Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2006, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2006, Blaðsíða 31
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006 31 Spurning dagsins Uppáhaldssjónvarpsmaður? Ofurhugi „Það hlýtur að vera Ofurhugi því hannersvo ofur.‘ Elfar Þór Guðbjartsson söngvari. „Ætliþað sé ekki Sveppi." Stefán Magnússon matreiðslu- maður. Hemmi Gunn en hann erbúinn að vera lengi í bransanum." Svavar Helgi Jakobsson bílstjóri. . „Hemmi Gunn. öll lögin hans og þáttur eru svo skemmtileg." EinarM. Sigurðsson verslunar- maður. Ir f „tg myndi segja Þórhallurí Kastljósi." Bjarki Borgþórsson Ömmiogölið Árni Guðmunds- son, æskulýðs- og tómstundafull- trúi og formaður Starfsmannafélags Hafnarfj arðar, hefur enn eina ferðina skrifað ríkissaksókn- ara bréf til að vekja athygli á áfengisauglýsingum en þær eru sem kunnugt er bannað- ar lögum samkvæmt. Nýlega komst Héraðsdómur Reykja- víkur að því að auglýsing- ar af þessu tagi stæðust lög. Bjórsalar skjóta sér yfirleitt framhjá banninu með þvi að hafa einhvers staðar agnar- smátt letur þar sem segir að bjórinn sem auglýstur er sé ekki til sölu. Á þetta ein- blína dómstólar. Skyldur við eigin pyngju Að undanförnu hef- ur það hins veg- ar þráfaldlega gerst að auglýs- ingar eru ekki auðkenndar með þessum hætti og verður það að flokk- ast undir óendanlegan vesaldóm dómsmálayfirvalda að láta þetta framferði óátalið. Þá verður það að segjast að virð- ing fólks fyrir dómstólunum vex ekki af sýknudómum á þessu sviði. Enginn virð- ist hafa manndóm í sér til að axla ábyrgð. Fjölmiðl- arnir, þar með talið Rík- isútvarpið, auglýsa þvert á lögin, að ekki sé minnst á anda laganna. Þessir fjöl- miðlar telja sig greinilega hafa meiri skyldur við eigin pyngju en gagnvart áhorfend- um og les- endum, að ógleymd- um lands- lögun- um. Ég virði sjón- armið þeirra sem vilja breyta lögun- um og heimila aug- lýsingar. Ég er ein- faldlega ósammála þeim. Hina virði ég ekki sem hafa lögin að engu. Meðfylgjandi er bréf Árna Guðmundssonar. Ágæti ríkissaksóknari Tel það borgaralega skyldu mina að vekja athygli yðar á meðfylgjandi heilsíðu áfengisauglýsingu frá Öl- gerð Egils Skallagrims- sonar sem birtist í tima- ritinu Birtu 25. mars á síðu 57. Vek einnig athygli embættisins á að í Frétta- blaðinu ( m.a. á forsíðu og baksíðu blaðsins 25.mars) auglýsir fyrirtækið HÓB Faxe bjór eins og skilmerki- lega kemur fram á mynd í auglýsingunni Fáxe - Danish lager beer Sam- kvæmt íslenskum lögum og út frá velferðarsjónar- miðum um vernd barna og ungmenna eiga þau rétt til þess að vera laus við áreiti af þessum toga. í þeim tilfellum sem hér eru tíunduð er um einlægan brotavilja og ásetning að ræða. Semforeldri og al- mennur borgari í þessu landi geri ég kröfu um að sú vernd sem lög um bann við áfengisauglýs- ingum á að veita börnum og ungl- ingum sé virt. Svo er ekki og því er nauðsyn- legt fyrir yður að grípa til þeirra úrræða sem emhættið hefur gagnvart lögbrotum. Virðingarfyllst, Árni Guð- mundsson Ögmundur Jónasson alþingismaður skrifar á ogmundur.is Didda segir það engu skipta hvernig vedur er á Islandi Letingjar tala um veður Allt líf þrífst vel í yl, allt, og það þarf skuggalega bjart- sýni fyrir líf að þrífast við óblíðar aðstæður, og stundum held ég bara að veðurnöldrararnir fari ekki nægilega mik- ið út, eða réttara sagt, til kaldari svæða til þess að komast að því að þessi eyja er ekki sú alversta veðurfarslega séð. Mig grunar að það sé aðallega frekar latt fólk sem þyk- ist eiga eitthvað inni hjá veðrinu, það er ekki nóg með að það nennir ekki út af því að aðstæðurnar eru ekki eins og það vill hafa þær, heldur dettur því líka í hug að þusa um vonbrigði sín, og svo misskilur það algerlega sólina og heimtar að hún sé alltaf heit ef hún sést. En málið er að mörg okkar eru orðin svo veðuraum af því að sitja inni í upphituð- um, bólstruðum öku- tækjum og kunnum ekki lágmarksaðferðir við að komast af í veð- urflórunni. Við verðum bara úti um leið og það drepst á bílnum. Færö á vegum C1777 Veðurstöövar C1779 Kja Eitt er það sem fólk heldur að það hafl eitt- hvað að segja um, en það er veðrið, þó svo að veðrinu gæti ekki ver- ið meira sama um hvað þessu mannkyni gæti hugsanlega fundist um þess art og uppátæki. Veðurfréttirnar eru nefnilega alveg jafn vin- sælt efni í fjölmiölum í sólríkum löndum. Þeg- ar ég var á Kúbu var veð- urfræðingurinn kyntákn og konurnar stundu þegar hann birtist og tilkynnti um einn sól- ardaginn enn og stöku síðdegisskúr. En þegar fellibyljatímabilið gekk yfir urðu veðurfréttirnar svo spennandi að meira að segja lét Castro sjá sig við kortið og taldi kjark í þá sem hræddir voru við ylmjúkan storminn. Á Jamaika, sem er töluvert minni eyja en ísland (er raunar aðeins klett- ur í hafinu og gengur líka undir því nafni meðal heima- manna) er líka töluverð spenna fylgjandi veðurfréttum, þó svo að maður eigi bágt með að skilja afhverju, því það rignir annað hvort öðrum megin á eyjunni eða hinum megin. Og þannig er það og var og verður áfram, alveg eins og hér, annað hvort er þetta skárra en verra eða verra en skást. Þess vegna er það hrein snilld að fylgjast með fólki rífast um það hvort það er kalt, ekki kalt, eða gott eða vont veður, hvort það hafi verið sól eða hvort það hafi ekki gefið glennu. Is- lendingar eru nefnilega flestir klæddir eins og sól- arlandabúar, svo að það virðist ekki skipta einu ein- asta máli hvort veðrið er einhvernveginn öðruvísi en það er fyrir utan höf- uð þessa fólks. f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.