Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2006, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2006, Blaðsíða 11
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2006 11 Brotist inn í Pylsuvagninn Tvö innbrotsmál komu til kasta lögreglunnar í Reykjavík aðfaranótt þriðjudags. Brotist var inn í Pylsuvagninn við Laugardals- laugina og Samkaup í Suðurveri. í báðum tilvikum komust þjófarnir inn með því að brjóta rúðu og höfðu á brott með sér skiptimynt og annað smávægUegt. Bæði málin eru í rannsókn. Erlendur á hraðferð Lögreglan í V-Skafta- fellssýslu kærði fjóra öku- menn fyrir hraðakstur í umdæmi sínu í síðustu viku. Sá sem hraðast ók var erlendur ferðamaður sem mældist á 124 kílómetra hraða þar sem leyfður há- markshraði er 90 kílómetr- ar. Ferðamaðurinn var sektaður á staðnum og þurfti að reiða af hendi fimmtán þúsund krónur áður en hann fékk að halda för sinni áfram. Annars var eitt umferðaróhapp til- kynnt til lögreglunnar en vörubifreið varð fyrir minniháttar tjóni. íkveikja á Hverfisgötu íbúar við Hverfisgötu 59 í Reykjavík vöknuðu við reyk í húseigninni aðfara- nótt þriðjudags. Einhver hafði kveikt í svefnpoka, sæng og flfk í stigagangi húseignarinnar. Ibúarnir náðu sjálfir að slökkva eld- inn. Ekki er vitað hver var að verki en málið er í rann- sókn. Áratuga deila Jóns Ársæls Þórðarsonar, landeiganda í Heiðarfjalli og félaga hans við bandarísk stjórnvöld, gæti tekið nýja stefnu fari svo að varnarsamningi íslands og Bandaríkjanna verði sagt upp. Kröfum landeigendanna um að herinn hreinsi af landi þeirra úrgang skaðlegan umhverfinu hefur ávallt verið hafnað. Ómögulegt hefur reynst að lögsækja bandarísk stjórnvöld hér á landi vegna ákvæða í varnar- samningnum. Verði varnarsamningnum sagt upp ætla landeigendur í Heiðar- flalli að stefna bandaríska ríkinu. Landeigendurnir Jón Arsæll Þórðarson, Björn Erlendsson og fjölskyldur þeirra hafa í meira en áratug barist fyrir því að bandarísk yfirvöld hreinsi úrgang sem herinn skildi eftir. Úrgangurinn ógnar lífríki á svæð- inu. Bandaríkjamenn hafa ávallt neit- að að verða við kröfum landeigenda um að fjarlægja hann og skýlt sér á bak við ákvæði í vamarsamningnum og samkomulag þess efnis að þeir væru í engu skulbundnir til að skilja við herstöð sína þannig að ekki hljótist skaði af fyrir umhverfið. Liggur í augum uppi „Máli okkar var vísað frá á sínum tíma á þeim forsendum að ekkert í vamarsamningi ís lands og Bandaríkjanna heimilaði það að hægt væri að lögsækja bandarísk yfir- völd,“ segir Björn Erlendsson, einn landeig- enda. Hann segir það því liggja í augum uppi að lög- sækja á ný verði vamar- samningn- um sagt upp eins og mikið „Bændur á svæðinu eru hættir að drekka vatnið þarna því það er ofmikið blý í því." er rætt um þessa dagana. Margir em meira að segja á þeirri skoðun að vamar- samningnum hafi þegar verið sagt upp - það hafi verið gert með einhliða ákvörðun Bandaríkjamanna um að kalia herlið sitt heim í september. Feimni íslenskra stjórnvalda Á meðal þess sem Bjöm og félagar hans hafa gagnrýnt er áhugaleysi íslenskra stjómvalda á málinu. Það útskýrir hann meðal annars með feimni þeirratil að standa í hár- Jón Ársæll Þórðarson Hef- ur ásamt félögum sínum og bræðrum baristgegn Banda- ríkjaherl fjölda ára. Heiðarfjall Hér hafði bandariski herinn aðstöðu á árum áður með skelfilegum afleiðingum fyrir umhverfið. inu á Bandarfkjamönnum mitt í við- kvæmum viðræðum um framtíð her- liðsins á Miðnesheiði. Bjöm segir að nú sé ekkert því til fýrirstöðu að ís- lensk stjómvöld beiti sér í málinu og þrýsti á Bandaríkjamenn að koma í veg fýrir að sá skaði sem herinn hefúr unnið á umhverfinu verði ekki meiri en hann er nú þegar orðinn. Ætla til Haag Mál landeigendanna hefur vakið athygli víða. Umhverfisverndarsam- tök á Norðurlöndum hafa mótmælt sinnuleysi bandaríska hersins í mál- inu harðlega. En herinn stendur fast við sitt. Hvaða áhrifheíur þetta haft a' um- hverfíð? „Bændur á svæðinu em hættir að drekka vatnið þarna því það er of mikið blý í því," segir Björn Er- lendsson. Landeigendurnir hafa þeg- ar stefht George Bush, Donald Rums- feld og Condoleezu Rice fyrir alþjóða- glæpadómstólinn en deilur um hvort dómstóllinn hafi yfir höfuð lögsögu yfir bandarískum þegnum hafa tor- veldað þá stefriu. Landeigendumir hafa ekki látið deigann síga og íhuga nú að fara með málið til Mannrétt- indadómstólsins í Haag. andri@dv.is Yfir hundrað manns á aldrinum 60 til 69 ára hjá varnarliðinu Flestir starfsmenn á sextugsaldri Flestir íslendingar sem starfa hjá hernum á Keflavíkurflugvelli em á aldursbilinu 50 til 59 ára, eða um 173. Þetta kemur fram í upplýsingum sem DV hefur borist frá Bandaríkja- her og sýnir bæði lífaldursdreifingu Dyggur starfsmaður Einn Islendingurhef- urstarfað hjá varnarliðinu i meira en 50 ár en hann fær uppsagnarbréfá næstunni. íslenskra starfsmanna hjá varnarliðinu og starfsald- ursdreifingu. Nú berjast stéttarfélög fyrir því að íslenskir starfs- menn hjá varnarliðinu sem náð hafa 60 ára aldri fái starfslokasamning. Ef litið ** er á aldur starfsmanna þá kemur í Ijós að 111 hafa náð 60 ára aldri og er það þriðji stærsti aldurshópurinn sem þar starfar. * 47 íslendingar, sem starfa hjá varnarliðinu, em á aldrinum 17 til 29 ára, 95 á aldrinum 30 til 39 ára og 167 á aldrinum 40 til 49 ára. Samtals em starfsmenn 593. Þar af em 429 af Suðurnesjunum. Flestir koma úr Keflavík, um 250, og 127 úr Njarðvík. Flestir íslensku starfsmannanna, Verklausir Mikill fjöldi trésmiða og pípuiagn- ingamanna starfa hjá varnarliðinu en um 46 slikir eiga heima á Suður- nesjunum. eða 146, hafa starfað á vellinum í 10 til 19 ár. 145 starfsmenn hafa unnið á vellinum í 20 til 29 ár. Einn dyggur íslenskur starfsmað- ur, sem fær uppsagnarbréf á næst- unni, hefur starfað hjá varnarliðinu í meira en 50 ár að því er fram kemur í upplýsingum bandaríska hersins. með HjrfLBRIGÐUM LIFSSTÍL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.