Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2006, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2006, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2006 Fréttir DV Stangveiðar gefa 9 millj- arða Samkvæmt upp- lýsingum frá hag- fræðideild Háskóla Islands stunda um það bil 60.000 manns á íslandi stangveiði og um 5.000 erlendir veiðimenn koma hingað til veiða á ári hverju. Þetta kom fram í ræðu Gunnars örlygssonar, Sjálfstæðisflokki, á þingi í vikunni en Gunnar styður ' frumvarp landbúnaðarráð- herra sem kveður á um bann við netaveiðum í lax- veiðiám. Að sögn Gunnars er það metið sem svo að bein og óbein áhrif stang- veiða megi meta á 9 millj- arða króna á ári. Þar af eru beinar tekjur til veiðifélaga 1.000 - 1.200 milljónir á ári. Geir karlremba? Skúli Steinn Vilbergsson boxari. „Nei, og hann á ekki að sætta sig við það næstbesta. „Frekar þann versta en þann næst- besta"segir í Islandsklukkunni og það ætti hann að taka sér til fyrirmyndar, hinn háttvirti utanríkisráðherra. Annars fínnst mér leiðinlegt að herinn sé að fara, hvað eigum við Kefl- víkingar að gera afokkur um helgar þegar hermennirnir eru hættir að mæta I miðbæ Kefla- vikur? Annars fínnst mér sam- líkingin fáránleg, ótrúlegt að þingmanni detti I hug að orða þetta svona. Ekki það að hann eigi séns f sætustu stelþuna." Hann segir / Hún segir „Ég tók þetta nú ekkert sérstk- lega nærri mér þegar ég heyrði þetta. En þetta eru óheppileg ummæUsem hann lét falla. Menn verða að passa sig áþvfhvað þeir segja." Guðríður Arnardóttir veðurfræðingur. Fegurðarkóngurinn Arnór Diego Hjálmarsson hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir fíkniefnabrot. Arnór sigraði í fyrstu Herra íslandskeppninni árið 1988, aðeins átján ára gamall. Titill Arnórs og útlit vöktu verðskuldaða athygli á þeim tíma. Herra Island kominn í kókiö Arnór Diego Hjálmarsson sem sigraði í fyrstu Herra fs- landskeppninni árið 1988 var dæmdur í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa haft undir höndum flkniefni. Arnór var gríðarlega vinsæll á níunda áratugnum meðal kvenþjóðarinnar þegar hann spókaði sig á börum Reykjavíkur með bjórlíki í hönd. Tæp tíu grömm af kókaíni fund- ust á heimili Arnórs Diego í mið- borg Reykjavíkur og bíl hans í Kópavogi í lok janúar á þessu ári. Arnór var einnig tekinn með tæp tólf grömm af marijúana og tóbaksblönduðu kannabisefni. Samkvæmt lögfræðingi Arnórs, Sveini Andra Sveinssyni, sagðist Arnór ekki hafa átt efnin þótt þau hafi fundist á heimili hans og í bíl hans. Gleypir konur Arnór er svipsterkur og eflaust muna flestir eftir honum fyrir suð- rænt útlit og sjarma sem bræddi mörg meyjarhjörtun á níunda ára- tugnum. Varir Arnórs vöktu sérstaklega mikla athygli. Var því fleygt fram í keppninni að hann gæti gleypt konur með vörunum ef þær kysstu hann. Mikil ánægja var með úr- slitin þegar Bryndís Schram til- „Því var fleygt fram í keppninni að hann gæti gleypt konur með vörunum efþær kysstu hann." kynnti niðurstöðuna við hátíðlega athöfn. Á byggingafyrirtæki „Ég vinn sem húsasmiður og á eigið byggingafyrirtæki," sagði Arnór Diego í viðtali við Hér og Nú síðasta sumar. Hann var kjörinn fyrsti Herra ísland árið 1988. Hann hefur heldur betur söðlað um síðan hann var kjörinn manna myndarlegastur og stendur í stór- ræðum þessa dagana í bygginga- bransanum. Fágætur gripur í boði í Skipholti 40 ára gítar til sölu á 200 þúsund „Þetta er sjaldgæfur gripur. Þeir eru ekki framleiddir svona lengur," segir Leifur Björnsson í Tónabúð- inni í Skipholti sem hefur fengið í sölu 40 ára gamlan gítar með sögu. Um er að ræða Guild CE-100 frá 1966. Gullmoli með strengjum. „Mér skilst að þessi gítar sé að verða frægur. Erlendis er algengt að gömul hljóðfæri með sögu séu seld á háu verði en minna hefur verið um slíkt hér heima,“ segir Leifur í Tónabúðinni. Við skoðun telja menn að skipt hafi verið um háls á gítarnum en ljóst sé að hann hafi verið mikið notaður: „Gítarinn hefur verið not- aður í atvinnumennsku. Það er nokkuð víst," segir Leifur en ítrek- ar þó að gítarinn sé í toppstandi. Sögur herma að gítarinn hafi um tíma verið notaður í Svíþjóð og jafnvel talið að Björgvin Gíslason og jafnvel Magnús Eiríksson hafi leikið á hann um tíma. Verið er að sannreyna þær upplýsingar. „Það hefur töluvert verið spurt um gítarinn og eftirspurn virðist vera töluverð," segir Leifur í Tónabúðinni. Komið víða við Arnór verður 37 ára síðar á ár- inu og hefur elst vel. Titill hans vakti ekki síst verðskuldaða athygli þar sem hann var í raun brautryðjandi meðal fegurðarkónga á íslandi. Frá því titillinn féll Arnóri í skaut hefur hann fengist við margt. Meðal þess má nefna sölu laxveiðileyfa og bókaútgáfu ásamt föð- ur sínum og bróður. Að lokum tók hann að starfa sjálfstætt sem húsasmiður enda er hann menntaður smið- ur. Arnór játaði brot sín ský- laust fyrir dómi og var dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir brot sitt. Refsingunni er þó frestað ef hann heldur skilorð í tvö ár. valur@dv.is Fallegt módel Stúlkurnar féllu í yfirlið þegar Arnór spókaði sig um á börum bæjarins með bjórlfki fhönd á nfunda áratugnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.