Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2006, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2006, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2006 Sport DV Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu hefst 9. júní næstkomandi. Nú er 80 dagar þar til veislan hefst og DV heldur áfram að telja niður fram að því. Afrikm? l'HirnkvæmditstjórÍ IIM 2010 í SUÖUi Afríku vill sjrt Sven-Goran Erikssöri spiii ______ /^nST lartdsllös hjáifara fjestgjnf miim i’ii Suður Afr íktimerm eru ö6 l‘VKKÍ-' Upp nýtt lift stinj fl nó blótiistra |ir|/í«i iieiinnrMtiStiimkepjiliÍn fer í fyrstn sinn frmn I Afiíkn flnnriy Jordlinn Imftfr íiftalmaöuiinn rt bak við !1M 2010 <>k liunn cr önægöur mi-A fivi'ini[/ f'rikssun licfnr tckið inri iuii’ii lcikiiicrm inn í cn<ik« lonilsliftið fl undaniörrftnn rtnirn, „Pirð hiifu mftrgir iiugii leíkiTienn blómsiioð tijfl Sven og jmft cr ihjög mikllvæti1 fyrir lattdsilið •Suður-Afrfku iift liafa vðkuli nufpi mcft frnriitfðartriftriiiuin (iitids liftnjnV siip,fti fördann vera I to|ip (óifu, fyiiilifti lii-iiuumcÍsUmi Briisilfujnonnii, œllut að vcfö ií:teð fl HM f Pýsklímili næsta sumar cn li.mn gpkkst utidlr iiftj/rið fl hnft fyrii sfiitlii f ■uíu sptjur með (talska liðinu A( I Mlluii ii(/ <i<-(/jsi sJlilfUr vcru illluiimi iift fnm uft 'ipilu rt uv cn ítðlcrftin vur y/'tö 15, fctiiúiir Gftfii iti in vmð lyt'ití litjkmiiðui ti{ nð bytjit |>ijrt liisliliilciki I iftð hc)/ íii lutiin lcídtli liiivilliiiinciin lil síguio fl HM 2002, vcrðiu tii iiin rt iiteðnn HM 'ílcndut yfn „Mci llð m viikilcgn vcl f!k ci OniKKUi utu iið kniim 1 toppluiiut rt HM I m ng jmð ci cliiiuiiim ildllli," srtgði (áilu Í vrftifftn inmúíéa kn»ff Sjiyroii ■niinbuiiiH I2þjóðirí Puma „Ala Sádí-Arabía Angóla Ghana Fílabeinsstr. Italla Kosta Ríka Paragvte Pólland Sviss Tékkland Tógó Túnis pumn Fjogur sigurstrangleg í Adidas Þýskaland, Frakk- land, Spánn og Argentína leika öll í Adidas en aðeins tværaðrar þjóðir til viðbótar spila i Adidas á HM í sumar. Trinidad og Argentína Tobaco Frakkland Þýskaland Spánn Japan í fyrsta sinn spilar meirihluti liðanna í komandi heimsmeistara- keppni í Þýskalandi ekki í Adidas-búningum. Það er Puma sem hefur flest lið á sínum snærum því tólf landslið spila undir þeirra merkjum næsta sumar. Adidas er reyndar komið niður í þriðja sætið því á meðan sex þjóðir verða í Adidas-búningum munu átta landslið leika í Nike-búningum. Allir þessir þrír stóru sport- vöruframleiðendur munu nýta sér þá athygli sem heimsmeist- arakeppnin fær til að kynna sína vöru og þjónustu. Litli bróðir Adidas í Þýskalandi, Puma, hefur vinninginn að þessu sinni en alls munu tólf landslið spila í Puma-búningum á HM í sumar. Puma-menn ætía sér að komast inn í toppslaginn á markaðnum sem hefur jafnan verið milli Adidas og Nike. Puma hefur samið við Pele um að koma fram fyrir þeirra hönd næsta sumar og ætiar einnig að opna búð við alla knattspyrnuvell- ina þar sem þeirra lið munu spila. Nike ætlar að komast á topp- inn Nike er stærsti sportvörufram- leiðandi heims og