Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2006, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 16. MARS 2006
Fréttir UV
Sveðjumaður
áfram í gæslu-
varðhaldi
Hæstiréttur ís-
lands staðfesti á
mánudag gæslu-
varðhaldsúrskurð
yfir Tindi Jónssyni
sem ákærður hefur
verið íyrir að höggva
mann með sveðju í
höfuð og líkama í Garðabæ
í október á síðasta ári.
Tindur kærði úrskurð Hér-
aðsdóms Reykjaness sem
dæmdi hann í gæsluvarð-
hald þar til dómur félli en
mál hans bíður aðalmeð-
ferðar.Tindur er ákærður
fyrir tilraun til manndráps
og verði hann sakfelldur
getur hann hlotið allt að
sex ára fangelsi.
Textavél á
Patreksfjörð
Vesturbyggð þarf að
kaupa nýjan textabúnað
fyrir Skjaldborgarbíó á Pat-
reksfirði. Kom fram í máli
Guðmundar Guðlaugsson-
ar bæjarstjóra á bæjarráðs-
fundi að nú sé svo komið
að bíófilmur komi ekki
lengur textaðar. Því hafi
ekki verið hjá því komist að
ijárfesta í búnaðinum ef
halda ætti áfram að sýna
kvikmyndir í Skjaldborgar-
bíói. Textabúnaðurinn
kostar 1,6 miljónir króna.
Vonast bæjarstjórinn til að
hægt verði að afla styrkja
fýrir helmingi kostnaðarins
á móti framlagi úr bæjar-
sjóði. Síðasta Star Wars-
myndin var forsýnd í
Skjaldborg.
Svipturá
:i
staðnum
Lögreglan í Reykjavík
stoppaði ökumann rétt eftir
miðnætti aðfararnótt mið-
vikudags á Sæbraut. öku-
maðurinn ók á 146 kíló-
metra hraða á klukkustund
þar sem leyfilegur hraði er
60. Maðurinn sem er 25 ára
var sviptur á staðnum og
tók lögreglan bifreið hans
og keyrði hana á lögreglu-
stöðina. ökumaðurinn var
allsgáður þegar hann var
stoppaður.
„Nú liggurá að
taka upp þáttinn
minn og klára
þaö allt,“ segir V
Erna Bergmann
Björnsdóttir, önn-
urþeirrasem
mun stjórna
þætt-
inum
Á
bakvið böndin, sem verður
sýndur á Sirkus.„Svo þarf
ég reyndar líka að taka til
heima hjá mér. Það er
svona þegar maður er
aldrei heima, þá safnast
alltsaman. En nú verður
ráðin bót á þvi."
Hvaö liggur á
Foreldrar í írabakka í Breiðholti eru reiðir vegna barnaníðings sem býr í blokkinni
þeirra. Oddný Lína Sigurvinsdóttir. móðir í írabakka, segir að foreldrarnir vilji gefa
skýr skilaboð til níðinga um að þau líði ekki slíka menn í kringum börnin sin. Ellý
Þorsteinsdóttir hjá Velferðarsviði Reykjavíkur vill finna farsæla lausn á málið.
„Viö linnum ekki látum
fyrr en hann er farinnÁ
„Við viljum þennan mann burt," segir Oddný Lína Sigurvinsdóttir,
ein af fjöldamörgum áhyggjufiillum foreldrum sem búa á Irabakka.
Sigurður Jónasson, sem er dæmdur bamamðingur, býr á jarðhæð í
blokkinni og óttast foreldrar að hugsanlega muni Sigurður hremma
börnin þeirra. Sigurður var dæmdur í eins árs fangelsi fýrir að
nauðga tveimur piltum og 17 ára andlega vanheilum pilti í júm' á
síðasta ári og hefúr hann lokið afplánun sinni.
„Við viljum gefa skýr skilaboð um
að við líðum ekki að hafa svona
menn í kringum börnin okkar," seg-
ir Oddný Lína áhyggjufull yfir ná-
lægð Sigurðar. Hún segir að þær séu
búnar að láta alla vita í blokkinni og
að börnin séu hrædd við hann en
viti af honum. Oddný Lfna segir að
tryggja þurfi öryggi barnanna og
slíkt verði ekki gert nema með því að
vekja athygli á þessu máli.
Hengja mynd á Ijósastaura
„Við linnum ekki látum fýrr en
hann er farinn,“ segir Oddný Lína
og bætir við að ef hann fari ekki
þá muni þær fara með bréf í
alla póstkassa í hverfinu og
hengja upp myndir af honum á
ljósastaurum til þess að hægt
verði að tryggja öryggi barn-
anna. Hún segir að eina leiðin til
þess að sigra svona menn sé með því
að rjúfa þögnina og vara fólki við
honum.
