Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2006, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2006, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006 Menning 0 I Og enni hans verður snögglega ^ V-^ . semallthafitilgang: , '!'%>■. ' V , LífiÖ, þaö er Iff / i} - á langferö undir stjömunum. / ' Að deyja, þaÖ er aðeins , ■ V Æ' \lm%rji hin alhvíta hreyfing. \\t.}'<f (Iiannes Pétursson, Steinn, 1958 (brot)) t Menningapvepölaun Menningarverðlaun DV hafa verið veitt árlega síðan 1978 og eru elsta viðurkenning sinnar tegundar í okkar samfélagi. Þau voru lengi einu almennu menningarverð- launin í landinu, en hafa á síðari árum mátt keppa við fjölda áberandi viðurkenn- inga: Edduna, Grímuna, íslensku bókmennta- og tónlistarverðlaunin, Hönnunar- verðlaunin, svo nokkur séu nefnd af nýlegum viðurkenningum á sviði lista. í haust verða veitt sér- stök Sjónlistaverðlaun. Samt halda menningaverðlaun DV sínu striki og eru nú veitt í níu flokkum fyrir árangur síðasta árs: Ritlist, leiklist, kvik- myndalist, myndlist, tónlist, arkitektúr og hönnun, fræðum auk sérstakrar heiðursviðurkenningar. Þau verða afhent á Hótel Borg þann 6. apríl. Tilneftringar í flokkunum átta birtast næstu daga. Kvikmyndir hafa verið verðlaun- aðar í hinni árlegu viðurkenningu Dagblaðsins/DV síðan 1983. Listi þeirra sem hlotið hafa viðurkenn- ingu á þessu unga sviði íslenskrar menningar er því orðinn langur. Val- ne&idir hafa jafiian haft frjálsar hendur, verðlaunin hafa ýmist fallið í hendur einstaklingum og fyrirtækj- um. Kvikmyndaleikstjórar em fyrir- ferðarmestir á listanum Þriggja manna nefnd valdi verk til tilnefiiingar. Nefndina skipuðu Böðvar Bjarki Pétursson kvikmynda- gerðarmaður, MaríaAgústsdóttir út- skriftamemi frá Kvikmyndaskóla ís- lands, og Ásgrímur Sverrisson kvik- myndagerðarmaður og ritstjóri. Nefndin hafði fullt frelsi til að til- nefna hvaðeina á sviði kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðarins: einstak- linga, stofnanir, verkefni. Eina skil- yrðið var að viðkomandi hefði með einhverjum hætti átt sterkt inniegg í kvikmyndamenningu síðasta árs. Ákvörðun var tekin um að leggja fremur áherslu á einstaklinga en verk og niðurstaðan varð að þrír karlmenn og ein kona em tilneíhd og ein sjónvarpsþáttaröð. Tilnefningamar em eftirfarandi í stafrófsröð: ur þó alltaf meðfram unnið með kvikmyndaformið og búið til per- sónulegar, fyndnar og sjónrænar kvikmyndir. Á síðasta ári frumsýndi hún myndina Ég missti næstum vitið sem bar hæfileikum hennar gott vitni. Myndin hefur verið sýnd á listasöfnum víða um heim og hef- ur vakið mikla athygli. Ólafur Jóhannesson Kvikmynda- gerðarmaður á fleygiferð til mikillar sköpunar, frægðar og frama. Gargandi snilld eftir Ara Alex- ander ogALittle Trip to Heaven í leikstjórn Baltasar Kor- máks. Hvor tveggja vandað- ar gæðamyndir sem höfða til stórs áhorf- endahóps. Það er mikill fengur af krafti, reynslu og þekkingu Sig- urjóns Sig- hvatssonar inn í íslenskt kvik- myndalíf. Fyrri verðlaunahafar 2004 Börkur Gunnarsson leikstjóri 2003 Ólafur Sveinsson kvikmyndagerðarmaður 2002 Þorfinnur Guðnason kvikmyndagerðarmaður 2001 101 Reykjavík 2000 Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri 1999 Ágúst Guðmundsson leikstjóri 1998 Erlendur Sveinsson kvikmyndagerðarmaður 1997 (slenska Kvikmyndasamsteypan 1996 Hilmar Oddsson leikstjóri 1995 Ari Kristinsson kvikmyndatökumaður 1994 Þorfinnur Guðnason kvikmyndagerðarmaður 1993 Snorri Þórisson kvikmyndatökumaður 1992 Ekki veitt 1991 Lárus Ýmir Óskarsson leikstjóri 1990 Þráinn Bertelsson leikstjóri 1989 Leifur Blumenstein og Viðar Víkingsson 1988 Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri 1987 Óskar Gíslason kvikmyndagerðarmaður 1986 Karl Óskarsson kvikmyndatökumaður 1985 Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri 1984 Húsið 1983 Erlendur Sveinsson 1982 Útlaginn 1981 Sigurður Sverrir Pálsson kvikmyndatökumaður Með reglulegri framleiðslu gæða- heimildamynda, eða visionment- aries eins þær eru kallaðar á heimasíðu, þá hefur hann skipað sér í flokk okkar allra bestu kvik- myndaleikstjóra og hefur vakið mikla athygli erlendis. Á síðasta ári var sýnd mynd hans Africa United og sló hún í gegn. Þar sýndi Ólafur að vald hans á kvik- myndaforminu verður sífellt sterkara. Stelpurnar Þúsundir kvenna og karla út um allt íslenskt samfélag eru þakklát fyrir að fá stelpuhúmor í sjónvarpstækin sín í vönduðum grínþáttum. Stelpurnar - þær Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Katla Margrét Þorgeirs- dóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir og Nína Dögg Filipusdóttir, og þeir Kjartan Guðjónsson og Steinn Ár- mann Magnússon, ásamt aðstoð- armönnum sínum Óskari Jónassyni og Sigurjóni Kjartans- syni - eru að vinna gott starf fyrir þjóðarsálina. pbb@dv.is Guðni Elísson Akademiskur eldhugi sem hefur lyft grettistaki í eflingu ís- lenskrar kvikmyndamenningar. Bjargey Ólafssdóttir Bjargey Ólafsdóttir hefur lagt áherslu á feril sinn sem mynd- listakona þar sem hún hefur náð verulega góðum árangri. Hún hef- Guðni Elísson Guðni Elísson hefur um árabil verið einn helsti frumkvöðull ís- lendinga á sviði kvikmyndafræða. Hann hefur staðið að mörgum vönduðum og viðamiklum útgáf- um um kvikmyndir og kvikmynda- fræði. Guðni hefur nánast ein- hendis lagt grundvöll að virkri fræðilegri umfjöllun um kvik- myndir hér á landi. Hann hafði for- göngu að stofnun kvikmynda- fræðibrautar innan Hugvísindeild- ar HÍ og er þar vinsæll kennari. Fyrir jólin kom út bókin Kúreki norðursins sem er safn fræðilegra ritgerða um Friðrik Þór Friðriksson undir ritstjórn Guðna Elíssonar. Sigurjón Sighvatsson Sigurjón Sighvatsson er fræg- asti kvikmyndaframleiðandi okkar íslendinga og á glæsilegan feril meðal þeirra bestu í Hollywood. Á síðustu tveimur árum hefur Sigur- jón átt öflugt innlegg í íslenskan kvikmyndaiðnað, með aðkomu sinni að framleiðslu á myndunum Ólafur Jóhannesson Ólafur Jóhannesson hefur á ör- fáum árum átt mjög kraftmikla innkomu í íslenskt kvikmyndalíf. Sigurjón Sighvatsson Maður sem hefur verið á toppnum íeinu harðskeyttasta samninga- og við- | skiptaumhverfi heimsins i 20 ár þarf að hafa einhverja snilligáfu. Stelpurnar Mannbætandi þáttur sem eftir öll kallatvíeyk- in kemur með yndisleg stelpu- sjónarhorn á llfíð og tilveruna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.