Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2006, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2006, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2006 Fréttir OV Skáti kýldi mann Andri Már Reynisson, dróttskáti og útivistarmað- ur, hefur verið ákærður fyr- ir líkamsárás í Hafnarfirði á barnum Snooker sportbar í lok apríl á síðasta ári. Mál hans var þingfest í Héraðs- dómi Reykjaness í gær. Andra, sem hefur verið töluvert virkur í skátunum, er gefið að sök að hafa sleg- ið annan mann með þeim afleiðingum að framtennur hans brotnuðu. Hann neitar sök og mun því aðalmeðferð í málinu fara fram síðar í mánuðin- Sprautuðu tannkremi Lögreglan íVestmanna- eyjum kom að óvenjuleg- um skemmd- arverkum í stigagangi að Áshamri 57. Það var á sunnudaginn sem skemmdar- verkin voru tilkynnt en einhver eða einhverjir óprúttnir aðilar höfðu sprautað tannkremi víðs vegar um stigaganginn og var ekkert sparað á glugga, veggi og teppi húss- ins. Þá var póstkassi í hús- inu einnig skemmdur. Lög- reglan hefur ekki upplýs- ingar um hver olli eignar- spjöllunum en rannsakar málið. Skólabörn veiða ísbjörn Nemendur í fimm grunnskólum á Vestfjörð- um taka þátt í verkefni sem kallast ísbjarnaverkefnið, samkvæmt bb.is. Munu börnin fljúga til Kulusuk í mánuðinum þar sem þau munu fylgjast með í gegn- um gervihnött er veiði- menn veiða ísbjörn á Aust- ur-Grænlandi. Ef nemend- ur hafa áhuga á því að sjá eitthvað betur mun það verða mögulegt að leið- beina veiðimönnunum og biðja þá að fara nær en kvikmyndatökumaður verður í för með veiðihópn- Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, ungfrú heimur, heillaði Grikki upp úr skónum sem heið- ursgestur á tískusýningu Nikos og Takis í síðustu viku og var boðið að vera kynnir á Eurovision-keppninni í Aþenu í kjölfarið. Elín Gestsdóttir, framkvæmdastjóri Fegurðar- samkeppni íslands, segir Unni Birnu vera stjörnu en hún hafi þó engin völd til að losa Unni frá skyldum sínum sem ungfrú heimur í Asíu á sama tima. Getnr ekki hjálpað llnni á Eurovisinn „Ég var sem sagt beðin um að vera kynnir á Eurovision-keppninni í Aþenu í maí," skrifaði Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, ungfrú heimur, á heimasíðu sína í síðustu viku. Eins og fram kom í DV í gær kom Unnur, sá og sigraði á tískusýningu hjá fremstu tísku- hönnuðum Grikkja og fékk tilboðið í kjölfarið. „Varð að afþakka pent þar sem ég er bókuð í Miss World Winners túrinn í Asíu á ná- kvæmlega sama tíma," skrifaði fegurðardrottningin ennfremur. Eurovision-tilboðið sem Unnur fékk kemur Elínu Gestsdóttur, fram- kvæmdastjóra Fegurðarsamkeppni íslands, ekki á óvart. „Unnur er löngu orðin stjarna. Hún varð það um leið og hún var kjörin Ungrú Reykjavík í fyrra,“ segir Elín. Henni finnst aftur á móti ekki lík- legt að hún geti kippt í nokkra spotta til áð losa Unni undan Miss World- skyldunum til að koma fram á Eurovision. ,Ætli það? Þetta er ekki í mínu valdi. Það þarf að fara í æðstu stjóra Miss World-keppninnar,“ seg- ir Elín hlæj- andi. Sú fegursta og fyndnasta „Það myndi vera stórkostlegt. Að vera með landsliðið, fegurstu konu heims og fyndnustu konu heims á sviðinu," segir Gísli Marteinn Bald- ursson Eurovision-sérfræðingur. „Þetta sýnir hvað