Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2006, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2006, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006 Sport DV Ellefti odda- leikurinn Leikur Hauka og ÍS á Ásvöllum í kvöld veður ell- efti oddaleikurinn í sögu úr- slitakeppni kvenna í körfu- bolta en sjö af þessum tíu oddaleikjum hafa verið í undanúrslitunum. Haukar hafa aldrei áður lent í odda- leik í úrslitakeppni kvenna en þetta verður fjórði odda- leikur stúdína og allir þrír til þessa hafa tapast. Heimaliðið hefur unnið 7 af þess- um 10 oddaleikj- um, þar af þá þrjá síðustu og alla ijóra oddaleiki í undanúrslitum frá aldamótum. Óvissa með Mariu Conlon Maria Conlon, banda- ríski leikstjórnandinn hjá ÍS, meiddist iíla á ökkla í 2. undanúrslitaleiknum gegn Haukum og spilaði ekkert með síðustu 16 mínúturnar í leiknum. Conlon hafði þá skoraði 16 stig í leiknum og haldið Helenu Sverrisdóttur á sama tíma í aðeins 6 stigum. „Hún er í meðferð hjá sjúkraþjálfara og ég veit í rauninni ekkert hvemig ástandið er á henni því hún æfir ekkert fyrir leikinn. Við verðum bara að sjá til hvernig hún verður í leiknum," segir ívar Ásgrímsson, þjálfari ÍS. Alveg eins og fyrir18árum Það em liðin 18 ár síðan að Haukar eignuðust ís- landsmeistara í körfubolta í fyrsta skiptið en kvennalið félagsins spilar í kvöld odda- leik við ÍS um sæti í úrslita- einvíginu um íslandsmeist- aratitilinn. „Við töpuðum fyrsta leik í vetur á móti Breiðabliki en mér var sagt það að gömlum Hauka- manni að ég þyrfti lítið að örvænta því þegar karlaliðið vann fyrir 18 ámm þá töp- uðu þeir líka fyrsta leik en urðu síðan íslands- meistarar,“ sagði Ágúst Björgvins- son, þjálfari kvennaliðs Hauka en Haukar hafa aldrei áður komist í lokaúrslit kvenna. Megan gerir lítiðífyrri hálfleik Það hefur vakið athygli að Megan Mahoney, sem hefur skorað 22 stig og tekið 13,5 fráköst að meðaltali í fyrstu tveimur leikjum Hauka og ÍS í undanúrslit- um Iceland Express-deildar kvenna, gerir lítið í fyrri hálfleik leikj- anna. Mahoney hefur þannig skorað 31 af 44 stigum sínum, tek- ið 14 af 27 fráköst- um, fiskað 10 af 12 villum og gefið 6 af 7 stoðsending- um sínum í seinni hálfleik. Það er líka mikill munur á skotnýt- ingunni, hún hefur nýtt 30% skota sinna (20/6) í fyrri hálfleik en 56% skotanna (16/9) eftirhlé. Haukastúlkur og stúdínur spila í kvöld úrslitaleik um hvort liðið kemst í úrslitaeinvígi Ieeland Express-deildar kvenna í körfubolta. Báðir þjálfarar liðanna, Ágúst Björgvinsson hjá Haukum og ívar Ásgrímsson hjá ÍS, leggja áherslu á að hugarfar leikmannanna skipti öllu máli. Málin rædd IvarÁsgríms- son, þjálfari ls, talar við cióm■ arnnn Kristin Óskaisson. ! Mikilvægar i kvöld í>oö mun mikið mæða a þoim Aíariu Conlon hjú !S og Helenu Sverrisaottui hja Haukum ileiknum i kvöid Deildarmeistarar Hauka og bikarmeistarar ÍS spila í kvöld úrslitaleik um sæti í úrslitaeinvíginu um íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta en sigurvegari leiksins á Ásvöllum mætir í lokaúrslitunum íslandsmeisturum þriggja síðustu ára, Keflavík. Stúdínur hafa unnið 10 af 13 leikjum sínum síðan Maria Con- lon kom til liðsins en til þess að komast í úrslitin þarf liðið að binda enda á tíu leikja sigurgöngu Hauka áÁsvöllum. „Við höfum verið að undirbúa okkur í vetur fyrir að fá að spila leik eins og þennan. Við lögðum upp með að vinna deildina til að fá þessa stóru leiki á heimavöll okkar á Ásvöllum þar sem við höfðum ekki tapað síðan í október," segir Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hauka sem unnu fyrsta leikinn gejjn ÍS, 76-66, á heimavelli sínum á Asvöll- um en ÍS vann síðan annan leikinn með 12 stigum, 83-71 á heimavelli sínum. Kollegi hans hjá ÍS er einnig spenntur fyrir leiknum. Undir okkur sjálfum komið „Við spiluðum