Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2006, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2006, Blaðsíða 23
DV Sviösljós MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2006 23 ÞRJOTURINN 'Viák 4? Ghost Recon á Xbox360 Settu d pásu með start-takkanum á með- an á leikstendur. Haltu tökkunum aftan á fjarstýringunni (left trigger, right trigger) inni og sláðu svo inn svindlið. Y, RB, Y, RB, X (á Mission Select Screen) fyrir öll borðin Y,Y,KRB,X,LB gerir Scott Mitchell ósýnilegan KKY,RB,Y,LB gerir liðið ósýnilegt RB,RB,LB,X,LB,Y fyrir endataus skotfæri LB,LB,RB,KRB,Y til að endurheimta 100% heilsu uir lMavSíation 3 í seinustu viku var staðfest á ráðstefnu Sony í Japan að PlayStation 3 kem- ur út á heimsvísu í nóvem- ber. Þar kom einnig fram að 2,5-tommu, 60GB harður diskur með Linux-stjórn- kerfi yrði nauðsynlegur partur ÍPS3. Hins vegar var ekki kom- ið á hreint þá hvort harði diskurinn myndi fylgja tölv- unni, eða vera seldur sér. Sony gaf það líka út að leikjaframleiðendur skyldu gera ráð fyrir disknum við gerð allra PS3-léikja. Tölvu- leikjaframleiðendur og áhugamenn óttuðust að þessi nauðsynlegi búnaður yrði seldur sér og það myndi skapa vesen og aukinn kostnað. Núna hefur það hins vegar verið staðfest að búnaðurinn mun fylgja tölvunni. Þetta kom einnig af stað þeim vangaveltum að PS3 yrði því seld í mismun- andi verðflokkum, eftir aukabún- aði likt og Xbox 360. Talsmaður Evrópudeildar Sony hefur lokað á þær sögusagnir og staðfest búnaðinn sem heild og hefur einnig gefið það út að hægt verði að kaupa aukabúnað á harða diskinn til þess að gera hann betri. r Sony bjaryai andlitinu Yfirmadur tölvudeildai fyi irtækisins itrekaði ágæti PS3 á fundi i sidustu viku. □□ CTj Sjöundi Tomb Raider leikurinn kemur út 7. Hotlasfi Tomb Raider til þessa apríl í Evrópu og 11. apríl í Bandaríkjunum Nýi Zelda á Revolution Nýjasti Zelda-leikurinn, sem ber nafnið Zeida: Twilight Princess, átti að vera löngu kominn út á Game Cube. Margir höfðu beðið lengi eftir leiknum, en nú er það endanlega komið á hreint að hann verður á Revolution. Það hefur einnig verið staðfest að nýja Revo- lution-fjar- stýringin mun nýtast í leiknum.Til dæmis með þvf að beina henni að skotmörkum á skjánum til að skjóta úr boga og kasta búmmerangi. En fjarstýringin er eins og margir vita eins og sjón- varpsfjarstýring i laginu og er hægt að nota með annari hendi. Godfather í búð- ir á morgun Godfather kemur f allar helstu leikjaverslanir á morgun. Tölvuleik- urinn er framleiddur af Electronic Arts og fáanlegur á Playstation 2, Xbox, PC og PSP. f leiknum bregður maður sér f hlutverk ungs glæpa- manns sem gerir sitt besta til þess að vinna sig upp metorðastigann í heimi mafíunnar f New York-borg, en henni er stjórnað af hfnni al- ræmdu Corleone-fjölskyldu. f leikn- um er að finna persónur úr mynd- unum og tala Marlon Brando, James Caan, Robert Duvall og fleiri frægir leikarar inn á leikinn. Beðið hefur verið með gríðarlegri eftirvænringu eftir Tomb Raider: Legend. Þegar hafa verið gefriar út prufur á leiknum sem hefur upp á ótrúlega grafík að bjóða. Sjónræna hliðin á leiknum þykir einhver sú flottasta sem hefur sést. Eftir að pruf- umar komust í hendur tölvuleikja- spilara var það almennt talið að sam- keppnisaðiiar, sem em fjölmargir, hefðu verið skiidir eftir með rykið í augunum. 10 ár frá fyrsta leiknum Tomb Raider: Legend er sjöundi leikurinn um hina kynþokkafúllu og knáu Löm og hafa leikimir hingað ril selst í yfir 28 milljónum eintaka. Líkt og í fyrri leikjum gengur Legend út á að leysa þraurir, slást við óvætti og líta vel út með Löm Croft. Fyrsti Tomb Raider-leikurinn kom út árið 1996 og hafa leikimir eins og áður sagði verið mjög vinsælir. Eidos Interacrive, sem er framleiðandi leiksins, hefur staðfest að hann komi út 7. apríl í Evrópu á PC, Playstation 2 og Xbox 360. Hann mun svo koma út 11. apríl í Bandaríkjunum. Konurnar á bakvið Croft Þekktasta andlirið til þess að halda uppi heiðri tölvuleikjadrottningar- innar er að sjálfsögðu Angelina Jolie í lcvikmyndunum tveimur, sem vom nú reyndar langt frá því að vera í sama klassa og leikimir. En Eidos ræður iðulega fönguleg fljóð til þess að vera andlit leiksins og kynna hann. í þetta sinn hefúr ung stelpa frá Lund- únum af nafrii Karima Adebibe orðið fyrir valinu og þykir einkar glæsileg. Lengi vel var leikkonan Rachel Weisz bendluð við að tala fyrir Löm í nýja leiknum, en það var hins vegar leikkonan Keeley Hawes sem varð fyrir valinu. Hún hefur ril dæmis leik- ið í þáttunum Spooks sem hafa verið sýndir á RÚV. www.vikurverk,is TANGARHOFÐA 1 SIMI 5 5 7 7 7 20 :4k

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.