Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2006, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2006, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2006 Síðast en ekki síst DV Fylkír fylgir Fylki að málum. DV-myndPjetur. Draumalandið og Draumaland Andri Snær Magnason hefur vakið mikla athygli fyrir bók sína Draumalandið eins og lesa má á öðrum stað í blaðinu. Ritdómari blaðsins er býsna ánægður og siglir helsti höfundur krúttkynslóðarinnar beint inn í deiglu íslenskrar þjóð- félagsumræðu. Þetta er bók með brýnt erindi og hana verða allir að lesa sem á annað borð vilja fylgjast með. Ádeilurit sem kemur heldur betur við kaunin á stóriðju- stefnu stjórnvalda. Draumalandið kom sem sagt með látum úr prentvélunum. En nýlega er komin á markað nafna bókarinnar mínus greinirinn. Ha? Draumaland. Þetta er bók eftir Örnu Skúladóttur og má með sanni segja að ekki sé hún eins fyrir- ferðarmikil. Viðfangs- efni þessa Drauma- lands er meira í takt við titilinn. Bókin fjallar um svefn og svefnvenjur barna frá fæðingu til tveggja ára aldurs. Það eru náttúrlega hin einu sönnu krútt sem ekki eru enn farin að hugleiða álfabrikkur og mengun en erfa munu landið. Hvað veist þú um Grikkland 1. Hvenær varð Grikkland sjálfstætt ríki? 2. Hve margir búa í Grikk- land? 3. Hvenær gekk Grikkland í Evrópusambandið? 4. Hver er forsætisráðherra Grikklands? 5. Nefnið þrjú lönd sem eiga landamæri að Grikk- landi? Svör neðst á síðunnl Hvað segir mamma? „Hún varl fréttamennsk- unniáðuren hún kynntist kvikmynda- bransanum," segir Birna Ey- björg Gunn- arsdóttir, móðirHelgu Margrétar Reykdal, fram- kvæmdastjóra TrueNorth kvikmyndafyrirtækisins. Helga Margrét hafði meðal annarsyfirumsjón með upptökum á kvikmyndinni Fiags of Our Fathers sem Clint Eastwood leikstýrði hér á landi. „Hún ersvo jarðbundin aðþetta verður bara sjálfsagður hlutur. Hún er ekkert að stæra sig afþessu með fræga fólkið, ég finn aldrei fyrirþví. Þetta er bara hennar vinna og hún tekurþví þannig.Þegarhún varyngri varhún meira I fjölmiðlum. Hún byrjaði áþvíað skrifa um popptónlist I Vikunni þegarhúnvarfimmtán ára. Þá starfaði hún einnig hjá útvarpi DV þegar rikisverkfallið var. Síðan kynntist hún kvikmyndabransanum en James Bond var hennar fyrsta stóra verkefni. Þau voru þrjú sem stofnuðu TrueNorth og ég er að sjálf- sögðu stolt afhenni og öllum þeim hjá fyrir- tækinu. Þaustanda sig eins og hetjur." Birna Eybjörg Gunnarsdóttir er móðir Helgu Margrétar Reykdal, fram- kvæmdastjóra kvikmyndafyrirtækisins TrueNorth. Helga Margrét er fædd 18. nóvember árið 1969. Hún lærði stjórn- mála- og fjölmiðlafræði í Háskóla fs- lands og hóf störf hjá Saga Film árið 1994. Þaðan fór hún og tveir aðrir starfsmenn Saga Film og stofnuðu í kjölfarið fyrirtækið TrueNorth. Það hefur fengist meðal annars við kvik- mynd um njósnarann James Bond og kvikmynd Clints Eastwood, Flags of Our Fathers. GOTT hjá Sigurði Guðmundssyni landlækni að sýna skopskyn og dansa fugladansinn á árshátíð embættisins á Hótel Sögu. svön 1. Losnuðu undan Ottóman-veldinu 1829. 2 Tæplega 11 milljón manns. 3.19814. Kostas Karamanlis. 5. Búlgar- ía, Makedónía, Albanía,Tyrkland Sálarheill vestra á ráma millján Kemarar lara til sálfræiings „Sko, þetta er ekki áfallahjálp held-ur skólaþróunarverkefni. Ég get ekki veitt neinar upplýsingar og verð að vísa á ráðuneytið. En ég get ekki merkt annað en þetta gangi prýðilega," segir Guðbjartur Óla- son aðstoðarskólameistari við Menntaskólann á ísafirði. Samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu er kostn- aður við verkefnið sem miðar að því að koma á ró við menntaskól- ann vestra nú kominn upp í 1,3 milljónir. Sálfræðingarnir Einar Gylfi Jónsson og Þórkatla Aðal- steinsdóttir eru nú stödd fyrir vest- ‘an en starfsmönnum skólans, um þrjátíu að tölu, er boðið upp á sál- fræðimeðferð. Hinir reyndu sál- fræðingar greina vandann og ræða við kennaralið og aðra starfsmenn um það áfall sem fólkið hefur orð- ið fyrir eftir hinn mikla ólgusjó, væringar og ósætti sem verið hefur við lýði með þeim afleiðingum að Ólína Þorvarðardóttir skólameist- ari tók hatt sinn og staf. Starf skólameistara verður auglýst laust innan tíðar. