Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2006, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2006, Blaðsíða 10
J 0 MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2006 Fréttir CV Góður ferðafélagi. Mjög rök- fastur. Hugsjónamaður. Ein- lægur landsbyggðarmaður. Skarpskyggn. Hörkugreindur. Lendir stundum upp á kant við fólk. Hafnaði í öfga- kenndum stóriðju- og markaðsvæðingarfiokki. „Ég hefbara góðar minningar um Kristin. Hann vargóð- ur ferðafélagi. Var sam- máia mér um flest. Mér detta engir gallar íhug." Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi samflokksmaður. „Kristinn er trúrsínum málstað. Hugsjónamaður. Vinur vina sinna. Mjög rökfastur. H sannfærður um sinn málstað sem getur leitt til þess að hann kemst upp á kant við annað fólk. Hann gæti náð meiru fram efhann myndi stundum gefa eftir." Smári Haraldsson. Fræðslustjóri á Isa- firði. „Hann er hörkugreindur, skarp- skyggn og einlægur lands- byggðarmaður. Baráttumaður fyrir félagslegum gildum. Vandi Kristins er sá að hann hélt sig vera að ganga til liðs við félags- lega þenkjandi Fram- sóknarflokk en hafnaði I öfgafuiium stóriðju- og mark- aðsvæðingarflokki. Kristinn get- ur verið þverplanki I samskipt- um og hefur samflokksmönn- um hans fundist sá plahki stundum þvælast fyrir." Ögmundur Jónasson, alþingismaður og formaður BSRB. Kristinn H. Gunnarsson er fæddur 19. ágúst 1952, sonur hjónanna Auðbjargar Brynj- ólfsdóttur og Gunnars H. Kristinssonar. Stúdentspróf frá MR 1972 og með BS-prófí stærðfreeði frá HÍ 7 979. Kristinn hefur verið þingmaður Vestfirðinga frá árinu 1991, fyrir Alþýðubandalagið, utanflokks og nú Fram- sóknarflokkinn. Kristinn á fjögur börn með fyrri konu sinni Aldísi Rögnvaldsdóttur. Nú- verandi kona Kristins heitir Elsa Friðfinns- dóttir, formaður Hjúkrunarfræðingafélags- ins. Kristinn á lögheimili í Bolungarvík. Nýr nævisti á sviðið Um helgina verður opn- uð í Gerðubergi málverka- sýning Vals Sveinbjömsson- ar. Safnið kynnir Val sem nýjan nævista. Líklega er Stefán ffá Möðmdal frægastur íslenskra nævista. Sextán ára hóf Valur nám í vélvirkjun árið 1960 en stundaði jafnframt sjóinn. Hann staífaði síðan sem vél- virki á gömlu togurunum og á varðskipum.Valur tók aftur upp málun upp úr fimm- tugu. Hann málar oft myndir af göml- um félögum frá sjómannsárunum. Er ein myndanna á sýningunni ekki óáþekk málverkum Cobra-málaranna. Utanríkisráðuneytið og dóms- og kirkjumálaráðuneytið kanna nú leiðir til að tryggja jafngóða björgunarþjónustu og verið hefur á landinu undanfarna áratugi sökum veru þyrlusveitar varnarliðsins. Geir H. Haarde utanrikisráðherra og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra eru sammála um að brýnt sé að fylla skarðið sem brottför þyrlusveitar varnarliðsins skilur eftir. Athuga kaup á þyrlum frá Bandaríkjaher Bráðavandi ríkisstjórnarinnar við brottför varnarliðsins í haust er að tryggja jafngóða björgunarþjónustu og verið hefur á land- inu undanfarna áratugi sökum vem þyrlusveitarinnar á Kefla- víkurflugvelli. Fyrir liggur að þyrlusveitin hverfur af landi brott um leið og þoturnar sem sinnt hafa loftvörnum landsins. Geir H. Haarde hehir sagt að meðal annars beri að kanna kaup á þyrlum frá Bandaríkjaher til að fylla skarð þeirra sem hverfa af landi brott. Það þarf ekki að rekja það í löngu máli hve mikilvægar þyrlur varnarliðsins hafa verið við björg- unarstörf á hafi úti. Þær hafa verið kvaddar til í næstum hverju einasta stórslysi sem orðið hefur á sjó við ísland frá því að varnarliðið kom hingað í byrjun sjötta áratugarins. Og þyrlurnar hafa gagnast vel til ýmissa annarra verkefna. Nægir þar að nefna hlutverk þeirra við að bjarga loðnuveiðiskipinu Baldvini Þorsteinssyni EA af strandstað á Meðallandssandi fyrir tæpum tveimur árum. Björn Bjarnason segir að fslendingar hafi lagt til við Bandaríkjamenn á fundinum í Washington í febrúar að taka við rekstri þyrlusveitarinnar. „Þetta var að sjálfsögðu rætt innan ríkis- stjórnarinnar og komist að þeirri niðurstöðu að fslendingar hefðu Þyrlusveitin Hefur gagnast vel tilýmissa annarra verkefna. Nægir þar að nefna sem dæmi hlutverk þeirra við að bjarga toðnu- veiðiskipinu Baldvini Þorsteinssyni EA af strandstað á Meðallandssandi fyrir tæpum tveimur árum. burði til að standa undir þessari starfsemi og sinna henni í sam- ræmi við strangar öryggiskröfur," segir Björn. Yfir 60 björgunaraðgerðir Þyrlusveitin sem hverfur af landi brott í haust ber nafnið 56th Air Rescue Squadron og var endur- skipuð til 85th Group, það er þotu- sveitar varnarliðsins, árið 1995. