Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2006, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2006, Blaðsíða 15
DV Sport MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006 15 Ótrúlegt klúður SamuelEto'o gerði sjaldséð mistök gegn Benfica er hann klúðraði upplögðu mark- tækifæri. Nordic Photos/AFP Hefði átt að skora Mark van Bommel reynir hér að skora fram hjá Moretti, markverði Benfíca, en hitti i ekki markið. Nordic Photos/AFP Skallaeinvígi Fé- I Skallaeinvígi Fé- ílagarnirog land- arnir Patrick Vieira logThierryHenry fara upp i skalla- einvfgi í leik Arsenal og Juvent- us i gær. DV-mynd Reuters Henry frábær Thierry gerði engin mistök þegar hann skoraði annað mark Arsenal gegn Juventus íga Nordic Photos/AFP Cesc Fabregas Skoraði stórgott mark í fyrri hálflleik fyrirArsenal gegn Juventus. Hann lagði svo uppannað mark Arsenal. Fjórðungsúrslit Meistaradeildar Evrópu hófust í gær með tveim- ur leikjum. Aðeins eitt af liðunum fjórum sem léku í gær tókst að skora mark og voru leikmenn Arsenal þar að verki. En hvorki Barcelona né Benfica tókst að skora í Lissabon þrátt fyrir að hafa fengið ótal tækifæri til þess. Arsenal á sigurbraut Leikmenn Arsenal sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir tóku á móti Patrick Vieira og félögum í Juventus á Highbury. Þeir gjörsam- lega yfirspiluðu lið Juventus sem sá aldrei til sólar. Cesc Fabregas og Thierry Henry voru í aðalhlutverkum í leiknum og lögðu upp mörk hvor fyrir annan. Tveir leikmenn Juventus fengu að líta rauða spjaldið undir lok leiksins. í Lissabon lauk leik Benfíca og Barcelona án marka þrátt fyrir aragrúa tækifæra. Fyrri hálfleikur leiks Arsenal og Juventus var ekki mikið fyrir augað þar til fyrsta markið leit dagsins ljós. Leikmönnum beggja liða gekk afskap- lega illa að skapa færi og bauð því leik- urinn upp á lítið annað en miðjumoð. Thierry Henry var aðalmaðurinn í sóknarleik Arsenal og skapaðist oft hætta þegar hann var með boltann. Það var hann sem gaf eitraða send- ingu á Fabregas sem náði að koma Buffon markverði Juventus úr jafn- vægi með skoti sínu. Heimamönnum var mikið létt enda mikilvægt mark. Aðeins mínútu síðar fékk Henry gott færi þar sem boltinn hefði hæg- lega getað endað í marld Juventus. ör- skömmu síðar var svo Alexander Hleb nálægt því að sleppa í gegnum vörn Juventus. Greinilegt er að mark Fabre- gas var búið að opna leikinn upp á gátt. Frábærir taktar Síðari hálfleikur hófst á sams konar nótum og sá síðari hafði endað á. Arsenal-menn höfðu undirtökin í leilcnum og átti til að mynda Thierry Henry gott skot að marki sem Buffon varði vel. En hafi fyrri hálfleikur verið rólegur var allt annað uppi á teningn- um í þeim síðari. Og annað mark Arsenal var fyllilega verðskuldað. Hleb átti þá frábæra stungusendingu á Fabregas sem var afar óeigingjam og renndi boltanum á Henry sem skoraði í autt markið. Tvö rauð spjöld Til að bæta gráu ofan á svart fengu miðjumennimir Camoranesi og Vieira báðir gult spjald í leiknum sem þýðir að þeir verða báðir í banni í seinni leik liðanna á San Siro. Ljóst er að án þeirra verður róður Juventus þungur, jafnvel þótt þeir ítölsku verði á heima- velli. Undir lok leiksins fékk svo Cameronesi sitt annað gula spjald fyr- ir að brjóta á Robin van Persie og'fékk því að líta rauða spjaldið. Aðeins mín- útu síðar fékk Jonathan Zebina einnig að líta sitt annað gula spjald, fyrir brot á Henry, og því luku þeir ítölsku leik- num með níu menn á vellinum. Misnotuð tækifæri Þrátt fyrir að hafa fengið næg tækifæri í fyrri hálfleik tókst leik- mönnum Barcelona ekki að skora gegn Benfica í Lissa- bon. Þar var Mor- etto, markvörður Ben- fica, í hjá markinu. Börsungar héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og var þá komið að Sví- anum Henrik Larsson. Hann fékk boltann inn fyrir vörn Benfica en skaut í stöng. Skömmu síðar átti Motta skalla í stöng eftir hornspyrnu Ronaldinho. Galopinn leikur En leikmenn Benfica vom ekki dauðir úr öllum æðum. Miccoli komst einn inn fyrir vörn Börsunga en lét Valdes verja frá sér. Boltinn barst þá á Geovanni sem átti að gera betur er hann skaut í varnarmann Barcelona. Leikurinn var á þessum tímapunkti orðinn galopinn en sem fyrr voru það Börsungar sem sóttu hvað mest. Van Bommel og Ronaldinho áttu báðir góð skot að marki en sem fyrr tókst þeim ekki að skila boltanum í netið. En leikmenn Benfica hefðu átt að fá vítaspyrnu þegar skotið var í hönd varnarmanns Barcelona. En Stephen Bennett, dómari leiksins, missti af at- vikinu og var því ekkert dæmt. Þrátt fyrir ótal færi tókst leik- mönnum liðanna ekki að skora og verður lið Barcelona að teljast ansi sigurstranglegt þegar liðin hittast aftur á Nou Camp. eirikurst@dv.is aðal- hlut- verki en ‘P tvívegis ’ varði hann frá Börsungum í nánast opnu færi. Litlu mátti muna að Moretti yrði að skúrki þegar hann gerði sig sekan um stór mistök í lok fyrri hálf- leiks. Ætlaði hann þá að senda á varn- armann Benfica en van Bommel komst inn í lélega sendinguna og fór klaufalega að þegar hann skaut fram Úrslitin í gær BArsenal-Juventus 2-OÍ I o i, vsc 1 (40 ), 0 Thien y i iemy (ó9 ) R.iiiú ••pjóld Juvónius: (89.) ( aineionesi (87,), /chiu.i BBenfica-Barcelona o-oi Leikir kvöldsins BLyon-AC Milan 19.45® MEISTARADEILDIN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.