Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2006, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2006, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2006 Sport DV Strembið verkefni Það mun reyna mikiðá Valsliðið næstu vikurnar bæði heima og erlendis. Vængbreytinga krafist Litlu munaði að upp úr syði á Formúlu 1-kappakstrinum í Malasíu um helgina er átta Iið hugðust kæra lið Ferrari fyrir ólöglega útfærslu á vængjum bflsins. Netsíðan autosport.com greindi frá því í gær að munnlegt samkomulag var gert á staðnum milli FIA og Ferrari þess eðlis að þeir síðar- nefndu breyttu vængjum sín- um fyrir næstu keppni sem fer & am í Ástralíu eftir tvær vikur. Reglunum verður ekki breytt að svo stöddu en sambandið bað einnig McLaren og BMW um að breyta sínum vængjum þannig að þær sam- ræmdust núverandi reglum. Japanir heims- meistararí hafnarbolta Lið Japans varð á mánu- daginn heimsmeistari í hafn- arbolta eftir að hafa borið sig- urorð af Ólympíumeisturum Kúbu í úrslitaleiknum. Japan komst snemrha yfir í leiknum, 4-0, og stóð af sér síðbúna sókn Kúbverja. Japan vann að lokum sigur, 10-6. „Þetta er lfldega stærsta stimdin á mín- um hafnarboltaferli,“ sagði Ichiro Suzuki sem var maður leiks- ins. Hann leikur með Seattle Mar- iners í bandarisku úrvalsdeildinni. Landsliðsmaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson samdi í gær við þýska úrvalsdeild- arliðið Hannover 96 til næstu þriggja ára. Hann segir að þar með hafi æsku- draumur ræst en hann fylgist mikið með þýska boltanum. „Þýski leikstíllinn mun koma til með að henta mér vel,“ segir hann. MNi tnnrs á annað hundrað milljor Gunnar Heiðar Þorvaldsson gekk í gær frá þriggja ára samningi við þýska úrvalsdeildarliðið Hannover 96. Hann nær því nokkrum leikjum með sænska félaginu Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni áður en hann flytur til Þýskalands í sumar. „Ég er ótrúlega ánægður með þetta og frábært að geta klárað þetta strax.“ Samkvæmt heimildum DV sports borgaði Hannover á annað hundrað milljóna króna íýrir Gunnar Heiðar. . ... * > ■ Gunnar Heiðar var greinilega feginn að þessi mál voru loksins komin á hreint. Undanfarna mánuði hefur hann verið orðaður við ótal félög í mörgum Evrópulöndum en hann vakti mikla athygli síðasta tímabil þegar hann skoraði 22 mörk fyrir Halmstad í öllum keppnum. Þar af skoraði hann 16 mörk í sænsku úrvalsdeildinni og var markakóngur hennar. Kaupverðið er ekki uppgefið en stjórnarformaður Halmstad sagði í gær að félagið væri mjög sátt við sitt. Og samkvæmt heimildum blaðsins mun Hannover hafa reitt fram á .kúlulegur ..keflalegur ..veltilegur ..rúllulegur ..flangslegur ..búkkalegur LANDVÉLAft avogur- WM/.landvelar.it Slmi 580 5800 Brautir- Glerveggir- Glerhuröir - Hert Gler Söluaðili Akureyri Slmi 461 2288 fi-STRAUMRAS __Æ Furuvelllr 3 - 600 Akureyri Hawa m Vlllll Járn og gler ehl - Skútuvogur 1h Barkarvogsmedin - S: 58 58 900 www.Jarngier.is „Gunnar Heiðar mun líka sjálfur hafa samið um afar góð persónuleg kjör við Hannover 96." annað hundrað milljónir króna fyrir Gunnar Heiðar, sem er afar há ljár- hæð í ljósi þess að hann á ekki nema sex mánuði eftir af samningi sínum við Halmstad. Fær vel borgað Gunnar Heiðar mun líka sjálfur hafa samið um afar góð persónuleg kjör við Hannover 96. Ekkert minna hefur dugað þar sem fleiri lið í þýsku úrvalsdeildinni voru á höttunum eftir starfskröftum hans. „Nú get ég bara einbeitt mér að þeim leikjum sem eru framundan með Halmstad og svo get ég flutt í rólegheitunum til Þýskalands í sumar," sagði Gunnar Heiðar en hann nær fyrstu umferðunum í Sví- þjóð áður en deildin þar fer í frí vegna heimsmeistarakeppninnar í Þýskalandi í sumar. Samningur hans við Hannover 96 tekur gildi þann 1. júlí næstkomandi og fær hann því rúman tíma til að koma sér fyrir á nýjum stað. Alveg passlegt „Þetta er frábært félag og gamal- gróið. Það er jafnframt stórhuga en það er nýflutt á leikvang sem tekur 50 þúsund manns í sæti. Ég tel að þetta er gott skref fyrir minn feril - félagið er hvorki of stórt né of lítið. Alveg passlegt bara," sagði Gunnar Heiðar glaður í bragði. Hann sagði í viðtali við sænska staðarblaðið Hallandsposten í gær að hann hefði engan áhuga að fara til félags sem stæði í botnbaráttu í sinni deild né heldur vera endalaust á bekknum hjá einu stórfé- laganna. „Ég hef of litla þol- inmæði fyrir eitthvað slíkt," sagði hann. Með þeim betri í liðinu Gunnar Heiðar meiddist í leik með Halmstad í Evrópu- keppni félagsliða í haust og hefur síðan þá jafnað sig. Hann hef- Ur hins vegar fengið hnjask af og til og þurfti til að mynda að fara HALMSTAO tryckeri \CA snemma af velli í æfingaleik með Halmstad um helgina. En lækn- arnir hjá Halmstad voru ánægðir með hann eftir að hann gekkst undir læknis- skoðun þar í gærmorgun. „Þeir voru mjög sáttir og sögðu að ég væri strax með þeim betri í liðinu,“ sagði Gunnar Heiðar. eirikurst@dv.is Kominn i þyska boltann Gunnctr Heidar Þorvaldsson samdi i ga?r vió Hannover 96 en hann varð markakóngur sænsku Orvalsdeildarinnar med Halmstad a slðasta tímabili. Valur þarf til Rúmeníu í undanúrslitum áskorendakeppni Evrópu Skárri kosturinn af tveimur illum „Þetta var skárri kosturinn af tveimur illum," sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals í handbolta. Liðið er komið í undanúr- slit áskorendakeppni Evrópu og dróst í gær gegn rúmenska liðinu Con- stanta. Annað rúmenskt lið var í pott- inum, Brasov, en það dróst gegn Merignac frá Frakklandi sem var óskamótherji Valsmanna. Constanta er sem stendur í sjötta sæti rúmensku deildarinnar en Bresov er með myndarlega forystu á toppnum. „En þetta er engu að síður afar sterkt lið sem vann Split ffá Króa- tíu í fjóröungsúrslitum," sagði Ágúst. „En ég er ánægður með að við byrjum á útivelli og vonandi náum við að koma þeim eitthvað á óvart enda snýst þetta allt um að ná góðum úr- slitum í útileiknum." Ágúst segir að það hafi verið við- búið að Valur fengi nú sterkan and- stæðing enda komið langt í keppn- inni. „Þetta verður mjög erfitt en ef allt gengur upp eigum við hugsanlega möguleika á sæti í úrslitaleiknum." Framundan er lokaspretturinn í DHL-deild kvenna og mun Valur mæta Haukum í toppslag deildar- innar um næstu helgi. eirikurst@dv.is DV-mynd Guðmundur Svansson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.