Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2006, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 16. MARS 2006
Menning DV
Vel sagt
Þegar ég var lítill drengur var ég
stimdum sendur í kaupstaðinn, eins
og það var kallað. í raun og veru finnst
mér ég ennþá vera í einhverri slflcri
kaupstaðarferð, langri og yfimáttúr-
legri kaupstaðarferð, en ég hef gleymt
því hver sendi mig og einnig því hvað
ég átti að kaupa.
(Steinn Steinarr)
Björntekurviðaf
Ólafi Darra
í leikritinu Glæpur gegn diskó-
inu eftir Gary Owen, sem leikstýrt
er af Agnari Jóni Egilssyni og sýnt í
Borgarleikhúsinu, hefur Bjöm Ingi
Hilmarsson tekið við hlutverki
Ólafs Darra Ólafssonar.
Þessu valda annir hjá Ólafi
Darra, sem m.a. leikur í Pétri Gaut
í Þjóðleikhúsinu, segir leikstjórinn
Agnar Jón í smttu spjalli við menn-
ingarsíðu. Hann segir að Bjöm Ingi
sé engu síðri en Ólafur Darri og
það sé skemmtilegt að sá hvemig
hlutverkið taki stakkaskiptum með
nýjum leikara.
Steypibaðsfélagið Stútur sýnir
verkið í samstaríi við Vesturport og
Borgarleikhúsið. „Það er laugar-
dagskvöld, og þrír strákar reyna að
skera á böndin sem hafa haldið
aftur af þeim frá fæðingu, með
hjálp (og hindrun) vímuefria,
kvenfólks og ómótstæðilegrar tón-
listar. Dauður köttur, diskókvöld
sem aldrei átti sér stað, bijóstin á
starfskonu tryggingastofiiunar og
hauslausar dúfur em vendipunktar
í þessu mannlega ferðalagi um
karlmennskuna," segir á vef Borg-
arleikhússins.
Aðrir leikarar em
Friðrik Friðriksson
og Guðmundur
Ingi Þorvalds-
son.
Björn Ingi Hilmarssi
Tekur við afúlafi Darrc
Glæpi gegn diskóinu.
Drottning
kaðlanna
Steinunn Sigurð-
ardóttir fatahöimuð-
ur verður á Sjónþingi
Gerðubergs á laugar-
daginn kl. 13.30-16
og sama dag verður opnuð yfirlits-
sýning á verkum hennar.
Stjómandi er Sigríður Sigur-
jónsdóttir, prófessor við hönnun-
ardeild Listaháskóla íslands. Spyrl-
ar em Páll Hjaltason, arkitekt og
eigandi stofiínnar +Arkitektar, og
Gunnar Hilmarsson, yfirhönnuður
hjá Day Berger Mikkelsen Copen-
hagen. Steinunn var íyrsti íslend-
ingurinn til að stunda nám í Par-
sons School of Design I New York
og dvaldi þar í þrettán ár. Að námi
loknu vann Steinunn með fremstu
fatahönnuðum heims; Gucci,
Ralph Lauren, Calvin Klein og La
Perla. Hún var kölluð drotting
kaðlanna, vegna þess hve hún
skapaði fallegar kaðlapeysur. Hún
vann eftún frá grunni og bjó til ný
efrii sem aldrei höfðu sést áður.
Árið 1995 hóf Steinunn störf hjá
Gucci og starfaði með hönnunar-
hópi Tom Fords sem byggja átti
upp fýrirtækið. Upp úr því fór hún
að vinna sem yfirhönnuður hjá La
Perla og eftir tveggja ára starf hjá
fyrirtækinu ákvað hún að snúa sér
að því að hanna föt undir eigin
nafrii. Þess má geta að Steinunn
fékk menningarverðlaun DV í
hönnun árið 2003. Menningarmið-
stöðin Gerðuberg og Síminn munu
bjóða landsmönnum upp á nýjung
sem felst í því að hægt verður að
skoða sýninguna á netinu. Sýning-
in stendur til 30. apríl og er að-
gangur ókeypis.
Níu nætur er sérkennileg saga sem rambar á brún skáldskapar og lygi, minn-
inga og sannleika, geðveiki og heilbrigði. Sigríður Albertsdóttir segir að sag-
an sé djúp, myrk og skelfileg, en fantavel skrifuð.
Öpvændnn á indíánnslóðum
Níu nætur
Bernardo Carval-
ho
Bjartur 2006
Þýðing: Sigrún
Ástríður Eiríks-
dóttir
★ ★★
Bókmenntir
í ágúst árið 1939 framdi norð-
ur-Ameríkumaðurinn Buell Quain
sjálfsmorð á meðan á dvöl hans
hjá Krahó-indíánum í Brasilíu
stóð. Quain var aðeins 27 ára að
aldri en hafði þá þegar getið sér
gott orð fyrir mannfræðirannsókn-
ir sínar og þegar dauða hans bar að
hafði hann um tíma unnið að vett-
vangsrannsóknum meðal indíán-
anna. Ekki var mikið vitað um
ástæður þess að hann stytti sér
aldur en þó benti sitthvað til þess
að hann hafi verið haldinn ólækn-
andi sjúkdómi og því ákveðið að
flýta fyrir dauða sínum.