mjög vel í síð- asta leik og munum bara byggja á þeim leik. Við ætlum að halda áfram að spila sömu vörn og svo kemur sóknin bara með því. Þetta er undir okkur sjálfum komið," segir ívar Ásgrímsson, þjálfari ÍS sem er kominn með lið sitt á Ásvelli þar sem ÍS hefur tapað öll- um þremur leikjum sínum í vetur. „Auðvitað skiptir heimavöllur-inn máli en hann skiptir samt minna máli en f fyrsta leiknum. Þetta er orðinn eins og bikarleikur og við erum vanar því að vera með 10 áhorfendur og alla hina á móti okkur og það hvort sem er á heimavelli eða útivelli," segir ívar. Leggja áherslu á vörnina Báðir þjálfarar leggja áherslu á vömina í kvöld. „Vömin hefur verið aðalsmerki Haukaliðsins í vetur, allur sóknarleikur okkar byggist á því að við spilum góða vöm og náum að stjóma hraðanum. Við vorum ekki að spila nægilega góða vöm í síðasta leik," segir Ágúst en fvar var hins vegar sáttur með vömina í þeim leik. „Við spiluðum vömina okkar vel allan leikinn en ekki hluta hans eins og í fyrsta leiknum. Við leggjum upp með okkar vamarleik og láta síðan sóknina vinna áfram á óeigingjaman hátt. Við eigum líka þær Stellu (Rún Kristjánsdóttur) og Signýju (Her- mannsdóttur) inni sóknarlega að mínu mati og mér finnst því mitt lið eiga töluvert inni," segir fvar Ás- grímsson sem hefur áður komið ÍS- liðinu í lokaúrslitin 2002 og 2004. Maria spilar þennan leik „Maria spilar þennan leik enda er þetta jaxl en það er ljóst að hún verður ekki 100%. Það var svolítið lán í óláni að það skyldi vera hlé milli leikja út af meiðslum Mariu," segir ívar um meiðsli bandaríska leik- manns ÍS, Mariu Conlon, en kollegi hans er ekkert að velta fyrir sér stöð- unni á henni. „Ég hef ekki hugmynd með stöðuna á Mariu Conlon og ég er ekkert að hugsa um það. Ég er mest að hugsa um hvað okkar stelp- ur geta gert til þess að spila betur. Við þurfum bara að hugsa um okkur, þurfum að koma einbeittar og hungraðar til þess að komast alla leið í úrslitaleikinn," segir Ágúst sem ætlar lfka með sínar stelpur í lokaúr- slitin í fyrsta skiptið. „Við höfum gert alveg ótrúlega margt í vetur sem hefur ekki komið fyrir áður, við spil- uðum í Evrópukeppninni, unnum Fyrirtækjabikarinn, yrðum deildar- meistarar og nú ætlum við í úrslitin í fyrsta skipti." Ætlum í úrsiit og að vinna titil- inn „Við þurfum bara að gera það sem við höfum verið að gera í vetur, ekkert meira né minna en það. Þetta er úrslitaleikur og það getur vissu- lega allt gerst en við erum ekki að mæta á okkar á eigin heimavöll til þess að tapa. Við komum í leikinn með fullt sjálfstraust, ætlum okkur í úrslit og að vinna íslandsmeistaratit- ilinn," segir Ágúst og ívar er sam- mála honum að allt geti gerst í kvöld. „Það er mikið í boði og það eru allir famir að bíða eftir þessum leik. Það getur allt gerst en við erum í góðu standi og stelpumar sýndu það á laugardaginn að þær em í hörku gír en þetta er núna bara spuming um hugarfar," segirívar. ooj@dv.is HAUKAR-ÍS1-1 Stig: TS +2 (149-147) 3ja ytiga körfun Jafnt(12-12) Fráköst Haukar+10 (92-82) StÍgftábeÍdr ’fs^Ss (53-28) Hrateupffrag^aular+IOOnBl) Hæsta framlag: Megan Mahoney Haukar 29,0 Marla Conlon___________1S23,0 SÍgnýHermannscióttÍr^^lS 19fl HelgaÞorvaldsdóSr^^^M^5 Lovisa A Guðmundsdóttir IS 10.0 Flest stig: Megan Mahoney Haukar 44 Maria Conlon IS 41 HelgaÞonraldsdóttir IS 27 Pálfna M Gunnlaugsdóttir Haukar 21 Flest fráköst: Megan Mahoney Haukar 27 Helena Sverrisdóttir Haukar 21 Signý Hermannsdóttir h Flestar stoðsendingar: Helena Sverrisdóttir Haukar 11 MariaConlon iS 9 Flestar 3ja stiga körfur: Helga Þorvaldsdóttir (S 7 Stella Rún Kristjánsdóttir IS 3 Pálína Gunnlaugsdóttir Haukar 3 Svono eigið þið að gero þetta! Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hauka, stvrirsínu liði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.