vonast eftir sömu velgengni og fyrir fjórum árum þegar heimsmeistarar Brasilíu unnu flaggskip Adidas, þýska landsliðið, í úrslitaleiknum en í kjölfarið seldust Nike-treyjur brasilíska landsliðsins eins og heitar lummur. Nike hefur haft frábæra stöðu í bandarískum íþróttum og frjálsum íþróttum en nú ætlar fyrirtækið sér að komast í lykilstöðu á knattspyrnumarkaðn- um. I dag er Nike með um 30% markaðshlutdeild í knattspyrnu- vörum en Adidas er á toppnum með 35% hlutdeild en Puma er sem stendur aðeins með 9% þótt þeir eigi flesta fulltrúa á komandi heims- meistaramóti. Adidas er einn af styrktar- aðilum keppninnar Adidas hefur ávallt haft vinn- inginn yfir keppinauta sinna en þeir sjá meðal annars Þjóðverjum og Frökkum fyrir búningum en voru óheppnir þegar Grikkland, Nígería og Kína komust ekki á HM en þau spila öll í þeirra merkjum. Markaðs- sérfræðingar undrast að Adidas sé með færri þjóðir á sínum snærum en helstu keppninautar þeirra í Nike. Adidas er hins vegar staðráðið að koma sterkt inn í þessa heims- meistarakeppni þrátt fyrir allt. Adi- das er einn af styrktaraðilum keppn- innar og verður því ekki á flæðiskeri staddir hvað auglýsingar varðar á meðan mótinu stendur. Adidas hefur verið í samstarfi við FIFA síðan 1970 og þeir hanna opinberan bolta keppninnar sem og búninga dóm- ara, boltastráka og annarra starfs- manna leikjanna. Beckham í Adidas-skóm Styrkur Adidas sést líka á því að þeir eru með marga leikmenn sem eru skyldugir til að klæðast Adidas- skóm á mótinu. Adidas hefur gert samninga við yfir 300 leikmenn sem munu spila í Adidas-skóm þótt landsliðsbúningarnir séu undir merkjum Puma, Nike eða jafnvel Umbro eins og á við um David Beck- ham, sem mun spila í Adidas-skóm en klæðist að sjálfsögðu Umbro- treyju enska landsliðsins. Fundu upp takkaskóna Adidas hefur haft yfirburðastöðu á heimsmeistaramótum í gegnum tíðina eða allar götur síðan að út- sjónarsemi þeirra að setja takka undir knattspyrnuskó sína átti mik- inn þátt í að Vestur-Þýskaland varð heimsmeistari árið 1954. Vestur- Þjóðverjar unnu þá hina sigur- stranglegu Ungverja í úrslitaleik sem fram fór á blautum og þungum velli í Bern. ooj@dv.is Áttunda heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu fór fram í Englandi 11. - 30. júlí 1966 Vissir þú að... Fór hann inn? - Frægasta mark í sögu HM réði úrslitum ... Jules Rimet-styttunni, sem keppt var um á HM 1930 till 970 þegar Bras- ilíumenn unnu hana til eignar, var stolið þegar hún var til sýnis í glugga í London? Styttan sem var úr skíragulli, 30 sm á hæð og 4 kg á þyngd hvarf úr sýningarglugga einn sunnudagsmorg- un í mars og var leitað að henni í viku. Hundur að nafni Pickles var hetja HM utan vallar því að hann þefaði upp styttuna sem var grafin undir runna í garðinu heima hjá honum. Pickles fékk sex þúsund pund í fundarlaun og verðlaunapening að auki. ... Pele lýsti því yfir eftir 3-1 tapleik Brasilíumanna fýrir Portúgölum að hann myndi ekki spila aftur á HM? „Ég mun aldrei leika framar á HM. Ég ætla ekki að láta nota mig sem skotskífu framar