Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2006, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2006, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006 Fréttir DV Leiðrétting Þessi mynd var valin af handahófi úr ljósmynda- safni DV og tengist á engan hátt efni fréttar sem birtist í blaðinu í gær. DV biðst vel- virðingar ef þessi mynd- birting var einhverjum til óþæginda. Moldarstrók- uríEyjum Lögreglan í Vestmanna- eyjum segir að yfir bænum hafi legið moldarstrókur og seltumistur í gær. Nokkuð slæmt veður var um land allt þar sem vindhraðinn var víða ansi mikill og í sumum tilfellum fauk byggingarefni frá nýbyggingum. Lögreglan í Eyjum segir að eyjarskeggj- ar séu vanir ýmsu og hafi allt njörvað niður svo ekki hljótist tjón eða skaði á fólki þegar vindhraðinn er mikill. Vmd hafði lægt víða á land- inu seinnipartinn í gær. Vilja svör Brunavamir Suður- nesja hafa boðað til fundar um framtíðarhúsnæði BS en starfsmenn binda von- ir við að á fundinum verði tekin ákvörðun um mál- ið. Þetta kemur fram á vef Vfkurfrétta. Starfsmenn ít- rekuðu áhyggjur sínar af seinagangi sem einkenndi umræðuna og afhentu eign- araðilum bréf þess efnis á síðasta fundi Sambands „Þoð er náttúrlega úrslitakeppnin I körfubolta," segir Valur Ingimundar- son, þjálfari Skallagríms en lið hans sigraði Keflvikinga i fyrradag í undanúrslitakeppni lceland Express-deildarinnar. Staðan I rimmunni er þvljöfn. „Slðan er ég að ferma dóttur mína þann niunda april. Síðan liggur mér á að flytja fyrir fyrsta april. Það er nóg að gera.“ Bubbi Morthens hafði sigur í héraðsdómi í málarekstri sínum á hendur Garðari Úlfars- syni, fyrrverandi ritstjóra Hér og nú og 365. Garðar var dæmdur til að greiða Bubba 700 þúsund í miskabætur fyrir fyrirsögnina „Bubbi fallinn“ og 500 þúsund í málskostnað til handa Sigríði Rut Júlrusdóttur. Viðbrögð við dómnum eru misjöfn. Bjarni Brynjólfsson Ritstjóri Séð og heyrt átti von á þessum dómi. Sektin sem Jón Finnbjörnsson héraðsdómari dæmdi Garðar Úlfarsson til að greiða er með því allra hæsta sem þekkist í meiðyrðamáli hérlendis: 700 þúsund króna sekt auk 500 þúsund króna málsvarnalauna. Dóminn byggir Jón einkum á því að umfjöllunin hafi verið tilefnislaus, Bubbi hafi verið friðhelgur í bíl sínum og fýrir- sögnina væri ekki hægt að skilja öðruvísi en svo að fullyrt sé að Bubbi sé byrjaður að neyta vímuefna. „Ég er afskaplega glaður," sagði Bubbi Morthens en þegar DV náði tali af honum sat hann við snæðing úti í Prag. Hann segist ekkert endilega hafa búist við þessari niðurstöðu en Sigríður Rut lögmaður hans hringdi í hann út og færði honum tíðind- in. Bubbi segist munu í framtíðinni, í ljósi þessa máls, umgangast fjölmiðla á annan hátt en hingað til. Dómnum verður áfrýjað „Það er bara þannig. Þetta er ofsa- lega einfalt. Ég upplifði þetta sem ofbeldi. Og þegar maður verður fyrir ofbeldi meiðir maður sig. Einhverra hluta vegna hafði þetta þau áhrif að ég meiddi mig." Bubbi segist sem óvitlaus maður telja miklar líkur á því að þessu máli verði áfrýjað aðspurður um hvað hann ætli að gera við peninginn. „Þetta er bara tala á einhverjum pappír." 