Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2006, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2006, Blaðsíða 13
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2006 13 f, Vill ekki kenna sköpunarsögu Erkibiskup ensku biskupa- kirkjunnar, Rowan Willi- ams, telur rangt að kenna sköpunarsögu Biblíunnar ÍV__ breskum skólum. Nokkrir breskir eirikaskólar kenna sköpunarsöguna eins og hún kemur fram í Biblíunni í kennslustofum sínum og hefur það valdið deilum í Bretlandi. Willams segir að það skaði sköpunarsöguna að kenna hana í skólastofum eins og aðrar kenningar. Sjóræningjar ráðast á herskip Bandaríski sjóherinn lenti í sjóorrustu við sómalska sjó- ræningja við strendur Sóm- alíu á laugardaginn. Tvö bandarísk herskip voru í eft- irlitsferð þegar þau tóku eftir gmnsamlegum bát. Þegar annað herskipið, USS Gonzalez, hugðist hafa af- skipti af bátnum hófu áhafh- armeðlimir hans skotárás. USS Gonzalez svaraði í sömu mynt með þeim afleiðingum að einn maður lést og fimm særðust. Síðan í mars á síð- asta ári hefur verið tilkynnt um 37 sjórán við strendur Sómalíu, en svæðið nýtur þess vafasama heiðurs að vera talið hættulegasta haf- svæði heimsins. Sterkefnaöir Japanir kaupa sér ný líffæri á blómstrandi svartamarkaöi í Kína Japanir kaupa líffæri úr dauðadæmdum Kínverjum Hundruðir af sterkefnuðum Japönum hafa snúið sér til Kína í leit að líffærum. I Kína er blómstrandi markaður með líffæri og borga menn milljónir króna fyrir lifur og nýru sem í sumum til- fellum hafa verið tekin úr dauðadæmdum föngum eftir aftöku þeirra og seld til sjúkrahúsa í landinu. í breska blaðinu The Independent segir frá Kenichiro Hokamura, 62 ára japönskum kaupsýslumanni. Þegar nýru Hokamura gáfu sig átti hann val um að fara á biðhsta í landi sínu eða fara á Netið og athuga orðróm um líf- færi til sölu. Þar sem aðeins 40 manns hafa gef- ið líffæri sín eftir andlát sitt í Japan síðan 1997 var þetta ekki erfitt val fyr- ir Hokamura. Astæða þess að Japanir eru tregir við að gefa líffæri sín tengist trú þeirra. „Það eru hundrað manns á undan mér á biðlista þannig að ég hefði dáið áður en röðin kæmi að mér," segir Hokamura og lætur þess jafnframt getið að það hafi komið honum á óvart hve auðveldlega honum hafi gengið að fá nýra í Kína. Aðeins tíu dögum eftir að Hoku- mura hafði samband við japanskan „miðlara" í Kína var hann lagstur á skurðborðið á sjúkrahúsi í Sjanghæ þar sem nýtt nýra var grætt í hann. „Þetta gekk svo fljótt að ég varð skelk- aður," segir hann. Net-gjafinn var líflátinn fangi, verðið var tæpar fjórar milljónir króna. Stjómvöld í Beijing gefa ekki upp hve margir fangar em teknir af lífi árlega í landinu en áætlað er að þeir séu í kringum 8.000 talsins. Fregnir um að stjómvöld fjarlægi líffæri úr líf- látnum föngum hafa verið á sveimi síðan á nfunda áratugnum er lyfið Cyclosoporine-A var þróað sem gerði líffæraflutning möguiegan. Einn „miðlari" hefur aðstoðað yfir eitt hundrað Japani við að útvega sér líffæri í Kína. Algengt verð er um 4 milljónir fyrir nýra og um 9 milljónir fyrir lifur. Og það er ekkert verið að fela hvaðan líffærin koma. Raunar tjáði túlkur Hokumura honum á sjúkrahúsinu að nýrað væri úr líflátnum fanga. Japönsk heilbrigð- isyfirvöld hafa vaxandi áhyggjur af þessari „verslun" milli landsins og Kína og em nú að reyna að ná stjóm á Svipmynd frá Kína IKína er blómstrandi markaður með líffæri og borga menn milljón- ir króna fyrir lifur og nýru sem í sumum tilfellum hafa verið tekin úr dauðadæmdum föng- um eftir aftöku þeirra. henni. Kínversk stjórnvöld staðhæfa að þau séu að berjast gegn svarta- markaðsbraski með líffæri í landinu og að sú barátta gangi vel. Þrátt fyrir staðhæfingar kínverskra stjómvalda blómstrar svartimarkað- urinn með h'ffæri í landinu og það þótt sala á h'ffærum sé stranglega bönnuð með lögum. Hvarvetna á veggjum í grennd við spítala og sjúkrastofnanir má sjá máluð GSM- númer ásamt tákninu fýrir nýra eða lifur við hliðina „Við þurfum að þurrka þetta í burtu hvað eftir annað," segir Ding þá vantar liffæri. Qiang, prófessor við Huashan-spítalann í Sjanghæ. Hins vegar er Kína stórt land og eins og máltæki þar segir: Fjöllin em há og keisarinn er langt í burtu. Comfort Latex FRABÆR 1“ ur j 1\! B ms M P g % es I 11 . ■: j f , P •f MMI f FERMINGARLEIKUR RÚMGOTT Þrjú heppin fermingarbörn sem fá nýtt rúm frá Rúmgott í mars og apríl, fá andvirði rúmsins í fermingargjöf frá Rúmgott. Dregið verður5. maí. FIRST CLASS 120x200 verð 38.900 160x200 verð 49.900 COMFORT LATEX 120x200 verð 43.110 140x200 verð 52.110 160x200 verð 59.900 NEVERTURN 90x200 verð 35.910 100x200 verð 37.710 110x200 verð 41.310 120x200 verð 44.910 130x200 verð 51.210 Verslunin Rúmgott • Smiðjuvegi 2 • Kópavogi • Sími 544 2121 Opið virka daga frá kl. 10-18 - laugardaga kl. 11-16 ■ i ii §*j r i il § ll X I 1 BE3 si&f K*? NEVERTURN Svæðaskipt heilsudýna 1 * fo BOXSPRING ftW ■ 90x200 verð 15.900 % 120x200 verð 26.900 •v> > ■.• • W’«k< kí: \ | 'f' . máíraFlex 1/4 A/ Rafmagnsrúm ■ .1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.