar og svo verður væntanlega far-
inn langur Evróputúr þegar haustar á
ný. Nóg í gangi hjá Sólstöfum.
glh@dv.is
Sólstafir - Reffilegir menn Sæþór Marlus (gitar),Svavar Austmann (bassi),Aðalbjörn
(söngur & gítar) og Guðmundur.