365-prentmiðlar eru sýknaðir samkvæmt prentlögum sem vísað er í dómi er Garðar einn ábyrgur fyrir fréttínni. „Þessi dómur er eiginlega jafn und- arlegur og hann er rangur," segir Garð- ar Öm Úlfarsson í samtali við DV. „Það virðist því blasa við að honum verði áfrýjað. Til dæmis er fr á- leitt að byggja dóminn á því að aðeins megi skilja fýrirsögnina á þá einu leið sem dómarinn gefur sér. Annars veg- ar segir hann fyrirsögnina tvíræða og svo að aðeins megi skilja hana á einn veg." Tilefnislaus umfjöllun I rökstuðningi sínum segir Jón Finnbjömsson meðal annars: „Telja verður að myndataka af manni sem situr í bifreið sé óheimil á sama hátt og myndataka á heim- ili hans, þótt við sérstakar aðstæður „Þessi dómur er eigin- lega jafn undarlegur og hann errangur" kunni hún að vera heimil. Myndir voru hér teknar af stefnda þar sem hann sat í bifreið sinni á götuhomi í Reykjavík. Ökuferðin eða dvöl stefn- anda í Reykjavík þá stundina var ekki sérstaklega fréttnæm og hafði ekki þýðingu í almennri þjóðfélagsum- ræðu á þeim tíma. Sama verður að segja um þær staðreyndir að hann var að tala í farsíma og var með sígarettu í munninum. Myndatakan og birting myndanna var því tílefrúslaus." Um tilefni má endalaust deila Ekki verður betur séð, fái þessi dómur að standa óbreyttur, að hann hljótí að hafa veruleg áhrif á frétta- flutning á íslandi. Sigurjón Egilsson fféttaritstjóri Fréttablaðsins vildi ekki tjá sig um málið né heldur Karl Blön- dal aðstoðarritsfjóri Morgunblaðs- ins þegar eftír því var leitað. Forsenda sem þeir nefndu er sú að þeir hafi ekki náð að kynna sér efni hans. Ásgeir Sverrisson ritstjóri Blaðsins segist ekki geta fallist á röksemd dóm- arans að unnt sé að skilja fýrirsögnina á annan veg en þann að fullyrt sé að Bubbi sé tekinn að neyta vímuefna. „Hann hafði rætt tóbaksnotkun sína opinberlega eins og raunar flest sem tilheyrir einkalífi hans. Lista- menn þurfa eðlilega á umfjöllun fjölmiðla að halda en afar misjafnt er hversu tamt þeim er að ræða um einkalíf sitt. Bubbi Morthens hefur gengið langt í því efni, vafalaust í góð- um tilgangi en þar ræðir um val hans „Um tilefni fréttarinn- ar og myndbirtingu má endalaust deila." og frelsi. Um tilefni fréttarinnar og myndbirtingu má endalaust deila. Um það hvort fýrirsögnin var smekk- leg má einnig deila en strangt til tekið var hún tæpast röng." Ritstjóri Séð og heyrt sáttur „Þetta er náttúrlega athyglisverður dómur. Mér finnst hann ekíd óvæntur. Ég áttí von á því að þetta mál færi svona," segir Bjarni Brynjólfsson rit- stjóri Séð og heyrt, tímarits sem er á svipuðu róli og Hér og nú - þar sem fjallað er um fólk án þess að oft megi fjölyröa um hvort tílefni sé ærið. Bjarni segir ffamsetningu Hér og nú glannalega. Og auk þess setur hann spurningamerki við papparassamyndir af Bubba teknar í gegnum rúðu. „Þar sem hann er á sínu einka- svæði. Þetta er bíllinn hans. Svipaðar myndir sér maður reyndar oft í út- löndum. Opinberar persónur í bíl á götu sem opinbert svæði. Engu síður virðist það hafa haft áhrif á dóminn. Myndimar em teknar án hans vitundar og það kann að hafa for- dæmis- Garðar Örn Úlfarsson Annars vegarsegir Jón fyrirsögnina tvíræða og svo að aðeins megi skilja hana á einn veg. gildi. Teknar á hans prívat-svæði og það er metíð honum í hag af dómar- anum." Bjami býst þó ekki við því að þetta breytí einu né neinu hjá Séð og heyrt. Segir þetta vissulega vandrataðan veg þegar fjallað er um fólk og meta þurfi hvert tilvik um sig. „Vissulega geta orðið slys. Mestu mistökin sem blaðið gerði var að viðurkenna ekki þessi mistök held- ur standa bara á sínu máli eins og hundur á roði, í stað þess að biðjast bara afsökunnar.” jakob@dv.is Hin únjdeilda mynd FyrirsögniqJiubbi faltinn“ogpasóimynd kirðu Hér og nrnnð falli ':Á- Asgeir Sverrisson Fellst ekki á röksemd dómara um að aðeins megi skilja fyrirsögnina áþennaneina veg. Dómarinn Jón Finnbjörnsson Myndatakan og fréttin tilefnislaus. Þvlfórsem fór.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.