Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2006, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2006, Blaðsíða 11
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 200611 Fimmtíu kon- um sagt upp Um fimmtíu konum, sem störfuðu við þrif á Keflavíkurflugvelli hjá Atafl, hefur verið sagt upp. Fyrir- tækið, sem áður hét Kefla- víkurverktakar, tilkynnfi þetta á starfsmannafundi í gær. Konurnar eru að mestu leyti búsettar á Suðurnesj- um sem þrifin voru eina starfsemi Atafls á varn- arstöðinni að því er fram kemur á vf.is. Þær munu fá aðstoð við atvinnuleit. Sveitarfélagið Ölfus hef- ur auglýst til úthlutunar lausar lóðir í Þorlákshöfn. í boði eru lóðir undir ein- býlishús sem seldar verða fyrir 1,8 til 2 milljónir króna. Einnig raðhúsalóð fýrir fjór- ar íbúðir á 3,4 milljónir og lóð fyrir parhús á 2,4 millj- ónir. Þannig að lóðaverðið í Ölfusinu er margfalt lægra en á höfuðborgarsvæðinu. Nýju lóðirnar í Þorlákshöfn eru í svokölluðu Búða- hverfi. Hátíð heyrn- arlausra Norræn menningarhá- tíð heyrnarlausra fer fram á Akureyri þann 10. til 16. júlí en von er á mörg hundruð gestum til bæjarins því á sama tíma verður einnig haldin alþjóðleg leiklistar- hátíð heyrnarlausra á Ak- ureyri. Það er félag heyrn- arlausra sem stendur fýrir hátíðinni en Norðurlöndin skiptast á að sjá um hátíð- ina sem er á fjögurra ára fresti. Þetta er í tuttugasta sinn sem hátíðin er haldin. Ingi Sigurðsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, vill aö bæjarsjóður þar borgi sér 26 milljónir króna í starfslokasamning en Ingi hætti sem bæjarstjóri árið 2003 er þáverandi meirihluti sprakk. Bæjarstjórn er einhuga um að hafna alfarið þessari kröfu. Ingi er síðan orðinn útibússtjóri Glitnis í Eyjum en bæjarsjóður er einn stærsti viðskiptavinur útibúsins. Ingi Sigurðsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, vill að bæjarsjóður þar borgi sér 26 milljónir króna í starfslokasamn- ing. Bæjarráð hafnaði þessari kröfu alfarið og var þverpólitísk samstaða um þá ákvörðun. Ingi hætti sem bæjarstjóri 2003, er þáverandi meirihluti sprakk, og fór síðar að vinna sem útibússtjóri Glitnis í bænum. Bæjarsjóður er einn stærsti viðskiptavinur Glitn- is og samkvæmt heimildum DV eru framámenn í bænum farnir að ræða það sín á milli að mál þetta geti haft áhrif á þau viðskipti. í fýrrakvöld kom bæjarráð saman til að ræða kröfu Inga. Var niðurstaðan sú að hafna henni alfarið. Var eineinhug- ur um málið, einnig hjá Sjálfstæð- ismönnum sem stóðu að ráðningu Inga á sinum tíma. Pét- / . - ur Þ. Ósk- ■ arsson, i*. , ' f»r- % stöðu- , maður kynn- ingar- # sviðs ' Glitn- is, seg- ir að bank- inn sé ekki að- ili að málinu og hafi því ekkert um það að segja. í vinnslu í 3 ár Ingi Sigurðsson segir í samtali við DV að málið hafi verið í vinnslu hjá honum s.l. 3 ár. Fyrst var Ragn- ar Hall lögmaður með málið en nú hefur Ingi ráðið Sigurð G. Tómas- son sem lögmann sinn. „Við höfum ekki tekið ákvörðun um næstu skref í málinu. Lögmaður minn þarf fyrst að kynna sér niðurstöðu bæjarráðs," segir Ingi. Sáraeinfalt Bergur Elías Ágústsson, bæjar- stjóri í Vestmannaeyjum, segir að viðbrögð sín séu sáraeinföld og í samræmi við afgreiðslu bæj- arráðs á málinu. „Við höfn- um þessari kröfu Inga alfar- ið og um það er þverpólitísk samstaða," segir Bergur og vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Jafnframt því að hafna kröfu ,Inga fól bæjarráð Ást- ráði Haraldssyni hæstaréttar- lögmanni að gæta hagsmuna bæjarins ef til málareksturs kæmi. Ofboðsleg græðgi Einn af meðlim- um bæjarstjórnarinn- ar í Eyjum, sem ekki vill láta nafn síns getið, seg- ir að þessi krafa sé ekkert annað en ofboðsleg græðgi hjá bæjarstjóranum fyrrver- andi. Aðspurður um hvort málið gæti haft áhrif á sam- skipti bæjaryfirvalda við úti- bú Glitnis segir bæjarfulltrú- inn að fólk spyrji sig nú þeirrar spurningar í bæjarkerfinu. Menn vilji hins vegar bíða og sjá framvinduna næstu daga. Bergur Elías Þverpólitísk samstaða um að hafna þessari kröfu alfarið. m Ingi Sigurðsson Má/ið hefur verið í vinnslu undanfarin 3 ár. nýbýlavegi 18 I s. 517 2100 mubla Hönnuðir PEFA sameina á ein- stakan hátt framúrstefnulega fegurð, stílhreina hönnun, einfaldleika, úthugsuð smáatriði og meistarasmíð. Hinir vel þekktu hönnuðir PEFA vita hvaða þarfir borð þarf að uppfylla og hve miklu máli það skiptir fyrir heildarmyndina. Um leið og þeir fcera þér borð sem er gleðivaki og miðpunktur heimilislífsins tekst þeim að brjóta viðteknar venjur með óvenjulegrí hönnun og skemmjilegum-útfcerslum. PEFA er valkostur fyrir hugsandi fólk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.