Grikkir eru montnir af því að vera með Eurovision. Þeir hafa verið svo hrifn- ir af henni að þeir buðu henni að vera heiðurskynnir. Annars eru kynnarnir yfirleitt ekki af öðrum þjóðernum. En það væri frábært að sjá Unni kynna Silvíu á svið,“ segir Gísli. „Það myndi verastór- kostlegt. Að vera með landsliðið, fegurstu konu heims og fyndn- ustu konu heims á sviðinu." Unnur mætir á Broadway Elín segir að búið sé að bóka Unni Birnu til þess að koma fram á Ungfrú Reykjavík-keppninni þar sem hún mun krýna arftaka sinn á Broadway á fimmtudaginn eftir viku, 30. mars. Þess má geta að aðsókn í feg- urðarsamkeppnirnar hefur tví- mælalaust aukist eftir að Unnur Birna kom sá og sigraði keppnunum Ungfrú Reykjavík, Ungfrú ísland og Ungffú heimur. „Það gleyma svo margir að þetta ævintýri hennar byrjaði með Ung- i Unnur Birna Fullbókuð út árið. í Lunknar lesbíur og fálátir fótboltahommar Frá því var greint í Fréttablað- inu að erfiðara væri að vera hommi en lesbía í íþróttum á íslandi. Fyrst hugsaði Svarthöfði: What else is new? Himininn er blár og allt það. En eins og Kristófer Kólumbus benti á fyrir margt löngu: Það er ekkert mál að láta egg standa á borði. Trixið er að fatta hvernig það er gert. Stundum þarf að orða hið augljósa. Klara Bjartmarz, skrifstofustjóri KSÍ og fyrrverandi fótboltalessa, hefur gert á þessu könnun og kom- ist að því að lesbíum vegnar vel í m Svarthöfði íþróttum meðan hommarnir hverfa. Klara veltir því fyrir sér hvort þessi sterka staða lesbía og bága staða homma tengist karl- mennskuímyndinni. Svarthöfði getur svarað því án þess að fara sem köttur í kringum heitan graut: Að sjálfsögðu. íþróttir eru að grunni til staðgengill hernaðar. Á því sviði hafa karlar einfaldlega lát- ið meira til sín taka. Svarthöfði man þegar hann Hvernig hefur þú það? Ég hefþað mjög gott, ert þaö er mikið að gera/'segir Sigurrós Þorgrímsdóttir, alþingismaður og bæjar- fulltrúi í Kópavogi.„Auk þess að sitja í bæjarstjórn Kópavogs tók ég sæti á þingi um áramót þegar Gunnar Birgisson settist í bæjarstjórastólinn I Kópavogi. Mikið hefur verið að gera á Alþingi í vet- ur en ég reyni eftir bestu getu að skipuleggja tímann vel og sinna báðum þessum störfum. Frí- tími minn er ekki mikill um þessar mundir þannig að ég geri nú ekki mikið meira en þetta. “ marseraði hring eftir hring um bjartan leik- fimisalinn níu ára gam- all. Jóhannes Eðvalds- son, sjálfur Búbbi, var leikfimikennarinn. Og hann lét nú þessa hálfberu og horuðu sveina á hvítum stuttbuxum heyra það um leið og hann smellti blautu handklæði á skjálfandi bossana. Búbbi hvatti pilt- ana úr sporunum með hrópum á borð við: Sá síð- asti upp pallana er hommi! Leik- fimipiltarnir hoppuðu sem mest þeir máttu því enginn vildi vera homminn í hópnum sem það þýddi. hvað Henrý íþróttafréttaritari á Fréttablaðinu var ekki með Svarthöfða í leikfimi. En hefði haft gott af því. Henrý spyr Klöru forviða: Hvar eru eiginlega hommarnir í íslensku íþróttalífi? Svarthöfði hefði getað svarað þeirri spurn- ingu ef bara Henrý hefði spurt rétta manninn: Þeir fóru í ballett og aðrir í hár- greiðslu. En nokkrir i leiklistarskólann og léku í myndinni „Strákarnir okkar". Svaithöföi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.