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Undirbúningur/úrvinnsla 366.000 Námskeið/Viðtöl á ísafirði 769.500 | Ferðakostnaður 95.300 ; Gisting og fæði 107.260 Alls = 1.338.060 | tókst ekki að ná tali af Einari Gylfa né Þórkötlu enda önnum kafin við að ræða við kennarana. Steingrím- ur Sigurgeirsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, sagði DV hins vegar að þessi sálfræðimeð- ferð væri liður í skólaþróunarverk- efni. Og byggir það á tillögum sem komu fram í úttekt sem Félagsvís- indastofnun Háskóla Islands gerði á samskiptum innan skólans. Lagt var til að skólanum yrðu sendir sál- fræðingar til að lægja öldurnar. „Þetta er þekkt leið sem hefur ekki verið mikið notuð hér landi," segir Steingrímur. Hann segir sem betur fer sjaldgæft hér á landi að upp komi viðlíka krísa. En verkefnið fyrir vestan er enn í gangi. Sálfræðing- arnir fara nú reglulega vestur og vinna með fólk- inu. iaBl Ólína Þorvaröardóttir H Hefur látið afstörfum Mw Jim sem skólumeistari. Steingrímur Sigurgeirsson Þekkt aðferð i útlöndum en sem betur fer eru viðlíka krísur ekki algengar hérá landi. Þórkatla Aðalsteins- dóttir Sátfræðingurinn vinnur númeð fólkinu fyrir vestan sem er hrellt eftir langvarandi deildur. Menntaskólinn á fsa- firði Ófriðurinn innan skólans hefur tekið á sál- arlíf starfsmanna. j Kostnaður vegna verkefnisins að skapa < frið og ró meðal kennara og starfsmanna við Menntaskólann á ísafirði frá því í des- ember fram í mars er: Einar Gylfi Stjórn arallsherjarsál- fræðimeðferð hjá starfsfólki Mennta- skólans á ísafirði. Var aldrei diskóbolti „Já, heyrðu, ég man eftir þessum klúbbi, þetta var svona einhver VIP- klúbbur á neðstu hæðinni á Óðali," segir Steinar Berg ísleifsson aðspurður um gömlu myndina í dag sem tekin var kvöld eitt vorið 1978 í Klúbb 1 í Óð- ali. ,Á þessum tíma var diskóæðið í fullum gangi en ég var samt aldrei neinn diskóbolti. Var meira fyrir rokk og framsækna tónlist á þessum árum." Steinar segir að hann hafi verið 26 ára gamall á þessum tfrna og rak plötu- útgáfu í borginni. „Mig minnir að Ólafur Laufdal hafi rekið Óðal á þess- um tíma rétt áður en hann stofhaði Hollywood," segir Steinar. „Þetta vom tveir aðalstaðimir í bænum og menn flökkuðu á milli í stóm skyrtukrög- unum sínum." Steinar man ekki tilefni þess að hann var í Klúbbnum þetta kvöld. „Ég hef aldrei verið mikið fyrir svona VIP- staði og hugsanlega var ég bara að slaka á eftir daginn," segir hann og bætir við að hann minni að þessi klúbbur hafi ekki verið langlífur. Krossgátan Lárétt: 1 samtal, 4 götu, 7 bjálka, 8 demba, 10 samtals, 13 ferskur, 13 hamagangur, 14 svif, 15 skagi, 16 hersli, 18 ósvik- ið, 21 klatta.22 eirðar- laus,23 súrefni. Lóðrétt: 1 blóm, 2 stjórnpallur,3 mótlæti,4 rekstur,5 listi, 6 svala- drykkur, 9óður,-11 sló, 16 fótabúnað, 17 gegn- sæ, 19 kaldi, 20 bleyta. Lausná krossgátu '|6e 07 '|nl>j6l'æ|6zL 'o>|s 9i 'isne| l L 'igæAtj ó'so6 9 jet s'jiussjjets fr'Jn6uiujeq E'ruq £'soj 1 inajggq ’IPI! sz'jæAO zz 'nuiujni L7'ei>|S8L '66|s 91 'sau si '6n|jyt '|iæ| et'Áu 71's||e oi 'jn>|s 8'eijBJ ^'Bpsy'qqej l :u?J?t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.