Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2006, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2006, Blaðsíða 21
Menning DV MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006 21 S S GRUNNNAM I MYNDBANDAVINNSLV - stafræn Uippning og eftirvinnsla Heinrich Schutz tonskaid „Enginn getur kynnst þessum yfirgnæfandi þýska meistara án þess að hann verði emn af hans tryggustu og bestu persónulegu vinum upp frá því,“ segir Sigurður Þór Guðjónsson, sem finnst það hreinlega óviðeigandi að gera einhverjar smásmugulegar athugasemdir við flutning verkanna á þessum sögulegu tónleikum sem voru þeir fyrstu á íslandi þar sem eingöngu voru flutt verk eftir Heinrich Schutz. Schola Cantorum Verk eftir Heinrich Schiitz. Das deutsche Magnificat, fimm mótettur úr Geistliche Chormusik 1648, níu verk úr Kleine geistliche Konzerte. Sigurður Halldórsson barokkselló. Stjórnandi: Hörð- ur Áskelsson. Hallgrímskirkja 26. mars. ★★★★★ Tónleikar Afmælissýning manna í Hafnarborg verður á laugardaginn opnuð 25 ára af- mælissýning á verkum félagsmanna Leirlistafélagsins. Sýningin er tvískipt, annars vegar eru ný verk eftir 35 fé-1 laga, hins vegar eru verk frá fyrstu fimm árum félagsins, eft-! ir þá ellefu félaga er stofnuðu Leirlistafélagið 1981. Sýningin • er fjölbreytt, og samanstendur af nytjahlutum, veggmyndum og skúlptúrum. í tilefni 25 ára afmælisins verður gefin út bók um alla fé- laga Leirlistafélagsins frá upphafi. Það var árið 1979 sem nokkrir leirlistamenn tóku hönd- um saman og héldu yfirlitssýninguna Líf í leir. í kjölfar sýn- ingarinnar var Félag íslenskra leirlistarmanna stofnað þann I 27. mars 1981, en nafninu var breytt ári síðar í Leirlistarfélag- ið. Stofnendur félagsins voru Elísabet Haraldsdóttir, Gestur j Þorgn'msson, Guðný Magnúsdóttir, Jónína Guðnadóttir, Sig- rún Guðjónsdóttir og Steinurin Marteinsdóttir, Borghildur j Óskarsdóttir, Edda Óskarsdóttir, Haukur Dór Sturluson, Jóna j Guðvarðardóttir og Kolbrún Björgólfsdóttir. Félagið var ætlað j öllum menntuðum leirlistamönnun, hvort sem þeir unnu að j nytjalist eða frjálsri myndsköpun. Reglulega hefur félagið staðið j fyrir yfirlitssýningum og gefið út listaverkabækur. Þáttakendur í afmælissýningunni eru, auk stofnfélaganna, m.a. valinkunnir leirlistamenn á borð við Kolbrúnu Kjarval, önnu S. Hróðmarsdóttur, Erlu Huld Sigurðardóttur, Rögnu í Ingimundardóttur og Svetlönu Matusu. Sýningin er opin alla daga nema þriðju- daga firá kl. 11 til 17 og lýkur henni j mánudaginn 24. apríl Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á undirstöðuatriðum myndbandsgerðar allt frá því að breyta hugmynd í handrit og fínpússa myndbönd með ýmsum effektum. Nemendur verða að hafa góða almenna tölvukunnáttu og æskilegt er að nemendur eigi eða hafi aðgang að stafrænni tökuvél. Kennt er á Premiere klippiforritið frá Adobe sem er eitt visælasta forritið á markaðnum í dag. * Kvöldnámskeið UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING f SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS Mánudaga og miðvikudaga 18-22 Byrjar 19. apríl og lýkur 10. maí. Kolbrún Kjarval leir- listakona Ein þeirra sem á verk á afmælissýningu Leir- listafélagsins I Hafnarborg. Heilög hátíðarstund Það er almennt viðurkennt að Heinrich Schutz hafi verið mesta tónskáld Þýskalands fyrir daga Bachs. Hann er reyndar svo mikill að hann fellur engan veginn í skugga Bachs eða nokkurs annars af hinum miklu meisturum. Hann er bara sá sem hann er. öllum æðri. Tónrýnir DV ætlar að leyfa sér í því sem á eftir fer að vera dá- lítið persónulegur, rétt eins og söngstjórinn í sínum ágæta pistli í efnisskrá tónleikanna. Enginn getur kynnst þessum yfirgnæf- andi þýska meistara án þess að hann verði einn af hans tryggustu og bestu persónulegu vinum upp frá því. Schutz var ekki aðeins jafnoki hinna göfugustu radd- fleygunarsnillinga í óþrotlegri hugkvæmni í kórfléttum og fyrir- mynd frábærustu sögumanna í því að lýsa upp orðin með tónum heldur var hann að tign hugans og visku hjartans öllum fremri sem á undan honum komu og á eftir honum fóru í sögu tónlistar- innar. Hann lifði eitthvert grimmilegasta stríð sem mann- kynssagan kann frá að greina, þrjátíu ára stríðið sem jafnaðist að hryllingi á við verstu styrjaldir okkar tíma, en tónlist hans lýsir upp skuggalegt baksvið hermdar- verka og grimmdar nánast eins og guðdómsgeisli. Þessi tónlist sannar að þegar á reynir er hug- arró og sálarfriður, hreinleiki hjartans, það eina sem við eigum í raun og veru og aldrei verður frá okkur tekið. Schútz hefði eflaust kallað það frið guðs sem sé æðri öllum skilningi, en hann var hug- ljómaðasti trúmaður sem um get- ur í músik og samdi næstum því ekkert nema trúartónlist. Og snilldin! Hún er ekki einleikin. Aðeins eitt dæmi af nærri ótelj- andi: óviðjafnanlegur leikur radd- anna í bassadúettinum Fúrchte dich nicht á orðunum ich halte dich durch die rechte Hand meiner Gerechtigkeit. Tónrýnir- inn játar með mikilli gleði að Kleine geistliche Konzerte eftir Schútz finnst honum einfaldlega dýrlegasta tónlist sem hann þekk- ir. Konsertarnir eru fyrirmyndir um það hvernig knappt listform birtir innan marka sinna óendan- legar víddir og takmarkalaust frelsi án þess þó að víkja frá tón- listarlegri reglu og samræmi, hvernig smáheimurinn speglar stórheiminn. Og fjölbreytnin! f listhúsi Schútz eru sannarlega margar vistarverur og í hverri þeirra eru margar kistur fullar af gulli og gimsteinum. Og það eru fjársjóðir sem fyrnast ekki. Tónrýni DV finnst það hrein- lega óviðeigandi að gera einhverj- ar smásmugulegar athugasemdir við flutning verkanna á þessum sögulegu tónleikum sem voru þeir fyrstu á íslandi þar sem ein- göngu voru flutt verk eftir Hein- rich Schutz, að Jólasögu hans undanskilinni sem áður hefur heyrst á tónleikum ein og sér. Þetta var því heilög hátíðarstund. Og með orðum söngstjórans sjálfs: „Vonandi verða tónleikarn- ir í Hallgrímskirkju til þess að fjölga þeim tónlistarunnendum sem setja Schútz á þann bekk meðal fremstu tónskálda sögunn- ar sem honum ber.“ Sigurður Þór Guðjónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.