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu sveitarinnar hefur hún tekið þátt í að bjarga yfir 60 manns á síðasta áratug hér við land og ef forverar hennar eru teknir með í reikning- inn er um yfir 300 bjarganir að ræða frá því árið 1971 er fyrsta eig- inlega björgunarsveitin var sett á laggirnar á Keflavíkurflugvelli. Þess er einnig getið að í þessum aðgerð- um hafi fólki frá 20 mismunandi þjóðlöndum verið bjargað Góður bakhjarl Eitt annað sem ekki má van- meta við veru bandarísku þyrlu- sveitarinnar er öryggið við að vita af henni á sínum stað. Dagmar Sig- urðardóttir upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar nefnir þetta og segir: „Varnarliðið hefur reynst okkur góður bakhjarl því þegar okkar þyrlur fara langt út á haf hefur ver- ið gott fyrir okkur að vita af þeim ef eitthvað kæmi upp á. Einnig í þau fáu skipti sem báðar okkar þyrlur hafa verið óflughæfar." Brýnt verkefni Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra ræddi málið á fundi Félags stjórnmálafræðinga í vikunni. Kom m.a. fram hjá Birni að brýnast frá bæjardyrum íslendinga séð væri að fylla það skarð sem verður við brotthvarf þyrlusveitarinnar. Þyrlu- sveitin væri hið sýnilega tákn varna hér á landi og sá hluti starfseminn- ar á Keflavíkurflugvelli sem snerti okkur mest. Og eins og Geir H. Haarde utanríkisráðherra hefur sagt áður segir Björn að þessi mál verði að leysa hið fyrsta. Björn og Geir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og GeirH. Haarde utanríkismálaráðherra eru sammála um að brýnt sé að huga að því með hvaða hætti Islendingar geti fyllt skarð þyrlusveitar Varnarliðsins. Athuga kaup af Bandaríkja- her Geir H. Haarde utanríkisráð- herra hefur sagt að það liggi á að tryggja að nægur þyrlukostur sé á landinu við brotthvarf þyrlusveit- arinnar. I ræðu á þingi þann 16. mars síðastliðinn sagði ráðherrann meðal annars: „Loks hefur Bandaríkjamönn- um verið bent á að í ljósi þess að björgunarþyrlur varnarliðsins hverfi héðan í haust þurfi að nást fljótt niðurstaða í það hvort farin verði sú leið að kaupa nýjar þyrlur ásamt þjálfun og varahlutum gegn- um sölukerfi Bandaríkjahers eða hvort leitað verður annað. Hér ligg- ur á, því tryggja verður að nægur þyrlukostur sé í landinu þegar björgunarþyrlur varnarliðsins verða fluttar á brott í haust." Kostnaður Þar sem ekkert liggur fyrir enn um hve margar þyrlur verða keypt- ar í stað þeirra sem hverfa af brott né hvernig þyrlur verða keyptar er erfitt að áætla kostnað ríkissjóðs af dæminu. Ef það er gefið sem for- senda að þyrlurnar verði fjórar eins og nú er og að kaupa þurfi tvær nýj- ar til hliðar við þær tvær sem Land- Samkvæmt upplýs- íngum á vefsídu sveit- arinnar hefur hún tek- ið þátt i að bjarga yfír 60 manns á siðasta áratug hér við land og ef fyrirverar hennar eru teknir meði reikn- ingin er um yfir 300 bjarganir að ræða frá þviárið 1971. helgisgæslan hefur má áætla að kostnaðurinn verði um 1,6 millj- arðar króna og rekstrarkostnaður á ársgrundvelli um 400 milljónir króna. Er þá litið til kaupverðs á Super Puma þyrlu LHG sem var um 800 milljónir króna og rekstrar- kostnaður hennar á ársgrundvelli. En hugsanlega fáum við góðan 'samning við Bandaríkjaher ef þyrl- ur verða keyptar þaðan, bæði hvað varðar kaupverð og þjálfun flug- manna. afsláttur ofheilsársdekkjum! BiUKO bilkolisl Betri verð! Smiðjuvegi 34 | Rauð gata | bilko.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.