Upplifir marga martröðina
Sextíu og tveimur árum síðar
rekst brasilískur rithöfundur á
nafn Quains í blaðagrein, er full-
viss um að hann hefur heyrt nafn
hans áður og ákveður að rannsaka
til hlítar hvað olli því að Quain
stytti sér aldur. Leitin, sem er mjög
þráhyggjufull á köflum, ber hann
víða, m.a. á skjalasöfn í Bandaríkj-
unum og Brasilíu, hann leitar uppi
fólk sem þekkti Quain og er enn til
frásagnar og eins ferðast hann á
indíánaslóðir til þess að komast
nær persónu Quains. Þar upplifir
hann marga martöðina og er
stundum frá sér af hræðslu því
hegðun og siðir indíánanna eru
óútreiknanlegir. Ferð rithöfundar-
ins í indíánaþorpið færir hann nær
örvæntingu Quains en hann er
litlu nær um orsakir sjálfsmorðs-
ins. Skjölin sem hann les, viðtölin
sem hann tekur og einnig per-
sónuleg bréf Quains, sem hann
skrifaði síðustu stundirnar sem
hann lifði, gera fátt eitt nema rugla
rithöfundinn í ríminu. I hvert sinn
sem hann þykist eygja einhverja
glætu kemur eitthvað nýtt upp á,
nýjar mótsagnir og þversagnir sem
færa hann enn fjær takmarki sínu.
Og bréf Buells eru afar furðuleg því
þau eru uppfull af mótsögnum og
jafnvel lygum en afhjúpa mann á
barmi örvæntingar og þess vegna
klárrar geðveiki.
Djúp sálarkreppa
Inn í sögu Carvalhos fléttast frá-
sögn roskins heimamanns,
Manoels Perna, en hann eyddi níu
nóttum í félagsskap Buells. Frá-
sögn Manoels er nokkurs konar
hliðarsaga í sögunni, prentuð með
skáletri og er orðunum beint að
nafnlausum manni sem Buell
hafði skilið eftir bréf til. Það bréf
ákveður Manoel að halda eftir því
hann er hræddur um að það inni-
haldi atriði sem kunna að skaða
mannorð Buells. Því bíður hann
eftir að maðurinn komi svo hann
geti afhent honum bréfið. En mað-
urinn kemur aldrei og því ákveður
Manoel að eyða bréfinu. Frásögn
Manoels skýrir tæpast lokaákvörð-
un Buells en hún sýnir mann í
djúpri sálarkreppu sem ekkert fær
sefað nema kannski dauðinn.
Tærleiki og skerpa
A laugardaginn kl. 15 verður
opnuð í Gerðarsafni sýning sem ber
heitið Tærleikar. Þar verða sýnd
verk listamannanna Elina Brother-
us, Rúrí og Þórs Vigfússonar. Verk
þessara listamanna hafa marga
snertifleti enda þótt þau séu unnin
í mismunandi efni og með ólíkum
aðferðum. Tærleiki og skerpa í
framsetningu einkennir verkin. Þau
spegla margvíslega þætti samtím-
ans og kallast á við umhverfið,
áhorfandann og sjálf listamanns-
ins.
Finnska listakonan Elina
Brotherus er meðal virtustu lista-
manna Finna af yngri kynslóð. Hún
hefur haldið fjölmargar sýningar
víða um lönd og hlotið margvísleg-
ar viðurkenningar. Elina Brotherus
Fegurð í leitinni
Fleiri hliðarsögur eru í Níu
nóttum, til dæmis upprifjun rit-
höfundarins á eigin bernsku en
faðir hans var ævintýramaður sem
ferðaðist með drenginn inn í
brasilíska skóga þar sem hann
starfaði á meðal indíána. Þær
minningar eru martraðarkenndar
en skýra jafnframt þrá höf-
undarins til að komast til
botns í máli Buells því
hann skilur og þekkir
af eigin skinni þann
ótta sem skín út úr
bréfum mannfræð-
ingsins. Um síðir
áttar höfundur sig
á hvar hann hefur
heyrt nafn Quains
áður en átakanleg
örlög föður hans
leiða til þess að
ákveðin púsl falla á
réttan stað.
Níu nætur er
sérkennileg saga
sem rambar á brún
skáldskapar og lygi,
minninga og sann-
leika, geðveiki og heil-
brigði. Sagan er fanta-
vel skrifuð og þótt hún
sé djúp, myrk og skelfi-
leg og fjalli um ótta og
botnlausa einsemd er
ákveðin fegurð fólgin í leit
rithöfundarins sem
leggur á sig ótrú-
legustu píslir
til að kom-
ast til
botns í örlögum löngu gengins
manns. Það hefur tæpast verið létt
verk að þýða Níu nætur en það
verk hefur Sigrún Ástríðúr Eiríks-
dóttir unnið af mikilli kúnst og
prýði.
SigríðurAlbertsdóttir
er þekkt fyrir ljósmyndaverk sem
oft hafa sjálfsævisögulega skírskot-
un.
Þór Vigfússon hefur starfað að
myndlist í þrjá áratugi og haldið
fjölda sýninga. Viss naumhyggja ein-
kennir verk Þórs á ytra borði en í
þeim leynist líka mikil og margslung-
in dýpt. Verk hans á sýningunni eru
unnin í gler. Rúrí hefur haldið fjöl-
margar sýningar heima og erlendis.
Verk hennar Archive - endangered
waters vakti alþjóðlega athygli á Fen-
eyjatvíæringnum árið 2003 þegar
hún var fúlltrúi fslands. Verkin á
þessari sýningu em unnin í beinu
framhaldi af Feneyjarverkinu, en em
í fyrsta sinn sýnd hér á Islandi.
Sýningarnar standa til sunnu-
dagsins 23. apríl.
Baðherbergi með
m/mósu Eftirfinnsku lista-
konuna Elinu Brotherus.