og vil ekki enda lífið sem ör- yrki," sagði Pele eftir leikinn. Pele lenti í tveimur grófum tæklingum í upphafi leiks og það var síðan gróf tækling frá Morais sem endanlega kláraði leikinn fyrir honum því Pele var á annarri löppinni það sem eftir var leiks. Pele stóð reyndar ekki við stóru orðin. Englendingar urðu heimsmeistarar í fýrsta og eina skiptíð þegar þeir héldu sjálfir heimsmeistara- keppnina 1966. FIFA hafði ákveðið að Englendingar fengu að halda HM þar sem þá var liðin öld frá því að menn fóru að spila skipulagðan fótbolta í Englandi. Þegar Alf Ramsey tókvið enska landsliðinu 1963 lét hann hafa það eftír sér að Englandi myndi verða heimsmeistari 1966. Margir hlógu af þeim ummæl- um og enska liðið var ekki sannfærandi í fyrstu leikj- unum, gerði meðal annars aðeins markalaust jafn- tefli við Úrúgvæ í opnunarleiknum. En liðið lék betur og betur eftír því sem leið á mótið og stóð síðan uppi sem sigurvegari. Heimsmeistarar Brasil- íu frá 1958 og 1962, sátu eftir í dauðariðlinum þar sem Portúgalir og Ungverjar komust áfram. Nýja stjarnan í knattspymuheiminum, Eusebio, skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Portú- gala á Brasilíu sem sá til þess að Pele og félagar í brasih'ska lands- liðinu sátu eftir í riðlakeppninni. Eusebio varð markakóngur keppninnar með 9 mörk. Norður-Kóreumenn komu öll- um á óvart með því að vinna ítala 1-0 og skilja þá eftir í riðlakeppn- inni en Eusebio skoraði fernu í 5- 3 sigri Portúgala á þeim í átta liða úrslitunum. Geoff Hurst tryggði Englandi 1-0 sigur á Argentínu, Sovét- menn unnu Ungverja 2-1 og Vestur-Þjóðverjar burstuðu Úrúgvæ 4-0. Helmut Haller og Franz Bec- kenbauer tryggðu Þjóðverjum 2-1 sigur á Sovét- mönnum í fýrri undanúrslitaleiknum og í þeim síð- ari unnu Englendingar 2-1 sigur á Portúgal. Bobby Charlton skoraði bæði mörk enska liðsins. Englendingar unnu Vestur- Þjóðverja 4-2 í úrslitaleiknum sem fór í framlengingu. Þriðja mark enska liðsins er eitt umdeildasta mark knattspymusögunnar því skot Geoff Hurst fór af slánni og niður á marklínuna en sovéski HM 1966 f ENGLANDI Þátttökuþjóöin 71 (16 í úrslitum) Heimsmeistarar: England (1. titill) Úrslltaleikur. England-Vestur-Þýskaland 4-2 (framlengt) Fyrirliði heimsmeistaranna: Bobby Moore Þjálfari heimsmeistaranna: Alf Ramsey Leikir: 32 Mörk: 89 (2,781 leik) Markahæsta lið: Portúgal 17 (2,83 j leik) Áhorfendafjöldi: 1.614.677 (50.459 á leik) Markakóngur: Eusébio, Portúgal 9 mörk línuvörðurinn dæmdi mark. Hurst gerði síðan endalega út um leikinn með því að kóróna þrennu sína í skyndisókn. Bæði lið höfðu komist yfir í venju- legum leiktíma, fyrst kom Helmut Haller Þjóð- verjum yfir eftir 12 mínútur, Hurst jafhaði fljótlega leikinn og Martin Peters kom Englandi síðan í 2-1 áður en Wolfgang Weber tryggði Þjóðverjum fram- lengingu með marki í uppbótartíma. Heimsmeistarar Englend-1 I inga Bobby Moore, fyrirliði I enska landsliðsins 1966,sést I hér borinn í hásætimeð bik- j arinn, Geoff Hurst er honum I á hægri hönd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.