Býr í íbúð á öðru nafni
Sigurður, sem er að nálgast
fimmtugt, gistir í íbúð sem er á nafni
fyrrum sambýliskonu hans. Oddný
Lína segir að hugsanlega sé það þess
vegna sem Sigurður býr núna í
barnaumhverfi því lítið annað en
barnafjölskyldur eru í blokkinni að
hennar sögn. Hún von-
ar að félagsyfirvöld
bregðist við kalli
áhyggjufullu mæðr-
anna á írabakka því ef
ekkert verði að gert þá
gæti það haft hræði-
legar afleiðingar fýrir
börn.
„Þessi maður á
bara sjá sóma sinn og
koma sér burt," segir
Oddný Lína ákveðin.
BaraaÉingi úfilutað
W i baraa&loftk
Níðingar og börn
í sitthvort húsið _ ~
í viðtali í gær við DV sagði
Sigurður Kr. Friðriksson) fram-
kvæmdarstjóri félagsbústaða, að
hans persónulega skoðun væri sú að
ekki ætti að setja barnaníðinga í
sama fjölbýlishús og börn. Hann
segir að þegar þeir úthluti íbúðum
þá fái þeir ekki að vita um fortíðina
heldur er það Velferðarsvið sem veit
það. Hann segir að til að þessi staða
komi ekki upp þurfi félagsbústaðir
að vera betur upplýstir.
Reynt að finna lausn
„Við gerum ráðstaf-
anir ef svona mál
koma upp," segir Ellý
ÞorsteinsdóttirhjáVel-'
ferðarsviði Reykjavík-
urborgar, og bætir við
að þetta tiltekna máf
hafi ekki komið á borð
til hennar. Hún segir að
það muni verða skoðað
í sameiningu við Félags-
bústaði ef það verður
kvartað og reynt að
finna sem farsæla lausn
á vandamálinu.
valur@dv.is
Milljón krónur í kynningu á skipulagi á Álftanesi
Siðlaust og ámælisvert
Álftaneshreyfingin telur það sið-
laust og ámælisvert að í fýrrakvöld
var samþykkt á bæjarstjórnarfundi,
með meirihluta Sjálfstæðisflokksins,
samningur við almannatengslafýrir-
tækið KOM ehf. þar sem fyrirtækið á
að kynna sjónarmið flokksins varð-
andi skipulag miðsvæðis Álftaness.
Sigríður Rósa Magnúsdóttir, for-
maður bæjarráðs Álftaness, segir að
ekkert sé óeðlilegt við þessa sam-
þykkt meirihlutans. Það sé eðlilegt
að fyrirhugað skipulag sé kynnt fyrir
bæjarbúum eins og það liggi fyrir og
andstaða Álftaneshreyfingarinnar sé
fyrst og fremst pólitísk og hafi ekkert
með skipulagið sjálft að gera. „Þeir
eru bara komnir í kosningaham,"
segir Sigríður Rósa.
Miklar deilur hafa staðið um
skipulag miðsvæðisins milli Sjálf-
stæðisflokksins og Álftaneshreyfing-
arinnar. Að sögn Kristjáns Svein-
björnssonar, bæjarfulltrúa Álftanes-
hreyfingarinnar, hugnast þeim ekki
nýgert skipulag og vilja samkeppni í
samræmi við vilja íbúa en um helm-
ingur íbúa krafðist samkeppni í
undirskriftasöfnun þegar skipulagið
var auglýst. Sigríður Rósa segir á
móti að Alftaneshreyfingin hafi farið
með miklu offorsi í þessa undir-
skriftasöfnun og hún þekki fjölda
manns sem sér eftir að hafa sett nafn
sitt á framangreindan lista.
„Nú ætía sjálfstæðismenn að
taka milljón úr sveitarsjóði til að
kynna sitt sjónarmið og gera þannig
tilraun til að kaupa nýja afstöðu
íbúa," segir Kristján Sveinbjörnsson.
„Nú er ætíun sjálfstæðismanna að
kaupa þjónustu almannatengsla-
fyrirtækisins KOM ehf. og láta sveit-
arsjóð og þar með alla íbúana
greiða kostnaðinn, sem er
áætlað að verði um ein millj-
ón króna. Þessi samningur D-
listans er siðlaus og ámælis-
vert að sveitarsjóður kosti
með beinum hætti kosninga-
baráttu D-listans.“
Kristján Sveinbjörnsson „Nú er
ætlun sjálfstæðismanna að kaupa
þjónustu almannatengslafyrirtæk-
isins KOM ehf. og láta sveitarsjóð
og þar með alla íbúana greiða
kostnaðinn."